Barnablaðið - 01.02.1979, Qupperneq 11
Barnatrú
Hefurðu gleymt pinni barnatrú,
þá skalt þú hugsa nú,
hvernig var hér áður er beygðir þú þín kné.
Viö rúmsins höfðalag,
þú þakkaðir góðan dag
sofnaðir svo, og fórst í draumsins vé.
Barnatrú, barnatrú
til himinsins, eins og gullin brú.
Barnatrú, barnatrú
til himinsins, eins og gullin brú.
Hefurðu litið vítt umkring,
hér um jarðarinnar hring,
og um fjarlœg lönd þar leitað gœfunnar.
Þú hefur grátið dœgrin löng,
er þú heyrðir gamlan söng
er þú minntist, er þú leitaðir sœlunnar.
Barnatrú, barnatrú ....
Móðir þín hún var þér allt,
þá er vindar blésu svalt,
kœrt hún faðmaði þig og söng um himneskt land.
Rödd hennar hún var svo þíð,
og móðir þín svo blíð
er þú svafst, með JESÚ trygga kœrleiksband.
Barnatrú, barnatrú . . .
Þú verður sœll sem áðurfyrr,
er þú opnar hjartans dyr,
og þinni barnatrú þú eigi hefur gleymt.
Vertu eins og lítið barn,
og rektu út hjartans kalda hjarn,
þá muntu sjá þú hefurJESÚ endurheimt.
Barnatrú, barnatrú .. ..