Barnablaðið - 01.02.1979, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.02.1979, Blaðsíða 8
Sannar sögur úr sveitinni: Hanni fer á mannamót Seinna sumariö sem Hanni var í sveitinni, þá urðu þar mikil straumhvörf í lífi fólksins. Áin sem haföi ein- angraö sveitina frá landnámsöld var nú brúuö. Hanni fékk aö fara til vígslunnar. Reið hann á Brún og gyrti hann gæruskinni. Leiöin var löng, tveggja tíma reið. Þaö vakti athygli Hanna að sjá þarna stórt tjald og mikið mannhaf. Hestar skiptu þarna hundruðum. Borði var strengdur yfir brúna. Ræðupallur og gjallarhorn voru á vestari árbakkanum. Eftir söng og góðar ræður, þá gekk sýslumaður í broddi fylkingar út á brúna. Hafði hann skæri að vopni, klippti borðann og lýsti einangrun sveitarinnar lokið. Gullu þá við húrrahróp og handa- klapp, sem þarna átti vel viö. Fyrirmenn sýslunnar komu nú í svörtum gljáfægðum bíl og óku hringveg um sveitina. Það var fyrsti bíllinn sem ók þá leið. Fjöldi gamalmenna, hafði aldrei séð bifreið fyrr. Nú reið hin nýja öld í garð. Olli það breytingum, sem engin orð fá lýst. Þegar sláttur var hálfnaður, var haldið mikið mót í næstu sveit við, þar sem Hanni átti heima. Stóð mótið í tvo daga, eða yfir helgi. Þeir sem ekki áttu tjöld, eða gátu gist hjá kunningjum, víluðu ekki fyrir sér að leggja sig í töðuna nýhirta í góðri hlöðu. Svaf þá hvað innan um annað, karlar og konur og börn, hver í sín- um poka. Gæta varð þess að hafa hlöðugatið opið og velja sér ekki svefnpláss við geilar. Þær voru djúpar og gat verið erfitt að komast upp úr þeim, ef einhver rann í þær. Þegar allir höfðu gengið til náða og ágústnóttin vafði dökku blæjunni sinni yfir sveitir og dali, þá var mjög gott að sofa í hlöðu og vakna um sólarupprás, við birtu og fuglasöng. Hanni fór á mótið og margt fólk var komið þar. Sumir langt að. Hanni kom degi fyrr, en mótið átti að byrja. Allan daginn var fólk að koma, tjalda og ganga frá sér við lækinn, þar sem var nóg hressandi vatn. Bóndinn á bænum fór með gestum sínum í ferðalag og var hans ekki von heim fyrr en seint um kvöldið. Pálína Ijósmóðir, raunverulega drottning sveitarinn- ar, ætlaði nú að vera á mótinu og hafa það eins og í gamla daga að sofa í hlöðunni. Öll hlaðan vissi, að nú var Pálína komin. Pálína valdi sér pláss þvert við hlöðugatið, þannig að enginn gat hreyft sig út eða inn, nema Pálína yrði þess vör. Hún hafði klukku og skipaði algjöra þögn klukkan ellefu. Þeir sem ekki voru því þreyttari og eftirvæntingarfullir vegna móts- ins, höfðu andvara og héldu vöku Þá átti ekki eftir að iðrast þess. Nú kom bóndi heim, með sínu fólki. Bað hann það að ganga hljóðlega um, vegna gestanna sem kynnu að sofa í hlöðunni. Hugsunarlaust átti hann eftir að valda miklum hávaða meiri, en hann gat óskað eftir. Pálína yfirsetukona, hafði búið vel um sig, jafnað og lækkað bólið sitt í heystálinu. Var hún stórtæk eins og stundum áður og ruddi út um hlöðugatið alveg fangi af heyi. Bóndi vildi heldur hafa hey sitt innan dyra, en utan, og var honum hvert strá dýrmætt. Bóndi var nú röskur til, fann hrífu og saxaði heyið. Var það stórt þétt fang fullorðins manns. Kastaði hann heyinu léttilega inn um hlöðugatið. Skall fangið yfir Pálínu Ijósmóður þar sem hún lá, svo ekkert sást af henni, eða fötum hennar. Gall við ógurlegt hróp um hjálp, því hún væri að kafna. Bóndi reiknaði ekki með þessu og hljóp út í myrkrið og hjálpaði ekki neitt. Hlöðubúar þutu til með vasaljós sín og runnu á hljóðið. Eftir stutta stund náðist Pálína, hrædd og skelfd upp úr bóli sínu, öll útháruð í heyi. Henni varð á að spyrja hvort stefnt væri að því að kála sér og það þegar hún væri komin á mót. Pálína var glaðsinna og ýmsu vön. Lét hún nú sem þetta hefði ekkert verið og bað fólk að ganga til náða. Mörgum varó ekki svefnsamt þessa nótt, eftir svona byrjun. Um morguninn þegar kallað var til morgunverðar, þá vantaði einn, er hafði tekið sér svefnstað í hlöð- unni. Hann svaf ystur við geilina og vitanlega þurfti hann að snúa sér þannig, að hann rúllaði niður og lá þar. Með stigum og hjálp góðra manna, þá var honum bjargað upp ómeiddum og gat hann notið mótsins allan tímann þrátt fyrir óvanalegar svefnfarir niður öll heyin. Þar sem enginn slasaðist við þessi óhöpp, hentu menn gaman að. En aldrei fékk Pálína Ijósmóðir að vita um verk húsbóndans sjálfs, þessa óværðarnótt. Meira næst. 8

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.