Barnablaðið - 01.02.1979, Blaðsíða 13
trinum
Svo er þaö íkorninn. Það eru til margar tegundir
íkorna, sumir hafast viö í trjám og aðrir á jörðu niðri.
Þegar vetur gengur í garð, klæðist íkorninn tveim
eyrnatreflum. Ekki þarf hann að bera kvíðboga yfir
því, að hann týni þessu skjólklæði sínu, eins og
stundum vill henda ykkur börnin góð í útiverunni. Því
að þessi „kuldatrefill" íkornans eru þykkir eyraskúfar,
eða brúskar með löngum, dökkum hárum, sem vaxa á
eyrnabroddum hans þegar hausta tekur.
Þetta er þá skjólklæðnaðurinn, sem Guð hefur
gefið þessum dýrum til að verjast vetrarkuldanum.
Jesús
hugsar
um
Báru
Bára er veik. Hún er búin að vera veik í nokkra
daga. Nú líður henni betur og hún er orðin svöng. En
maturinn er búinn úr ísskágnum og ennþá er hún ekki
nógu frísk til að fara út í búð. Fæturnir geta ekki borið
hana, þegar hún fer fram úr rúminu. Hún er hrygg,
vegna þess að enginn hugsar um hana. Hún biður
Jesúm um hjálp. Eftir dálitla stund hringir dyrabjallan.
Bára fer fram og opnar. Þarna stendur þá ein vinkona
hennar og spyr, hvort hana vanti ekki eitthvað úr
búðinni. Jú, ég held nú það, segir Bára. Þegar þessi
góða vinkona kemur aftur heim með matinn gefur hún
Báru fallegt blóm. Bára er mjög glöð. Hún þakkar
Jesú fyrir að senda þessa góðu vinkonu, til þess að
hjálpa henni. Jesús hugsar um hana.
þ. Gullý.
I
13