Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 7
BARNABLADID 7 — Barabbas minn, hlauptu út í búö fyrir mig, þaö eru komnir gest- ir til okkar. Barabbas sagði strax já. Svo fór hann íbúðinafyrirmömmu sínaog Demas með honum. En þá spurði Demas allt í einu: — Af hverju segir þú alltaf já þegar mamma þín biður þig að gera eitthvað? Við vorum einmitt í svo skemmtilegum leik. Næst skaltu bara segja nei. Þeir voru komnir að búðinni og keyptu brauð og kökur eins og þeir áttu að gera. Svo borgaði Barabb- as og fékk peninga til baka. Þá sagði Demas: — Nú skulum við kaupa eitt- hvað gott handa okkur! — Nei, það megum við ekki, sagði Barabbas. Mamma á þessa peninga og það er Ijótt að stela. — Það er allt í lagi, sagði Dem- as, það sér það enginn. Eftir að hafa hugsað sig um nokkra stund, sá Barabbas dálítið sem hann langaði í og keypti það. Þegar þeir komu heim, var mamma Barabbasar svo upptekin af gestunum, að hún mátti ekki vera að því að athuga hvað Bar- abbas lét hana hafa til baka. Þá sagði Demas: — Sko, þarna sérðu, hún tók ekki eftir neinu. Mamma mín segir aldrei neitt þótt ég kaupi mér eitt- hvað þegar ég fæ afgang. En hon- um Barabbasi leið nú ekki of vel, vegna þess að hann vissi að hann hafði gert rangt. Upp frá þessu fór Barabbas að haga sér eins og Demas ráðlagði. Þegar mamma hans bað hann að gera eitthvað fyrir sig, þá sagði hann nei. Honum fannst það erfitt fyrst, en eftir nokkurn tíma hætti hann að finna fyrir því. Stundum fór hann í sendiferðir út í búð og þá tók hann alltaf hluta af afgangin- um og keypti eitthvað handa sér. Barabbas var líka hættur að biðja bænirnar sínar á kvöldin og svo fór hann að verða latur í skól- anum. Allt í einu var Barabbas ekki lengur sami góði, duglegi drengurinn og hann hafði áður verið. Hann varð óþekkur og latur. Hann var alveg hættur að hjálpa mömmu sinni og mamma var mjög sorgmædd vegna þessa. Árin liðu og Barabbas var farinn að stunda þjófnað úr verslunum. Drengurinn, sem einu sinni var svo góður, var nú ungur maður á hættulegri lífsbraut. Kvöld, eitt þegar Barabbas var úti með félögum sínum, blossuðu upp mikil læti og slagsmál á göt- unni. Barabbas var svolítið ölvað- ur og þá þurfti ekki mikið til að fá hann í slag. Hann óð inn í hópinn og fór að slást. Hann kýldi og sparkaði og fékk mörg högg sjálf- ur. Það rann á hann æði. Allt í einu bráði af honum. Margir hermenn voru að binda hendur hans og fæt- ur. Á götunni láfélagi hans illa leik- inn og hreyfði sig ekki. Nístandi sannleikurinn rann upp í huga Barabbasar: Hann hafði deytt mann. Barabbas var settur í fangelsið. Hann sat í litlum, dimm- um klefa og hann vissi að hans biði dauðadómur. Barabbasi varð hugsað til pabba og mömmu og gömlu daganna þegar hann var lítill, góður drengur. — Það var síðasta nóttin áður en Barabbas skyldi tekinn af lífi. Hann átti mjög erfitt með að sofa og sat hnugginn í fangaklefanum. Allt í einu heyrði hann þungt fóta- tak nálgast klefann. „Þetta hljóta að vera fangaverðirnir,“ hugsaði Barabbas. Það hringlaði í lyklak- ippu. Hjarta hans sló ört og hann hríðskalf af hræðslu. Lykli var stungið í skrána og þunga hurðin opnaðist hægt. Barabbas ætlaði varla að trúa sínum eigin augum: Fangavörðurinn brosti og sagði: — Þú ert frjáls maður og þú mátt fara hvert sem þú vilt. Bar- abbas hélt að hann væri að dreyma, hann kom ekki upp nokkru orði. Fangavörðurinn end- urtók, að Barabbas væri frjáls. Barabbas stundi upp: — Hvers vegna, hvað hefur gerst? — Heyrirðu ekki hrópin ífólkinu hérna fyrir utan? Þar er maður sem ætlar að deyja fyrir þig, sagði fangavörðurinn. — Hver er það, spurði Barabb- as ákafur. — Hann heitir Jesúsfrá Nasar- et og þú ert frjáls Barabbas, þú mátt fara, sagði fangavörðurinn. Jesús gaf líf sitt fyrir Barabbas. Það gerðist á föstudaginn langa og síðan reis Jesús upp frá dauð- um á páskunum. Þess vegna höldum við páskana hátíðlega. En Jesús dó ekki eingöngu fyrir Barabbas, hann dó líka fyrirþig og mig. Þess vegna getum við alltaf komið til Jesú og beðið hann að fyrirgefa okkur allt rangt sem við höfum gert. Við eigum líka að biðja Jesú að hjálpa okkurað vera alltaf góð.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.