Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 23

Barnablaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 23
BARNABLAÐIÐ 19 hristi hana vel og lengi. Svo stökk hún upp um hálsinn á honum og smell- kyssti hann. — Þaðernaumastað Péturfrændi er orðinn stór! Sirrku bauð hann einnig velkominn með innilegu faðmlagi. Hinir strákarn- ir brostu vandræðalega og Pétur skammaðist sín svolítið. — Stelpurkomiðþiðogheilsiðupp á ferðalangana. Þeir eru vinir Péturs. Strákarnir tóku kurteislega í hendur Sirrku og stúlknanna. — Þetta eru þær María og Karen. Þær kunna nú ekki mikið í finnsku. María er duglegri, en hún er feimin. Stelpurnar skilja flest sem þið segið. En gangið nú inn fyrir og fáið ykkur að borða. Þegar þeir voru sestir til borðs kom gamall maður inn í stofuna. — Sæll afi minn, viltu fá þér kaffi- sopa? — Tja, kannski! — Þettaerafi, hanneryfir- leitt ekki kallaður annað, sagði Sirrku. — Hvernig hefur þú það ísak, spurði Unski gamla fiskimanninn. -O, það er svona upp og ofan. En ég er frískur eins og spriklandi fiskur. Já, og þú ætlar á sjó með strákana? — Já, þetta er systursonur minn og félagar hans. Þeir voru svo heppnir að fá vikufrí úr skólanum. Það er sannnarlega fallegt hér á haustin. — Þetta er besti árstíminn. Og það er nógur fiskur. Strákarnir hljóta að vilja fiska svolítið? — Já, þaðviljaþeirörugglega. Svo ætla þeir að ganga á fjöll. — Mér líst vel á það. Þið getið séð fallega fossa þar uppfrá. Svo eigum við lítinn kofa, sem þig megið fá lán- aðan ef þið þorið! — Þetta er frábært, finnst ykkur það ekki, sagði Pétur hrifinn. — Er langt þangað? — Ja, svona tíu kílómetrar. Það er ekki svo langt. Strákarnir litu hver á annan. Ef þeir hefðu mátt ráða hefði verið lagt sam- stundis af stað. Kofi á fjöllum var sannarlega lokkandi. Það var eins og Sirrku hefði lesið hugsanir þeirra: -Nei, þið verðið að bíða til morguns. — Hvar er húsbóndinn, spurði Unski. — Hannsefuruppiálofti. Þeirvoru á sjó í nótt og fara aftur í kvöld. Nú eru þeir búnir að fá sér nýjan bát, svo það er mikið kapp í þeim að róa, svaraði Sirrku. Afi talaði um að það væri langt síð- an þau hefðu fengið heimsókn frá Finnlandi. Hann hafði saknað þess og svo fór hann að segja þeim frá hvernig það hefði verið að stunda sjó- inn í gamla daga. Það voru ekki eins fín tæki í þá daga og ekkert sem hét veðurspá. Meðan ísak gamli sagði frá kom stæðilegur karlmaður inn í stofuna. Hann hélt litlu útvarpsviðtæki við ann- að eyrað. Hér var húsbóndinn sjálfur kominn. — Það spáir ekki sérlega góðu veðri. Það sér nú hver maður, svaraði ísak og hló. — Tryggvi, komdu nú og heilsaðu gestunum okkar, sagði Sirrku. Þetta er alveg dæmigert! Hann tekur ekki eftir því að húsið er fullt af gestum. — Jæja já, eru Unski og strákarnir komnir til að fara á sjóinn? Kannski þið viljið koma með í nótt, spurði Tryggvi. — Það vildi ég gjarnan, svaraði Unski. — Jamm, við kíkjum fyrst á veðrið. Það er spáð austanátt og hún er ekk- ert uppáhald hér um slóðir. Koma strákarnir með? — Örugglega, hrópaði Pétur og hinir strákarnir kinnkuðu kolli því til staðfestingar. — Ég vona að þið séuð sjóhraust- ir, sagði Tryggvi. Þið verðið ræstir um þrjúleitið í nótt. 4.kafli Út á íshafið Það var óvanalegt fyrir strákana að þurfa að skríða fram úr hlýju og nota- legu rúminu um miðja nótt. Úti var enn svartamyrkur og það blés hressilega. — Þetta verður eins og spáin sagði, en ég held samt að við kíkjum á hann, sagði Tryggvi lágmæltur. Þeir sem vilja geta verið eftir heima. Raunar vildi enginn þeirra fara á sjó í þessu veðri, en það þorði ekki nokk- ur maður að viðurkenna. Unski var þegar byrjaður að klæða sig. — Auðvitað förum við með! sagði hann. Strákarnir dormuðu í rúmunum smá stund til viðbótar. Það hefði verið svo notalegt að sofna aftur og sofa lengi, lengi... Pétur stjakaði við þeim og þeir fóru á fætur. — Komið strákar! Innan stundar var allur hópurinn kominn á ról og á leið um borð í bátinn. Eftir því sem strákarnir gengu lengur, vöknuðu þeir betur og eftirvænt- ingin varð sífellt meiri. Þegar þeir komu niður á bryggju blés ískaldur vind- urinn beint af hafinu framan í þá. Allir voru vel klæddir og í vatnsþéttum hlífðargöllum yst fata. — Þetta er nú aldeilis bátur, sagði Unski með aðdáun. — Já, hann heitir eftir honum pabba, „Egill“. Hann var sjóhundur. Hoppið um borð, svo við komumst einhvern tíma af stað. Félagi Tryggva stóð við stýrið. Niðri í lúkar sat annar háseti og heilsaði með því að veifa. „Egill“ seig frá bryggjunni og sigldi hægt hjá bátunum sem bundnir voru við bryggjuna. Svo var stefnan tekin út á opið hafið. Um leið og komið var út fyrir hafnar- garðinn fór báturinn að taka stórar dýfur. Það var mikil alda. Þetta var allt annað en stöðuvötnin, sem strákarnir voru vanir. Þegar nær dró Vaðsey fór að birta af degi. Eitt af öðru komu íbúðarhúsin í Ijós. — Sjáið þarna, kallaði Saku. -Hvað er þetta? Hann benti á húsa- Framhald á bls. 23

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.