19. júní


19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 5
Bréf til Vcdísar Það var vormorgunn. ÍJti á hlaðinu á Litlu- Strönd stóð Rauður gamli (sbr. Dumbsminni) og beið átekta. Húsbóndinn var að leggja á hann hnakk og spenna beltisgjörðina, en lítil telpuhnyðra var á vappi í kring. Skyndilega stanzaði hún, teygði barnshandleggina um háls hestinum og horfðist síðan góða stund í augu við þennan trygga vin sinn. „Pabbi, það er ekki satt, dýrin hafa víst sál. Sérðu bara augun í honum Rauð.“ Það brá fyrir bliki í augum fjallabóndans, hann strauk hendinni um ljósan telpukollinn og sagði stillilega: „Finnst þér það líka?“ Þessi athurður, sem gerðist fyrir meir en hálfri öld, rifjaðist upp fyrir frú Védísi .Tónsdóttur, þegar henni varð hugsað til bernsku sinnar, en faðir henn- ar var Jón Stefánsson, skáld á Litlu-Strönd, öðru nafni Þorgils gjallandi (1851—1915). Þetta smáatvik sýnir glögglega, hve snemma hið nána samband hófst, sem ríkti meðal þeirra feðgina alla ævi. % sem þetta rita, hafði áður lesið margt um og eftir Þorgils gjallanda, vitað, að með beztu sög- um sínum markar hann brautryðjandaspor í is- lenzkri bókmenntasögu, en þegar ég hafði spjall- að við frú Védísi, heyrt hana segja frá föður sín- um, lesið og hugleitt öll bréfin, sem hún lánaði mér, fannst mér ég fyrst hafa kynnzt heimilisföð- urnum og bóndanum á Litlu-Strönd. Bréfin, sem frú Védís á frá föður sínum, eru alls 23 auk smámiða án dagsetningar, sem varla getur talizt annað en kveðja, en er um margt merkileg- ur, og verður vikið að honum síðar. Bréfin eru rituð á árunum 1901—1915. Frá fyrsta árinu hef- ur aðeins varðveitzt eitt bréf, en veturinn 1903— 1904 er frú Védís við nám á Kvennaskólanum á Blönduósi, og þann vetur fær hún flest bréfin eða alls átta. Fjögur bréfanna eru rituð sumarið 1909, en þá dvaldist frú Védís sumarlangt í Kaupmanna- höfn. Eitt bréfanna er ritað hvítasunnumorguninn 1911, en þá var Védís á kennaranámskeiði fyrir sunnan. Næstu tvö árin berast henni sex bréf, fyrra árið er hún í Noregi, hið síðara við kennslu í Þingeyjarsýslu. Loks eru tvö bréfanna rituð í 19. JÚNÍ byrjun árs 1914, en síðasta bréfið, sem er ritað 13. júní 1915, berst frú Védísi eigi í hendur fyrr en eftir lát föður síns. Mörg bréfanna eru skrifuð á þéttstrikaðar smá- arkir, jafnstórar. Áferðin er falleg, óviða párað yfir orð né orðum bætt inn í, höndin mjúk og læsileg. Síðasta bréfið ritar Jón Stefánsson 64 ára að aldri, en með árunum leggur hann meiri og meiri rækt við skriftina, eins og hann vilji halda sem lengst því orði, sem af honum fór, að hann væri lista- skrifari. Þótt bréfin séu um margt lík að ytra útliti, er efni þeirra mjög margbreytilegt. Virðist stundum sem bréfritarinn reyni að snið- ganga hið hefðbundna, kreddufasta form, er venju- lega fylgir bréfaskriftum, sami uppreisnarandinn gegn hvers konar þvingun geri vart við sig og í rit- um hans, t. d. eru lokaorð allra bréfanna mjög ólík, jafnvel kveðjuorðin aldrei hin sömu, en niðurlag tveggja bréfanna hefur glatazt. Hvítasunnubréfið (1911) endar á þessum orðum: „Gleðilega hátíð, dóttir góð — nú er hvítasunnumorgunn, og sól skín um sali og á gráhærða höfuð pabba þíns — Jóns Stefánssonar". Undir lokin man hann eftir að bjóða dóttur sinni gleðilega hátíð, hinar þéttskrifuðu síð- ur á undan fjalla nær eingöngu um skáldskap. Fyrsta bréfið, sem hann skrifar henni, endar á þessum orðum: „Ég er pabbi þinn ástkæra barn, og föðurhjarta slær þó einnig i brjósti harðlynda karls- ins, sem heitir Jón Stefánsson.“ Og víðar fer hann í eins konar orðaleik með nafnið sitt, sem hann ritar ávallt fullum stöfum undir bréfin til dóttur sinnar. Næstsíðasta bréfið endar svona: „Hittumst heil og umfram allt, að þi\ með ung augun hafir betri sólarsýn en karlinn — Jón Stefánsson.“ Þessi sýnishorn bera með sér, hve lokaorð bréfanna eru ólík, þó að einu fái höfundurinn aldrei breytt: í upphafi stendur alltaf sama staðarnafnið, öll eru þau skrifuð á Litlu-Strönd. Áður en haldið er áfram með beinar tilvitnanir í bréfin, skal hér tekið lítið dæmi, sem sýnir hið einkennilega samband, sem skapast milli þeirra feðgina í bréfaskriftunum. Orð hefur legið á, að 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.