19. júní


19. júní - 19.06.1958, Page 8

19. júní - 19.06.1958, Page 8
Stefánssonar eru bréfin mikilvæg heimild. Kveðst hann hafa verið kominn af æskuárum, þegar hann breytti trúarskoðunum sínum, en þeim mönnum sé oft seinsnúinn hugur til baka (1913). En þegar barnstrúin reyndist honum ekki nægjanleg, fór hann ekki hina einföldu leið að látast trúa, slikt óhreinlyndi var honum óeiginlegt, og svo trúhneigð- ur var hann í eðli sínu, að honum gat ekki staðið á sama. I trúarhita hans er líka fólginn ofsi þess manns, sem hefur verið á rangri leið, en horfið að hinni einu réttu. Himinn hans var þessa heims, hér átti að búa mönnum sæluvist, betra og frjálsara líf með sannleikann að leiðarljósi. Og eins og áður, varð að ryðja öllum hindrunum úr vegi, allt varð að vikja, sem var andstætt því, að sæluvistin yrði veraldleg. Þótt hann lenti hér í andstöðu við þá, sem honum þótti vænst um, varð hann hér sem annars staðar að fylgja sannfæringu sinni. Eink- um voru það prestarnir, sem hann réðst á, taldi þá hafa brugðizt skyldu sinni, boða mönnum úreltar kenningar, sem þeir tryðu ekki sjálfir. Gamla bók- stafstrúin var ein af hindrununum, sjálfur kveðst hann heldur vilja sitja til borðs með „blessuðum ómenntuðu hrottunum í Valhöll en Jakobi og strákaskröttunum hans“ (1904). Það var því engin furða, þótt styr stæði um slíkan mann —- fáum kom til hugar, að snörpustu ádeilurnar voru sprottnar af mestri umbótaviðleitni og að öfgamaðurinn hafði gefið öðrum meiri hlut- deild í hjarta sínu en honum var sjálfum hollt. En með árunum lægði öldurnar, bardagamaður- inn var hættur að standa í fremstu víglínu, þótt hann slíðraði aldrei sverðið — og á vissan hátt höfðu hugsjónirnar sigrað. Hann brýnir fyrir dótt- ur sinni, að í öllum trúarfélögum geti fundizt góð- ir menn. „Mundu dæmin Áskels, Ingimundar, Þor- kels mána, Síðu-Halls og Gests spaka . . . Frjáls- lyndi, mannást, umburðarlyndi og sannsýni, það ræður mestu og prýðir bezt“ (1913). Síðla kvölds barst eitt sinn bréf frá Védísi heim að Litlu-Strönd. Þegar faðir hennar hafði lesið það, var honum mikið niðri fyrir, hann varð að koma aðvörunarorðum til dóttur sinnar, hún varð að sýna meira umburðarlyndi en hann. Enginn tími vannst til bréfaskrifta, pósturinn á förum, svo að hann hripar um hæl fáeinar línur á smámiða, án staðsetningar, án ártals, sem gleymdist annars aldrei: „Bréf þitt kom í kveld, elsku Disa. Gleðilegt, að þér líður vel. — Hægt og haegt með trúarhitann, 6 blessuð mín. Ekkert ofstæki. Varastu það. Vertu góð, þá er guð með þér; göfgið í sjálfri þér er guð. Alla tima blessuð og sæl góða, góða Dísa.“ 1 algleymi augnabliksins vitjar skáldið æsku sinnar, leitar uppruna síns, án þess að um nein trúarhvörf sé að ræða, og án þess að afneita hug- sjón sinni sameinar hann hinar ólíku trúarskoðanir í æsku og elli með orðunum: Vertu góð, þá er guð með þér; göfgið i sjálfri þér er guð. Og bágt á ég með að trúa, að allir þeir, sem töl- uðu til hans svigurmæli, hafi gert einlægari og sannari trúarjátningu. Bréfunum til Dísu er það sameiginlegt öðrum bréfum, að lesandanum hættir til að vanmeta gildi þeirra. Mörg atriðanna eru svo ótrúlega smávægi- leg, að i fljótu bragði virðist sem um engan fróð- leik sé að ræða. En þau eru jafnframt svo sönn í látleysi sínu, svo sterk í einefldni sinni, að þau gefa furðu glögga mynd af mannlifinu innan síns þrönga sviðs og veita um leið þann fróðleik, sem sendibréf ein geta veitt. En bréfin til Dísu eru líka óvanaleg um margt. Þau eru dagbók bóndans á Litlu-Strönd, hugsan- ir, sem hann þarf að losna við í einverunni. Þau eru að því leyti mikilvæg heimild, að þar er öll- um hömlum rutt úr vegi, allri sýndarmennsku sleppt — alls staðar má heyra æðasláttinn undir. Þó er ótalið atriðið, sem gerir bréfin til Dísu óvaanlegust og sérstæðust, og það er, hvernig faðir ritar dóttur sinni: allur aldursmunur hverfur, þau hætta að vera feðgin, skáldið talar við jafnoka sinn. 1 einu bréfinu til Dísu finnur hann, hvað dóttur sinni hljóti að þykja þetta undarlegt. „Á pappírn- um er pabbi beztur. Þetta mun þér detta í hug, Dísa mín, og er það eigi undarlegt" (1911). I öllum þessum sundurleitu bréfum speglast á vissan hátt skapgerð skrifarans, og eftir lesturinn fannst mér ég þekkja bóndann á Litlu-Strönd. Á vegi mínum hafði orðið afskekkti fjallabónd- inn, sem varð að láta sér nægja að biðja dóttur sina að „anda hlýrri kveðju til kleifanna í Geir- þjófsfirði“, hugsuðurinn vökuli, sem veitti hingað nýjum menningarstraumum, tilfinningamaðurinn raunsæi, sem sá galla sína og samtíðar sinnar bet- ur öðrum, öldungurinn, sem eltist án þess að verða gamall. Er þér, lesandi góður, ekki líkt farið og mér, að það hvarfli að þér, að Jón Stefánsson sé jafnvel meiri en Þorgils gjallandi? GuSrún P. Helgadóttir. 1 9. JCNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.