19. júní


19. júní - 19.06.1958, Side 9

19. júní - 19.06.1958, Side 9
•liiliana Sveinsdnttir. Forsíðumyndin er myndform úr vefnaði Júlíönu Sveinsdóttur listmálara. Hún er fædd í Vestmanna- eyjum 30. júlí 1889. Foreldrar hennar voru Guð- rún Runólfsdóttir og Sveinn Jónsson trésmíða- meistari. Árið 1909 fór Júlíana til náms til Kaupmanna- hafnar og lauk námi við listaháskóLann þar. Hún tók þátt í fyrstu samsýningu, er íslenzkir málarar héldu í Reykjavík árið 1919. Síðan hefur hún bæði haldið sjálfstæðar sýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum íslenzkra málara bæði í höfuðborgum Norðurlanda og í Belgíu. Hún nýtur mikils álits i Danmörku, en þar hef- ir hún dvalizt mestan hluta ævi sinnar og var níu ár í dómnefnd Charlottenborgarsýningarinnar og á nú síðustu árin sæti í Akademíuráðinu, sem skipað er 12 málurum, 12 myndhöggvurum og 12 arkitektum. Árið 1946 voru henni veitt Tagea Brandts heiðursverðlaunin, sem er einn mesti sómi, er konum hlotnast í Danmörku. Einnig hefur hún hlotið heiðurspening Eckersbergs. Júlíana hefur fengizt við fleira en málaralist. Hún varð fyrst allra íslenzkra listamanna til að fást við mosaik og freskómálningu. Einnig lærði hún myndvefnað hjá Astrid Holm á listaháskólanum i Kaupmannahöfn og hefur frá árinu 1921 að telja fengizt mikið við alls konar 19. JÚN f vefnað. Er óhætt að fullyrða, að fáum hafi tekizt betur en Júlíönu að láta beztu einkenni íslenzku ulLarinnar njóta sín. f vefnaði hennar, svo sem veggteppum, hnýttum gólfteppum o. fl., kemur fram hinn næmi litasmekkur listakonunnar. í septembermánuði siðastliðnum heiðraði Menntamálaráð Júlíönu fyrsta allra íslenzkra lista- kvenna með því að bjóða henni að halda sýningu á verkum sínum: málverkum, mosaik og listvefn- aði í Listasafni ríkisins. íslenzka ríkið, Statens Museum for kunst, Ny Carlsbergfondet og fleiri söfn hafa keypt málverk og vefnað eftir Júlíönu. Listgagnrýnandi við eitt af stórblöðum Kaup- mannahafnar, Pierre Lubecker, ritar árið 1951 um málverk Júlíönu á Charlottenborgarsýningunni. Telur hann, að landslagsmyndir Júlíönu Sveins- dóttur veki áhuga sýningargesta í Charlottenborg fremur öðru þetta árið. Þær beri vitni um sjálf- stæða skynjun, sem er tjáð á þann hátt, að hún gefur glögga hugmynd um hennar eigin persónu- leika. Hún hafi boðskap að flytja, sem henni tak- ist .að veita öðrum hlutdeild í, af þvi að hún hopi aldrei frá kröfunni að leita sannleikans í list sinni. Hún sæki fyrirmyndir sínar til hinnar stórbrotnu íslenzku náttúru, sem hafi mörg ár töfrað hana, og í þeim felist sama tilfinningin fyrir vanmætti mannsins gagnvart náttúruöflunum og smæð hans gagnvart hrikaleik öræfanna sem áður fyrr, en nú sé bjartara yfir litavali hennar. S. J. M. BROS ÞITT Eins og sólfagur sunnudagur þokar þrekleysi af þreyttum herSum, svo er mér bros þitt, barniS góSa, nýtt hvern nýjan dag. Eins og hljöS haustlóa hafþreytt skimar eftir tátyllu, svo þrái ég bros þitt, barniS góSa, nýtt hvern nýjan dag. Eins og dögg veitir döpru blómi angan, líf og liti, gef þú mér bros þitt, barniS góSa, nýtt hvern nýjan dag. Hólmfríður Jónsdóttir. 7

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.