19. júní


19. júní - 19.06.1958, Page 11

19. júní - 19.06.1958, Page 11
rétti við karlmenn samkvæmt tímans vaxandi menningar- og frelsiskröfum. Undir þessa áskorun skrifuðu 3500 konur. Á Þingvallafundi 1895 er samþykkt samhljóða svohljóðandi tillaga, sem Indriði Einarsson flytur: Fundurinn skorar á alþingi, að það með lög- um, sem fyrst að unnt er, veiti konum algjört sömu réttindi sem körlum. Árin 1895 og 1897 er frumvarpið um kjörgengi kvenna enn samþykkt, en fær hvorugt árið stað- festingu. Sú tregða mun hafa stafað af því, að konur í Danmörku höfðu ekki þessi réttindi, og voru Danir tregir til þess að veita konum á íslandi þann rétt, sem konur í heimalandinu höfðu ekki. Árin 1899 og 1901 er frumvarpið samþykkt í neðri deild, en fellt í efri deild með eins atkvæðis niun bæði árin. En loks 1902 er það samþykkt og fær þá staðfestingu. Ekki her mikið á, að konur noti sér kjörgengis- réttinn, þegar hann er loksins fenginn, og fáar kusu. Árið 1905 birtist grein í Kvennablaðinu, sem nefnist Kjörgengisréttur kvenna. Þar er átalið, að konur þær, sem kjörgengi hafi, noti sér ekki þann rétt, og er sagt, að hvergi á landinu liafi kona komizt í neina af þeim stjórnum, sem þær hafi kjörgengi í. Lögin um aukinn kosningarétt kvenna í Reykja- vík voru samþykkt á alþingi 1907 og skyldu ganga í gildi um næstu áramót. En í janúar 1908 skyldi kosið í bæjarstjórn. Kvenréttindafélagið er þá á fyrsta ári, stofnað 27. janúar 1907. Það hefur for- göngu um að bjóða kvenfélögunum í bænum sam- vinnu um kosningu kvenna í bæjarstjórnina, og urðu það að lokum sex félög, sem tóku sig saman. Iðnaðarmenn buðu konunum samvinnu, og var um skeið unnið að því að koma saman lista í sam- vinnu við þá. En það samstarf gekk ekki vel. Kon- urnar gátu að vísu komið nöfnum kvenna á lista, en í sæti, sem þær töldu vonlaus. Að lokum varð konunum ljóst, að karlmennirnir voru aðeins að sækjast eftir atkvæðum kvenna, en voru tregari til að veita þeim brautargengi. Og fjórða dag jan- úarmánaðar slitnaði alveg upp úr samvinnunni. Nú hefði mátt húast við, að í óefni væri komið, þar sem framboðslistar áttu að vera komnir fram 16. janúar. En konurnar í Reykjavík í þá daga létu ekki að sér hæða. Þær komu saman lista með nöfnum fjögurra kvenna og höfðu hann tilbúinn á réttum tíma. Konurnar, sem voru á listanum, voru þessar: 19. JÚNl Þórunn Jónasen, Katrín Magnússon, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir. Konurnar skiptu bænum i níu hverfi, og voru þrjár konur valdar til þess að húsvitja í hverju hverfi og tala við konurnar í hverri íbúð. Þrjár slíkar húsvitjunarferðir voru farnar. Ennfremur héldu konurnar þrjá fundi, og fjölmenntu konur á þá, svo að húsfyllir var, jafnvel þótt foraðsveður væri, þegar einn þeirra var haldinn. Þann 24. janúar fór kosningin fram. Kosið var í bamaskólanum í miðbænum. Stranglega var bann- að að hafa kosningaáróður í frammi á kjörstað. Konurnar þóttust vera mjög löghlýðnar, en samt voru ýmsar þeirra á ferli í skólagöngunum og veittu „saklausar“ upplýsingar og leiðheiningar. Og duglegar konur gengu um bæinn til þess að minna hina nýju kjósendur á skyldu sína. Erfiði og dugnaður þessara sporgöngumanna kvenréttindabaráttunnar var ekki unninn fyrir gýg. Þær unnu glæsilegan sigur og komu öllum konum á listanum að. Og 26. janúar 1958 er enn kosið í kaupstaðnum Reykjavík, og tvær komast í bæjarstjórn. Myndu konur þær, sem fögnuðu sigri 1908, hafa trúað því, að sú yrði raunin eftir 50 ár? Valborg Bentsdóttir. 9

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.