19. júní


19. júní - 19.06.1958, Page 13

19. júní - 19.06.1958, Page 13
<----- „Glerdýrin“. Helga Valtýsdóttir (Amanda), Kristín Anna Þórarinsdóttir (Lára). Frú Helga Valtýsdóttir leikkona er i hópi þeirra listakvenna okkar, sem hafa valið sér hið tvíþætta hlutverk að þjóna listagyðjunni Thalíu auk hinn- ar sjálfsögðu skyldu eiginkonunnar: að annast heimili og uppeldi barna sinna. Ég vatt mér því einn daginn á hennar fund til þess að heyra, hvern- ig henni tækist að samrýma þessi tvö hlutverk. -— Beindist hugur yðar ekki snemma að leik- listinni? — Jú, annars hefur mér fundizt eins og það sé eitt af því, sem börn hafi gaman af á vissum aldri. Við krakkarnir á Laufásveginum réðumst t. d. í það árið 1935 að æfa leikritið Álfafell eftir Óskar Kjart- ansson. Fyrst lékum við það í vinnustofu móður minnar, Kristínar Jónsdóttur, og síðan í Iðnó til ágóða fyrir Vetrarhjálpina. Ágóðinn af sýning- unni varð eitt þúsund krónur. Það fannst okkur mikið. — Svo að þér lékuð í Iðnó fyrst, þegar þér vor- uð 12 ára. Hvenær fenguð þér næst tækifæri til þess að fara með hlutverk? — Um það bil fimm árum síðar, þegar ég var í Menntaskólanum, fór ég í tíma í framsögn og leiklist hjá frú Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu. Á þeim árum var enginn leikskóli starfandi hér. Ár- ið 1940 fór ég með hlutverk Kittýjar í „Frænku Charleys“ í Menntaskólaleiknum, og hjá frú Soffíu æfði ég hlutverk Elízu í Pygmalion eftir Shaw. Hún hafði mikinn áhuga á að koma því leikriti á svið, því að þar gæfist óvenjulegt tækifæri til þess að sýna, hve íslenzkunni er oft misþyrmt. Leik- ritið var þó í þetta skipti aðeins flutt í útvarp. — Fannst yður ekki eftir leikinn í þessu hlut- 1 9. JtJNÍ verki, að þér yrðuð að halda áfram á leikbrautinni og gera leiklistina að ævistarfi? — Ja, það má segja, — mig langaði að halda áfram að leika, þótt forlögin höguðu því þannig, að ég lagði allan leik á hilluna í tíu ár. Ég giftist og fór með manni mínum til Ameríku og Svíþjóð- ar, þar sem hann stundaði nám. Á þessum árum eignuðumst við 4 börn. Það væri rangt að segja, að ég hafi fórnað mér, þvi að ég hugsaði um börn- in heimilið og annað komst ekki að. — Þér hafið auðvitað lesið mikið af leikbók- menntum og séð mörg leikrit á þessum árum? — Nei, það var svo skrítið, að það var eins og ég vildi helzt komast hjá því að láta það eftir mér. — Hvað varð þá til þess, að áhugi yðar á leik- listinni vaknaði aftur? — Það má ef til vill rekja það til þeirra straum- livarfa, sem urðu hér í leikhúsmálum á þessum árum, að áhugi minn fór vaxandi og ég fór að velta því fyrir mér, hvort ég gæti sinnt þessu hugðar- efni, án þess að börnin og heimilið þyrftu að gjalda þess. En ég fann, að það var ekki nóg að fást við að leika — ég varð að læra meira. — Hvaða skoðun hafði eiginmaður yðar á því? — Hann tók því strax vel og hefur ávallt sýnt umburðarlyndi og skilning á starfi mínu. — I hvaða leikskóla fóruð þér þá? — Ég fór árið 1951 i leikskóla Lárusar Pálsson- ar og var þar tvö ár. Þriðja árið var ég í „Leik- hring Gunnars Hansens11. — Hvernig hófst hinn raunverulegi leikferill? — Eftir þetta fór ég með smáhlutverk í Iðnó, meðal annars í „Frænku Charleys“ árið 1954. Eftir að ég hafði leikið það hlutverk 50—60 sinnum, var mér boðið fyrsta hlutverkið hjá Þjóðleikhúsinu, en það var í leiknum „Ætlar konan að deyja“ eftir Christopher Frey undir leikstjóm Baldvins Hall- dórssonar. — Hvernig fannst yður það hlutverk? — Skemmtilegt, verulega skemmtiletg. — Eftir þetta hafið þér fengið hvert hlutverkið á fætur öðru, er það ekki? — Vorið eftir lék ég með í leikflokki Gunnars Hansens í Austurbæjarbíói í leikriti, sem npfndist „Lykill að leyndarmáli“ eftir Frederick Knott. Um haustið fór ég með aðalhlutverkið í leik, sem nefnd- ist „Djúpið blátt“ eftir Terence Rattigan og sýnd- ur var í Þjóðleikhúsinu. — Hafið þér ekki einnig fengið mörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur? 11

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.