19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 13

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 13
<----- „Glerdýrin“. Helga Valtýsdóttir (Amanda), Kristín Anna Þórarinsdóttir (Lára). Frú Helga Valtýsdóttir leikkona er i hópi þeirra listakvenna okkar, sem hafa valið sér hið tvíþætta hlutverk að þjóna listagyðjunni Thalíu auk hinn- ar sjálfsögðu skyldu eiginkonunnar: að annast heimili og uppeldi barna sinna. Ég vatt mér því einn daginn á hennar fund til þess að heyra, hvern- ig henni tækist að samrýma þessi tvö hlutverk. -— Beindist hugur yðar ekki snemma að leik- listinni? — Jú, annars hefur mér fundizt eins og það sé eitt af því, sem börn hafi gaman af á vissum aldri. Við krakkarnir á Laufásveginum réðumst t. d. í það árið 1935 að æfa leikritið Álfafell eftir Óskar Kjart- ansson. Fyrst lékum við það í vinnustofu móður minnar, Kristínar Jónsdóttur, og síðan í Iðnó til ágóða fyrir Vetrarhjálpina. Ágóðinn af sýning- unni varð eitt þúsund krónur. Það fannst okkur mikið. — Svo að þér lékuð í Iðnó fyrst, þegar þér vor- uð 12 ára. Hvenær fenguð þér næst tækifæri til þess að fara með hlutverk? — Um það bil fimm árum síðar, þegar ég var í Menntaskólanum, fór ég í tíma í framsögn og leiklist hjá frú Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu. Á þeim árum var enginn leikskóli starfandi hér. Ár- ið 1940 fór ég með hlutverk Kittýjar í „Frænku Charleys“ í Menntaskólaleiknum, og hjá frú Soffíu æfði ég hlutverk Elízu í Pygmalion eftir Shaw. Hún hafði mikinn áhuga á að koma því leikriti á svið, því að þar gæfist óvenjulegt tækifæri til þess að sýna, hve íslenzkunni er oft misþyrmt. Leik- ritið var þó í þetta skipti aðeins flutt í útvarp. — Fannst yður ekki eftir leikinn í þessu hlut- 1 9. JtJNÍ verki, að þér yrðuð að halda áfram á leikbrautinni og gera leiklistina að ævistarfi? — Ja, það má segja, — mig langaði að halda áfram að leika, þótt forlögin höguðu því þannig, að ég lagði allan leik á hilluna í tíu ár. Ég giftist og fór með manni mínum til Ameríku og Svíþjóð- ar, þar sem hann stundaði nám. Á þessum árum eignuðumst við 4 börn. Það væri rangt að segja, að ég hafi fórnað mér, þvi að ég hugsaði um börn- in heimilið og annað komst ekki að. — Þér hafið auðvitað lesið mikið af leikbók- menntum og séð mörg leikrit á þessum árum? — Nei, það var svo skrítið, að það var eins og ég vildi helzt komast hjá því að láta það eftir mér. — Hvað varð þá til þess, að áhugi yðar á leik- listinni vaknaði aftur? — Það má ef til vill rekja það til þeirra straum- livarfa, sem urðu hér í leikhúsmálum á þessum árum, að áhugi minn fór vaxandi og ég fór að velta því fyrir mér, hvort ég gæti sinnt þessu hugðar- efni, án þess að börnin og heimilið þyrftu að gjalda þess. En ég fann, að það var ekki nóg að fást við að leika — ég varð að læra meira. — Hvaða skoðun hafði eiginmaður yðar á því? — Hann tók því strax vel og hefur ávallt sýnt umburðarlyndi og skilning á starfi mínu. — I hvaða leikskóla fóruð þér þá? — Ég fór árið 1951 i leikskóla Lárusar Pálsson- ar og var þar tvö ár. Þriðja árið var ég í „Leik- hring Gunnars Hansens11. — Hvernig hófst hinn raunverulegi leikferill? — Eftir þetta fór ég með smáhlutverk í Iðnó, meðal annars í „Frænku Charleys“ árið 1954. Eftir að ég hafði leikið það hlutverk 50—60 sinnum, var mér boðið fyrsta hlutverkið hjá Þjóðleikhúsinu, en það var í leiknum „Ætlar konan að deyja“ eftir Christopher Frey undir leikstjóm Baldvins Hall- dórssonar. — Hvernig fannst yður það hlutverk? — Skemmtilegt, verulega skemmtiletg. — Eftir þetta hafið þér fengið hvert hlutverkið á fætur öðru, er það ekki? — Vorið eftir lék ég með í leikflokki Gunnars Hansens í Austurbæjarbíói í leikriti, sem npfndist „Lykill að leyndarmáli“ eftir Frederick Knott. Um haustið fór ég með aðalhlutverkið í leik, sem nefnd- ist „Djúpið blátt“ eftir Terence Rattigan og sýnd- ur var í Þjóðleikhúsinu. — Hafið þér ekki einnig fengið mörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur? 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.