19. júní


19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 17
handa sérhverri góðri íslenzkri konu, heldr verð- um vér að hugsa um hvað vér eigum að taka í staðinn. Svarið liggr beint við: vér höfum glæsi- lega kvenn-þjóðbúninga, bæði frá fornöldinni og miðöldinni, og húfu búnínginn frá þessum tíma, og sýnist mér að faldbúníngrinn ætti að vera til hátíða og skrauts, en húfubúníngrinn er ekki vel fallinn til þess, og ætti hann því að vera hvers- dagsbúníngr;---------“ Víða í greininni kemur fram, hve Sigurði mál- ara er sérstaklega annt um, að faldbúningurinn verði almennt tekinn upp aftur. „Margir hafa á þessum tímum þær viðbárur með faldbúninginn, að hann sé of dýr, og vilja þess vegna hætta að bera hann. Þetta held eg sé öldúngis röng ástæða, því allir geta séð, hversu varanlegr hann er í sam- anburði við hinn búnínginn; hversu marga hatta og kjóla með dýrum böndum, sem litið halda, verða menn ekki að kaupa meðan einn faldbún- íngr heldr. Faldbúníngrinn hefir alltaf verð í sér, þótt hann sé gamall; silfrið getr gengið í erfðir, mann frá manni, og gildir alltaf það sem það vegr; en þegar hinn bútnngrinn er genginn úr gildi, þá er hann of kaldr og í alla staði óhaganlegr til slits upp til sveita, og kemr það af því, að hann er upp- runalega ætlaðr fólki, sem býr í öðru loptslagi; en ekki þarf að óttast, að faldbúningrinn breytist svo mjög á hverri stundu, að þær geti ekki þess vegna borið hann. Sumar konur finna það að faldinum, að hann sé óhaganlegr á höfði. Það er satt, að hann er ekki vel haganlegr eins og hann er nú orðinn, en ekki er með þessu sagt, að hann gæti ekki verið haganlegri. Fyrrum hefir hann án efa verið haganlegri, því þá var hann ekki svo liarðr og þúngr, eða eins mikið boginn aptr á bak, og þess vegna varð hann ekki eins riðamikill á höfðinu, og gat betr setið fastr. Eg fyrir mitt leyti álít, að þessi ákaflega beygíng á faldinum aptr á bak og fram á við, ætti ekki að vera svo mikil og ekki svo þunn, því þessi þunni leggr lítr ekki vel út frá hlið, og er líkastr öngli. Forni faldrinn var minna boginn, og ekki eins sléttr, og kann vera að mönnum mundi þykja þetta ljótara, en gætum að því, að vaninn getr blindað augun. Það er enginn efi á, að menn gæti búið faldinn þannig til, að það mætti setja hann á sig eins og aðra húfu eða höfuðlín, og það ætti menn að reyna.“ „Enginn efi er á því, að rétt væri að taka upp höfuðdúkinn gamla, og mundi hann mjög prýða m Ljósm.: Hjálmar Bárðarson. Hetnpa og reiðhöttur frá síÖari hluta 18. aldar. Skautbúning- ur frá fyrri hluta 19.aldar. Þá var breiSi faldurinn (spaSa- faldurinn) kominn í staS krákfaldsins. Samfelluna saumaSi Halldóra Skúladóttir fógeta seint á 18. öld. Búningar þessir eru geymdir i ÞjóSminjasafninu. faldinn, en ekki þyrfti hann að vera ofinn með gullgliti, eins og margir af hinum gömlu, en hann gæti verið þunnr eins og höfuðdúkar eru nú á dög- um.“ Sigurði finnst lýti á faldbúningnum, að faldur- inn skuli með öllu hylja hárið. „Eg skil ekki hvers- vegna þér ætið hylið hárið gjörsamlega, þegar þér berið fald; hárið er álitið eitthvað hið fegrsta á 19. JÚNl 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.