19. júní


19. júní - 19.06.1958, Síða 18

19. júní - 19.06.1958, Síða 18
konunni, en það er óþarfi fyrir mig að segja yðr þetta, þér vitið það sjálfar, og eg segi yðr satt, að hvorki Helga hin fagra, né Guðrún Ösvífrsdóttir huldu hárið, þegar þær báru fald; sá siðr er miklu ýngri, og mun ekki vera eldri en frá 12. eða 13. öld. Það heyrir til katólska andanum frá þeim tíma, en sá siðr er þó fyrir löngu lagðr niðr annarsstað- ar, nema hjá pápiskum nunnum. 1 þjóðverskum bókum segir, að kirkjustjórnendr frá þeim tima settu mönnum lög, hvernig þeir skyldi bera hár- ið, og hótuðu öllu illu, ef ekki væri hlýtt, og jafn- vel, að sá gamli óvinr mundi sjálfr koma og svíða það af þeim, ef menn vildi ekki sjálfir góðfúslega stytta það. Þeir álitu það vott guðræknis að hylja hárið, en óþarfi mun að halda þessum sið fram á Islandi, því ekki munu hinir íslenzku karlmenn- irnir lasta, þó þeir sæi litið af hárinu læðast fram undan faldinum; eg vona líka að íslenzku prest- arnir muni álíta að kirkjan og kristnin standist á Islandi, þó þessu væri breytt, en án efa mundi faldbúníngrinn fríðka við það ekki alllítið.“ Þá vill Sigurður láta konur taka aftur upp mött- ulinn foma sem yfirhöfn við íslenzka búninginn og segir: „ . . . þá mundi faldrinn heldr ekki lengr bera yðr ofrliða, en honum hættir alltaf við því, síðan möttullinn og höfuðdúkrinn var tekinn burt. Mött- ullinn þyrfti ekki að vera fóðraðr með dýrum hvít- um skinnum, því það var hann ekki vanalega, menn gæti haft hann einúngis úr góðu vaðmáli eða klæði, eins og siðr var í fomöld, og það er eng- inn efi á, að hann ætti betr við íslenzka búníng- inn en „sjölin", .... hann gæti verið í stað hemp- unnar, og yrði hann ekki dýrari þó hann væri talsvert skrautlegr.“ „Hempan getr verið mikið haganlegt skjólfat, og litr ekki illa út, ef hún væri nokkuð styttri en hún er vanalega, en til skarts getr hún aldrei verið, því hún er svo stirð í laginu, en möttullinn gæti verið það, því hann er liðlegr og fellr fagrlega. Meðan silfrspennurnar og flosið var á hempunni, var hún samt fegri en hún er nú á dögum, og ekki er að vita, hvað góðum hannirðakonum gæti enn tekizt að gjöra úr henni, ef þær legði sig til.“ „Svuntu er óþarfi að hafa við faldbúnínginn, því hún á þar ekki vel við. Á pilzinu ætti ekki að vera þessir mörgu borðar, sem ekki líta vel út, því bæði em þeir optast of margir og of þykkvir og hindra því pilzið í að falla liðlega, heldr ætti að sauma í fötin sjálf lilju eða laufaviðar bekk, hann mætti ekki vera of breiðr, því það yrði bæði dýr- ara og ljótara; en meira riðr á, að þessháttar rósir sé saumaðar með hagleik, en að þær sé margar. Sama er að segja um laufaviðar greinirnar á treyj- unni að framan, þær ætti að mínu áliti að vera saumaðar í klæðið sjálft, eða sem þynnstar, til þess að treyjan verði sem þynnst á brjóstinu, því að öðrum kosti verður hún óþæg og afmyndar vöxtinn. Um leggíngarnar á bakinu gjörir það minna til, því þar getr það ekki orðið óhollt þó þær væri þykkri. Það er furða, að sá ósiðr skuli hafa haldizt svo lengi við, að láta treyjuna skolla upp á herðum, og láta skína í upphlutinn fyrir neðan, því með þessu móti lítr treyjan út eins og hún sé af minni konu en þeirri sem ber hana, í stað þess að láta hana ná niðr undir beltið, sem er eðlilegast. Það litur út eins og það sé gjört í þeim tilgangi að sýna upphlutinn, því hann er optast glæsilegr, en hér á það ekki við; konur geta sýnt hann við önnur tækifæri, t. a. m. inni í hús- um, eða á sumrum, þegar þær þurfa ekki peisu eða treyju; þetta gjöra konur í Noregi, Svíþjóð, Spáni, ftalíu og Sveiz, og fyrirverða þær sig ekki að ganga svo léttklæddar. Allar þessar konur hafa nokkuð líka upphluti, en þó hinn íslenzki sé ein- hver hinn fegrsti þeirra, eru konur samt víða farn- ar að leggja hann niðr, og í stað hans er kominn ljótr leggíngalaus bolr, mylnulaus og eyðilegr.“ f fornöld þurftu konur ekki að hafa hálssilki, því þær báru ætíð möttul, og gátu sveipað honum um hálsinn ásamt með höfuðdúknum eptir vild, og eptir því hvernig veðrið var; síðan kom hvíti pípnakraginn, og þarnæst svarti kraginn. En þó nú þessi svarti kragi sé opt vel útsaumaðr, þá getr samt enginn neitað, að hann sé tilgangslaus, og ætti hann því með öllu að takast burt. Eg held, að lítill pípukragi, eða oddakragi hvítr, færi miklu betr, því hann litr vel út, og getr haft hinn sama tilgang og annað hálslín, að vemda hálsmálið á treyjunni og hálssilkið frá svita, og þá þyrfti háls- silkisins ekki við, fremr en vill, því það á aldrei vel við faldbúnínginn, af því að það er komið af allt annari rót. Þær sem ekki vildi eða gæti haft pípukragann, gæti látið treyjuna vera útsaumaða allt í kríng um hálsmálið, og gæti það verið eins og framhald af laufaviðnum, sem er að framan, og hygg eg það færi vel.“ Um kvensilfrið farast honum þannig orð: „Eg er sannfærðr um, að réttara væri að hafa linda- eða 16 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.