19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 23
krónur sænskar á ári, — en allt annað sér bygg-
ingarfyrirtækið um.
Mér finnst það mesta sleifarlag, að auðug bygg-
ingarfyrirtæki geti ekki alveg eins byggt smáíbúð-
arhverfi, þar sem þeir, sem svo kjósa, geta leigt
sér hús án þess að verða svefnlausir eða gráhærðir
eða hvort tveggja. Sannleikurinn er sá, að vegna
húsnæðiseklunnar er hvaða íbúð, sem er, jafnvel
þegin, — menn velja ekki lengur, heldur taka feg-
ins hendi því, sem að þeim er rétt á miðlunar-
skrifstofunni, þegar loksins er að þeim komið í
biðröðinni.
Þegar gera átti samanburð á, hvort húsmæðrum
með ung börn þætti þægilegra að búa í háum eða
lágum húsum, svöruðu flestar, er spurðar voru, af
sömu ástæðu, að reyndar væru 8—10 stiga hlaup
allerfið fyrir smábörnin (sem ekki mega nota lyft-
una einsömul) og samband milli móðurinnar við
heimilisstörfin í íbúðinni og barnsins að leik í sand-
kassanum alls ekkert, en samt væru þær ánægðar
með íbúðina sína og vildu alls ekki fíytja. Þótti
þar með nefnd þeirri, sem hafði málið með hönd-
um, það vísindalega sannað, að há og lág hús
væru jafnheppileg fyrir barnafjölskyldur, — hið
eina, sem nú væri á dagskrá, væri tækni- og kostn-
aðarhliðin.
Hið eina, sem mér fannst sannað, var, að sænsk-
ar konur eru kurteisar mjög, bljúgar og lítillátar.
Nú er ekki svo að skilja, að hægt sé að hreykja
upp kumböldum eftir geðþótta byggingarmei stara.
Nei, vilji hann eða fyrirtækið, sem oft er eign bæj-
anna, fá lánveitingu frá Bostadsstyrelsen, verður
að fara nákvæmlega eftir fyrirmælum þaðan, sér-
staklega hvað snertir stærð herbergjanna og rúm-
stæðanna í þeim, tölu fataklefa, þægindi í eldhúsi,
birtu í íbúðinni o. s. frv. Eru kröfumar allháar, en
réttmætar. Enginn veit fyrirfram, hver leigjand-
inn verður í íbúðinni, en margar af kröfum þeim,
sem Bostadsstyrelsen setur, eru þó miðaðar við það,
að barnafjölskylda eigi hægt með að notfæra sér
íbúðina, t. d. að svigrúm sé fyrir borðkrók í eld-
húsinu, að hægt sé að nota herbergin sem svefn-
eða leikherbergi og ekki einungis sem stássstofur,
að rúm sé fyrir bamavagna í kjallara o. s. frv.
Ný sparnaðartillaga hefur komið fram, hið svo-
nefnda „vátelement“, sem er að eldhús, baðher-
bergi og svalir séu í samhengi, svo að leiðslur
verði ódýrari og smábarnaþvotturinn auðveldari.
önnur tillaga er að hafa upphitaðan fataklefa
við forstofu, svo að léttara sé að þurrka yfirhafnir
1 9. J tJN f
á veturna. Einnig er í ráði, að leigjendur fái sjálf-
ir að ráða herbergjafjölda í íbúðinni með því að
flytja létta milliveggi eftir þörfum og stærð fjöl-
skyldunnar.
Og svona mætti lengi telja.
En ekki má gleyma voldugum aðilja, sem er
„Stadsplanekontor“ hvers bæjar, sem gerir fram-
tíðaráætlun og skipulagsuppdrátt fyrir ný hverfi.
Ég hef nýlega farið á fund skipulagsstjóra hér
í Stokkhólmi og fengið að sjá marga og fagurlit-
aða uppdrætti yfir ný hverfi í nágrenni borgar-
innar og undir liennar hlífiskildi.
Markmiðið virðist vera að gera göturnar sem
hættuminnstar, þar sem greinarmunur er gerður
á aðalvegi, bústaðavegi, gangvegi o. s. frv., og er
sérstaklega reynt að fá gangvegi án bílaumferðar
fyrir börn á leið í skólann.
Áherzla er lögð á, að aðlaðandi og fjölbreytileg
miðstöð skapist í hverfunum, með verzlunum,
kvikmyndahúsum, bókasöfnum og skrifstofuhúsum
og fleiri stórhýsum, að ógleymdum bilastæðum,
sem mikil þörf virðist fyrir.
Reynt er að hafa grasvelli kringum ibúðarhúsin
og að auðvelt sé að komast þaðan út í óbreytta
náttúruna.
Oft er deilt um, hvort betra sé að reisa lágar,
dreifðar byggingar eða þéttbýli með háum húsum,
með stærra svæði til leiks eða hvíldar.
En var ég ekki að tala um þetta áðan? —
Það er nótt, — ég er hætt----------
Halldóra Briem.
21