19. júní


19. júní - 19.06.1958, Side 27

19. júní - 19.06.1958, Side 27
hið bráðasta — og þú verður að reyna að kom- ast í sjúkrasamlagið. Þú verður kannski sloppin í það, þegar — hm — bamið fæðist. Hvað — hm — ertu komin langt? — Þrjá mánuði, eitthvað á fjórða. — No, það er þá tæplega, — varla. En þú verð- ur að komast í sjúkrasamlagið samt. Svo þarftu að fara í skoðun á Stöðinni og fleira. Það kostar ekki neitt. Sérfræðingurinn greip eyðublað og fyllti í eyð- urnar reiprennandi. Nú varð þetta blað öðruvísi en öll hin. Það komst hreyfing á allan bunkann og skipulagið á skrifborðinu leið undir lok á auga- bragði. — Þú þarft að fá sprautur — vitamínspraut- ur meina ég -—■ og vera reglusöm og reyna að reykja minna. — Ég er nú að reyna það. En þegar maður er svangur . . . — Já, þú verður að borða allar máltíðir — ab- sólútt! Sérfræðingurinn stóð nú upp, hressilegur í bragði og stjórnsamur. Hann rétti henni blaðið með glæsi- legri handsveiflu. — Jæja. Þetta lagast allt. Við verðum að vona það bezta og gera það bezta úr öllu og hafa kar- akter. Það er skylda okkar við þjóðfélagið. Absó- lútt. Þú þarft að tala við þá hjá Bænum og vita, hvort þeir fást ekki til að gera við kyndinguna hjá þér. Kannski mála þeir líka. Reyndu að fá þá til þess. Svo sparar þú eins og þú getur, kaupir eng- an óþarfa, ekkert stázz á krakkann. Það er nú fyrir mestu, að hann verði frískur. — Já. Ég geri — við gerum það. Atiss! Sérfræðingurinn lauk upp skrifstofuhurðinni. Hann klappaði stúlkunni á öxlina, um leið og hún smaug út fram hjá honum. — Þú segir, að hann sé góður. Þið eruð þá tvö og hjálpið hvort öðru. Það er náttúrlega mikil- vægt að hafa karakter . . . en það er kannski fyrir mestu að vera góður. * * * Stúlkan var búin að bíða á bæjarskrifstofunum og búin að standa frammi fyrir Ólafi og Sveini. Þeir höfðu báðir brosað og verið ljúfmannlegir og viðræðugóðir, og Ólafur hafði sagt: — Já já, mjög bráðlega, mjög bráðlega, og Sveinn var hressileg- ur og sagði: Já já, alveg sjálfsagt, alveg sjálfsagt, og hann hafði skrifað á miða, sem hann fékk henni. 1 9. J tJ N 1 Hún var líka búin að standa fyrir framan gler- ið og konuna fyrir innan það, sem passaði alla pen- ingana. Þar hafði hún fengið skipt á miðanum frá Sveini og stórum peningaseðli. Hann var stíf- ur og mógulur, en nú var hún búin að skipta hon- um í marga minni seðla, bláa, rauða og græna. Og þeir seðlar voru komnir hingað og þangað. Nokkrir höfðu farið til konunnar í búðinni, þar sem fuglinn er. Það er stór fugl og gáfulegur með stórt, rautt nef og háa, rauða fætur. Það er eins og hann viti eitthvað, búi jafnvel yfir mikilvægu leyndarmáli, en hann er samanbitinn og staðráð- inn í að þegja. Svoleiðis er sá fugl. Nokkrir höfðu farið í blómabúðina við hliðina á Gosa. Það er eitthvað við þá búð. Blóm verða svo einstaklega falleg, þegar ekkert fallegt er í kringum þau. Þar inni er stundum hægt að fá ódýr blóm, og þar verður maður ekkert feiminn, þó maður sé dálítið tötralega til fara. Það er góð búð. Nokkrir höfðu farið í Fatabúðina. Þar var svo fallegur sloppur í glugganum. Hann var reyndar bara úr sirsi, en ósköp fallegur, ljós og glaður í litum. Hún stóðst ekki freistinguna. Nokkrir höfðu farið í Clausensbúð. Jafnvel mað- ur, sem er nýbúinn að borða, getur orðið svangur af að horfa þar í gluggana. Stúlkan varð óskap- lega svöng, meðan hún beið. Og þegar röðin kom að henni, keypti hún það, sem hana hafði lengi langað í og meira til. Peningar eru fljótir að eyðast. Og nú voru bara eftir fáeinir fimmkallar og einn tíkall. Stúlkan geymdi nokkra smápeninga í sveittum lófanum. Hún ætlaði að hafa þá í Strætó. En nú ákvað hún að spara aurinn og ganga. Fólkið var svo glatt og svo vel klætt og veðrið svo dásamlegt. Þegar hún beygði af Túngötunni, kom svalur útrænugustur á harðaspretti á móti henni lengst neðan af Hofsvallagötu, alla leið utan af sjó. Og sjórinn var allur ljómaður af sól og skýin lýsandi hvít af sól og himinn heiðblár af sól, og sólin var svo björt sjálf þarna á þessum stóra, hyldjúpa himni, að stúlkan leit niður, — niður á villurnar, sem skinu eins og ævintýrahallir við fjörðinn, — niður á dökkleita rönd, sem bar við leifturhvítt vestrið. Þessi dökka rönd leit helzt út fyrir að vera brunarústir, — engu líkara en þarna hefðu fleiri villur brunnið til kaldra kola, — svartar stoðir visuðu til himins upp úr óhroðanum eins og sviðn- ir limir. 25

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.