19. júní


19. júní - 19.06.1958, Side 28

19. júní - 19.06.1958, Side 28
En stúlkan þekkti þetta og brosti með sjálfri sér og greikkaði sporið. Þetta voru ekki 'rústir, — alls ekki. Þetta var bara braggahverfið, þar sem hún átti heima. Þarna höfðu engar villur brunnið, -— þarna bjó meira að segja fólk, lifandi og starfandi fólk, — þarna bjó hún, — þarna bjuggu þau, — hann kæmi heim í kvöld, strákurinn hennar. Bráð- um yrðu þau þrjú! Henni hlýnaði um hjartað við þessa hugsun, og hún þrýsti bögglunum sínum fast- ar að sér. Þegar hún mætti fínum frúm, reigði hún sig, svo að hún yrði dálítið framsettari; hún gleymdi því alveg, að hún var ekki með hring og að þær gátu séð það. Útrænan ýfði á henni jarpan drengjakollinn, og hún var óskaplega freknótt. En henni fannst hún vera fin og rik. Hún átti lika í sumum bögglunum það, sem þær áttu ekki. Þar voru til dæmis pínulitil krakkanærföt og líka bleik- ur prjónagalli og peysa, — og dálítill náttkjóll, hvitur með bleikum útsaum á brjóstinu. Það voru þrír kátir smáfuglar að syngja á kvisti. Einn var minnstur. Ó, hvað þeir voru fallegir! Hvað það yrði gaman að sýna Nonna þetta allt! Fallega sloppinn, litlu fötin úr búðinni fuglsins — og blómin! Hún hafði keypt liljurnar handa honum, — handa þeim tveim. Þær áttu að standa í glasi á kassanum fyrir framan dívaninn, svo gætu þau horft á þær, þegar þau væru háttuð. Þá þyrftu þau ekki að horfa á brestina í glugganum. Þessar liljur voru svo hvítar, svo ótrúlega gagnsæjar og fíngerðar. Hún gat ekki á sér setið að kíkja ofan í umbúðimar. Yndislegu blóm! Kóngaliljur heitið þið. Að þið skulið geta sprottið upp úr svartri moldinni! Ásta SigurÖardóttir. * 1 ársbyrjun veturinn 1932, þegar Einar Bene- diktsson og frú Hlín Johnson vom stödd í Túnis, verður þeim reikað út síðla kvölds. Þá varð Einari að orði: „Nú er sólin heit og há“, — en þagnar síðan. „Ætlar þú ekki að halda áfram?“ spurði Hlín. „Það getur þú gert,“ svar- aði Einar. Hún bætir þá við: „heið sem jólafriður. Himnasjóla heilög brá horfir af stóli niður.“ Þá var Einari skemmt, og hann svarar brosandi: „En sá leirburður.“ Adda Bára Sigtnsdóttir. Dagana 5.—20. nóvember síðastliðinn tók Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur sæti á alþingi sem varamaður Hannibals Valdimarssonar. Flutti hún þá í sameinuðu þingi eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa 5 manna nefnd, er athugi, að hve miklu leyti kon- um og körlum eru raunverulega greidd sömu laun fyrir jafnverðmæta vinnu. Athugun þessi skal bæði taka til launagreiðslna hjá hinu opinbera, þar sem launajafnrétti á að ríkja samkvæmt landslögum, og þeirra almennu kjarasamninga, sem í gildi eru um kaup kvenna í ýmsum starfsgreinum. Enn fremur skal nefndin gera tillögur um ráðstafanir til að tryggaj fullkomið launajafnrétti. Nefndin geri ríkisstjórninni grein fyrir störfum sínum, og sjái hún um birtingu á álitsgerðum nefndarinnar. Greinargerð: Með undirritun jafnlaunasamþykktar Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar hafa Islendingar skuld- bundið sig til að stuðla að því, að svo miklu leyti sem það samrýmist þeim aðferðum, sem hafðar eru við ákvörðun launataxta á Islandi, að reglan um 19. JHNÍ 26

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.