19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 29
jöfn laun karla og kvenna nái til alls starfsfólks á
landinu (sbr. 2. gr. jafnlaunasamþykktarinnar, 1.
mgr.). Samkvæmt 2. málsgr. 2. gr. skal þessari
reglu komið til framkvæmda með:
a. landslögum og reglugerðum;
b. ráðstöfunum, sem komið er á eða viðurkenndar
eru með lögum, til ákvörðunar á launum;
c. í heildarsamningum milli vinnuveitenda og
verkafólks.
í 3. gr. segir: „Þar sem slíkt mundi greiða fyrir
því, að ákvæðum samþykktarinnar sé framfylgt,
skal gera ráðstafanir til þess að koma á óvilhöllu
mati á störfum, sem byggist á því, að metin sé sú
vinna, sem inna skal af hendi.“
Með tilliti til þessara þriggja megingreina jafn-
launasamþykktarinnar virðist eðlilegt, að skipuð sé
nefnd til þess að gera tillögur um þær ráðstafanir,
sem tiltækar kunna að vera til að koma á fullu
launajafnrétti, en allar slíkar tillögur hljóta að
byggjast á rannsókn á því, hvernig þessum málum
er nú háttað. Er því gert ráð fyrir, að fyrsta verk
nefndarinnar verði almenn athugun á launagreiðsl-
um og verði niðurstöður þeirrar athugunar birtar
opinberlega.
Samkvæmt launalögum ríkisins á launajafnrétti
að ríkja meðal starfsmanna hins opinbera, en þrátt
fyrir lagaákvæðin telja konur sig órétti beittar í
launagreiðslum hjá ríkinu. Ber þar tvennt til. 1
fyrsta lagi eru þau störf, sem yfirleitt hafa verið
unnin af konum, óeðlilega lágt metin, miðað við þá
hæfni, sem krafizt er af þeim, sem leysa störfin af
unni, reytti hún handfylli af grasi og þurrkaði leir-
uga fæturna. Hinum megin við mýrina lágu kýrn-
hendi. Og í öðru lagi eru ekki fastar reglur um störf
og starfsheiti, og hcfur gamalt launamisrétti hald-
izt í skjóli þess. Hér virðist því liggja beint við, að
rannsókn verði látin fara fram og störf metin á
þann hátt, sem gert er ráð fyrir í 3. gr. jafnlauna-
samþykktarinnar, enda var það krafa síðasta þings
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
I almennum kjarasamningum munu vera mjög
mismunandi ákvæði um launagreiðslur til kvenna.
1 nokkrum kjarasamningum er svo kveðið á, að
konum skuli greidd lægri laun en körlum, þó að
um sömu störf sé að ræða og sömu menntunar sé
krafizt af báðum. Á þetta t. d. við um verzlunar-
störf. Hins vegar eru í öðrum kjarasamningum
ákvæði um algert launajafnrétti við ýmsa vinnu
og þá einkum þau störf við fiskvinnslu, sem erfið-
ust eru og til skamms tíma hafa verið talin karl-
mannsverk eingöngu. Einnig má geta þess, að við
þau störf, þar sem krafizt er æðstu menntunar,
njóta konur fyllsta jafnréttis.
Þegar svo er komið, að launajafnrétti ríkir jafnt
í verstu erfiðisvinnu og við þau störf, sem krefjast
sérstakrar sérmenntunar, virðist torvelt að finna
rök fyrir því, að t. d. við verzlunarstörf og í iðnaði
séu konur það miklir eftirbátar karlmanna, að rétt-
mætt sé að greiða þeim mun lægri laun í þessum
starfsgreinum.
Krafan um launajafnrétti er gömul og svo aug-
ljóst mannréttindamál, að það þjóðfélag, sem tel-
ur sig veita öllum þegnum sínum jöfn réttindi, get-
ur ekki látið málin kyrr liggja, eins og þeim er nú
raunverulega háttað, enda hefur rikisstjórnin með
undirritun jafnlaunasamþykktarinnar skuldbundið
sig til að vinna að framgangi jafnlaunareglunnar.
Tillaga þessi var samþykkt í sameinuðu þingi
30. apríl síðastliðinn.
Fimmta maí síðastliðinn gekkst Kvenréttinda-
félag Islands fyrir almennum fundi ásamt laun-
þegasamtökunum um launa- og atvinnumál
kvenna. Á þeim fundi var samþykkt eftirfarandi
áskorun:
Almennur fundur haldinn í Tjarnarkaffi 5. maí
1958 að tilhlutan Kvenréttindafélags íslands, Al-
þýðusambands Islands, Bandalags starfsmanna rík-
is og bæja og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
skorar á ríkisstjórnina að skipa nú þegar jafnlauna-
nefnd samkvæmt þingsályktunartillögu nr. 73 frá
30. apríl 1958. Ennfremur skorar fundurinn á rík-
isstjórnina að skipa í nefndina a. m. k. þrjár konur
í samráði við K.R.F.l. og launþegasamtökin.
Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra skip-
aði jafnlaunanefndina 21.maí 1958. 1 henni eiga
sæti:
Snorri Jónsson, formaður,
Herdís Ölafsdóttir,
Hulda Bjarnadóttir,
Sigríður J. Magnússon,
Valborg Bentsdóttir.
19. JtJNl
27