19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 30

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 30
Hellulitun ;• þelvoð. Það væri ef til vill fróðlegt fyrir nútímastúlkur að vita, hvaða vinnubrögð okkur voru ætluð, heima- sætum i Reykjavík, sem ólumst upp á öldinni, er leið. Mér dettur í hug eitt verk, sem nú er alveg lagt niður að gera í heimahúsum, en það var að koma upp fínu þelvaðmáli, lita það og sauma síðan úr því föt. Það var mikið verk að vinna ullina, kemba hana og spinna, en þeim verkum ætla ég ekki að lýsa hér. Þráðurinn varð alltaf að vera spunninn úr hvítu þeli eingöngu, þegar ætlunin var að lita voð- ina svarta og sauma úr henni peysuföt eða karl- mannsföt. Þegar búið var að spinna nægilega mikið í 30 •—40 álna voð, settum við upp vefinn. Það verk krafðist mikillar nákvæmni og tók oftast marga daga. Síðan var tekið til við vefnaðinn, og skipt- ust þá ýmsir á heimilinu á um að vefa. Þegar voð- in hafði náð tilskilinni lengd, var hún tekin úr vefstólnum, þvegin og lituð. Ég ætla að segja hér frá síðustu voðinni, sem við systur fórum með heima hjá mér í Péturshúsi á Vesturgötu vorið 1898. Við þurftum að koma okk- ur upp nýjum peysufötum og fötum á föður minn. Fyrst þvoðum við voðina úr sjóðandi sódavatni, en notuðum mjög litla sápu, þvi að undan sápunni vildu koma blettir, sem tóku þá annan lit. Sóda- vatnið var vandlega skolað úr voðinni í volgu vatni. Karlmenn hjálpuðu til að vinda i þófið, og var voðin í skyndi borin inn til að þæfa hana; bezt var að láta hana ekki kólna. Þar næst var voðin þæfð með fótunum á hvít- skúruðu trégólfi eða á hlera. Voðin var látin á gólf- ið, ofan við stóra kistu, kofort látið upp á kistuna, svo að sú, sem þæfði, gæti stutt sig við án þess að vera bogin í bakið. Þá var tekið til við að stappa voðina í bendu, hnuðla hana fram og aftur með berum fótunum, strjúka og snúa í hring. Voðinni var vöðlað saman og strokin út á vixl. Eftir klukku- tíma tókum við tvær voðina og hristum og strekkt- um á milli okkar, 2ja til 3ja álna hlut í einu. Að því búnu var aftur tekið til við að þæfa á sama hátt og áður, en á klukkustundar fresti var voðin hrist. Á þessu gekk, þar til voðin var öll orðin jafn- 1 9. JtJNl 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.