19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 33
mannlegar tilfinningar. Gandhi, vinur hinna ósnertanlegu, sexn sjálfur var brahmín, kallaði þá Harijans eða börn guðs. Eitt bezta verk hans var harátta fyrir rétti þeirra. Nehru hefur haldið áfram þessari baráttu, og til dæmis eru hvorki dóttir hans né systir giftar brahmínum. Stéttakerfi þetta er nú, sem betur fer, á fallanda fæti, en senni- legt er, að alllangan tíma taki að útrýma því. Lestin hægir á sér, — og nú hlaupa burðarmenn hver í kapp við annan meðfram lestinni til þess að verða fyrstir til að fá að bera farangurinn fyr- ir nokkrar rúpíur. Ég varð alveg forviða fyrsta skipti, sem ég sá burðarkarl í Indlandi lyfta gríðar- stórri og þungri stálkistu upp á höfuð sér, ofan á hana staflaði hann fjórum, fimm öðrum ferða- kistum, tók síðan aðrar tvær sína í hvora hönd og skundaði léttilega af stað góðan spöl, meira að segja upp og niður háar tröppur, en byrðin hagg- aðist ekki á höfði hans. Á brautarstöðinni í Agra bíða borgarstjórinn og hershöfðingi til þess að taka á móti gestunum. Hershöfðinginn er miðaldra maður í einkennis- búningi, og borgarstjórinn er gráhærður, glaðlegur maður, þéttur á velli, í Vesturlandabúningi. Ekið er til Lauries gistihússins, sem er hvít bygging, fremur lág, með bogadregnum súlnagöngum, frem- ur lágum hvolfturnum, umlukt miklum trjágróðri og litfögrum blómum. Agra stendur á bökkum árinnar Jumna. Sögu- lega séð er hún ein merkilegasta borg Indlands. Hún var höfuðstaður Mógúlskeisaradæmisins í meira en hundrað ár. Akbar, sem var voldugastur Mógúlanna, lét reisa þar margar merkilegar bygg- ingar. Annar keisari, Shah Jahan, lét á 17. öld byggja Taj Mahal, sem talin er fegursta bygging veraldar og hefur varpað mestum ljóma yfir Agi-a. Mumtaz Mahal, kona Shah Jahan, lézt 39 ára gömul árið 1631, er hún hafði alið honum fjórt- ánda bamið. Syrgði hann konu sína ákaflega. Yfir jarðneskar leifar hennar lét hann reisa Taj Mahal. Næstum 20,000 menn unnu í 20 ár við að full- gjöra bygginguna. Shah Jahan kallaði til hirðar sinnar beztu húsameistara og listamenn Mógúls- keisaradæmisins frá Iran, Tyrklandi og Arabíu og borgaði þeim of fjár fyrir vinnu þeirra. Taj Mahal, garðurinn og byggingarnar umhverfis, ná yfir 42 ekrur lands. Inngangurinn er geysilegt hlið úr rauðum sandsteini. Kafli úr kóraninum, letr- aður með svörtum steini í hvítan marmara, skreytir báðar hliðarnar. Stafirnir eru þannig gerðir, að 1 9. J tJ N 1 þeir efstu og neðstu sýnast jafnstórir frá jörðu séð. Eftir garðinum endilöngum er löng og fremur mjó tjörn, en meðfram henni á tvo vegu em raðir kýpurviðar. Fegurst þykja þessi hvita bygging og hinn friðsæli fagri garður í tunglskini. Ég var stödd 1 Taj Mahal á sunnudegi. Fjöldi fólks var á gangi í garðinum. Karlar og konur í hvítum búningum eða litríkum saríum. Fólkið hefur sér- lega fallegan hörundslit og tindrandi dökk augu. Margar konur hafa stein greyptan í nefið, ofan við nasvænginn. Allar hafa þær málaðan blett neðar- lega á enninu. Algengt er, að þær bera mörg arm- bönd á handleggjum og um ökla, hringi á tánum bönd á handleggjum og um ökla, hringi á tánum og jafnvel hring í öðrum nasvængnum. Umhverfi Taj Mahal er gert af mikilli smekkvísi. Tók ég sérstak- lega eftir, hvað allar stéttir voru fallegar. Graf- hýsið sjálft stendur á marmarastétt. Á því er eitt aðalhvolfþak og fjögur minni, en á hornum marm arastétarinnar rísa fjórar mínarettur. Áður en við Pílagrímar. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.