19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 34

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 34
göngum inn, drögum við skóna af fótum okkar. Undir aðalhvolfþakinu, þar sem birtu ber gegn- um laufskorinn marmaravegg, fagurlega skreyttan eðalsteinum, hvílir Mumtaz Mahal og við hlið hennar eiginmaðurinn Shah Jahan. Sitt hvorum megin við grafhýsið eru tvö bænahús, Taj moskan og Jamait Khana. Moskan mundi hvarvetna ann- ars staðar vekja mikla athygli. Þarna fannst mér grafhýsið hera hana ofurliði. Annar eftirtektarverður staður nálægt Agra er borgin Fatehpur Sikri, sem Akhar keisari hyggði snemma á 16. öld, gerði að höfuðborg sinni og yfirgaf 10 árum seinna, aðallega vegna vatns- skorts. Borgin hefur varðveitzt vel, en eyðilegt og tómt er um að litast í borginni, sem stendur með sömu ummerkjum og þegar Akbar skildi við hana. Margar bygginganna þar þykja einhver mestu meistaraverk indverskrar húsagerðarlistar. Akbar keisari var afi Shah Jahan, sem lét byggja Taj Mahal. Þegar Akbar var 25 ára, átti hann engan erfingja. Hann leitaði til einsetumanns, sem bjó í helli í Sikri, en hann spáði því, að Akbar mundi eignast ríkisarfa. Næsta ár fæddist sonur. Akbar skildi þetta sem merki um, að hann ætti að flytja höfuðborg sína frá Agra til Sikri og hóf byggingu hinnar fögru borgar. Eftir frægan sigur í orrustu kallaði hann borgina Fatehpur Sikri, sem þýðir „borg sigursins". Grafhýsi einsetumannsins Shaikh Salim Chishti er talið eitt fegursta verk indverskr- ar húsagerðarlistar frá tíma Mógúlanna. Það var byggt rétt eftir 1570. Húsið er lítið, byggt úr hvít- um marmara, og er falleg andstæða við rauðu sandsteinsbyggingarnar í kring. Grafhýsisins vitja enn í dag barnlausar konur, hindúa- og múhameðs- trúar. Fórnir sínar, litfagra dúka, klippta sundur í borða, festa þær í gluggana. Sárafáir voru á ferli í Fatehpur Sikri, er ég var stödd þar. Ég man eftir, að þar voru nokkrir indverskir kvikmyndatöku- menn. 1 fylgd með þeim voru konur í fallegum saríum. Moskan í borginni er einhver hin fegursta í heimi. Panch Mahal var skemmtiskáli fyrir kon- umar í kvennabúri Akbars keisara. Fleiri eftir- tektarverðar hallir vom þarna. Við vomm á leið niður tröppurnar, sem liggja frá hinu geysilega stóra borgarhliði, þegar við eygðum karlmann í sundskýlu uppi á háum borgarmúrnum. Hann hrópaði til okkar, að hann skyldi stökkva niður í tjömina fyrir neðan múrinn fyrir tilteknar rúpíur. Virtist enginn áhugi á því frá okkar hálfu, en mað- urinn hélt áfram að hrópa. Leiðin frá Fatehpur Sikri til Agra er 25 mílur. Bilstjórinn flautar í sífellu alla leiðina á menn, skepnur og vagna. Stundum ökum við fram á úlfaldalestir, eða heilagar kýr þvælast fyrir á veg- inum, átakanlega horaðar og komnar að fótum fram. Það er andstætt trúarbrögðunum að drepa þær. Leiðin liggur skemmtilega gegnum dreifða byggð. Stundum sé ég dökka karlmenn með sítt skegg og hár ofan á herðar, berfættar vatnsburðar- konur með hringi um öklana, ýmist við vatnsból eða gangandi. Þær bera vatnskerin á höfðinu með reisn eins og drottningar. Kaupmennirnir í Agra breiða úr varningi sín- um, en borgin er kunn fyrir framleiðslu á smá- gripum úr marmara með ígreyptum steinum, sem mynda ýmis mynztur. Jafnvel í stækkunargleri sjást ekki samskeyti í blómi með 60 blöðum. 1 Agra sá ég teppi, sem var á sýningu skammt frá gistihúsinu og talið er 100 þúsund dollara virði. Er það alsett eðalsteinum. Skartgripasali nokkur lét gera það í minningu ungs sonar síns. Frá Agra var haldið til Benares, sem sagt er, að sé elzta borg Indlands. Hún er mjög mikið sótt af pílagrímum alls staðar að á Indlandi. Benares liggur við hið helga Gangesfljót. Það var miðviku- dagsmorguninn hinn 22. janúar, að við sigldum eftir fljótinu. Gengið er niður mörg þrep til þess að komast úr borginni niður að fljótinu, en í þrep- unum verður vart þverfótað fyrir vesalingum, bækluðum, blindum, handa- og fótalausum, betl- urum, „sadhusum“ (betlimunkum), börnum og gamalmennum. Flestir eru hálfnaktir. Aðrir hafa hjúpað höfuð sitt og herðar dúki. Á einu þrepinu situr ungur maður, sem er að raka hvíthærðan mann í þokkalegri skyrtu. Það eru einungis menn úr lægstu stétt, sem mega raka menn. Ennþá au- virðilegra þykir að hjúkra sjúkum og lægst alls að fást við lík. Berfætt kona í rauðum sarí gengur léttilega upp þrepin með þvottakörfu á höfði. — Heilagar kýr spígspora innan um mannfólkið. Píla- grímar, ungir og gamlir, standa rétt upp við bakk- ana í hinu helga fljóti og þvo vandlega af sér allar syndir. Meira að segja þvo þeir munn og tungu. Hér er þröng á þingi. Fljótið er afar óhreint, en fylgdarmaðurinn, hámenntaður og heittrúaður Hindúi, upplýsir, að engir sýklar séu í hinu helga fljóti. Þessu trúi ég varlega, því að ég hef heyrt, að oft gjósi upp miklar farsóttir þarna, eftir að stórir pílagrímshópar hafa verið á ferðinni. Á öðrum stað á fljótsbakkanum, þar sem hvorki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.