19. júní


19. júní - 19.06.1958, Page 35

19. júní - 19.06.1958, Page 35
eru þrep né byggingar, er fólk að fást við þvott. Síðan breiðir það þvottinn á fljótsbakkann. Þetta er ákaflega áhrifarík og ógleymanleg sigling. — Turnar, hvolfþök, mínarettur og musteri ber við himin. Fjöldi sólhlífa er á fljótsbakkanum. Píla- grímarnir eru dökkir á hörund og einstaka maður síðhærður með alskegg. Eftir baðið fara jicir til musteranna til þess að tilbiðja guð sinn. Oft sá ég fólk, sem var málað á enni og annars staðar í andliti. Er það merki um, að það hafi nýlokið bænagerð. Þarna rýkur upp af einhverju á fljóts- bakkanum, og nú segir fylgdarmaðurinn, að hér megi ekki taka myndir, því að verið sé að brenna lík. Rýkur upp af tveim bálköstum, en þrír kestir bíða þess að verða brenndir. Meðan brennslan stendur yfir, kemur stundum upp úr dúrnum, að eigi sé nóg fé fyrir hendi til greiðslu á brennsl- unni. Er henni þá hætt og leifunum fleygt í fljótið. Að öðrum kosti er öskunni dreift í fljótið. Þykir mjög eftirsóknarvert að sameinast hinu helga fljóti á þann hátt. Fólk kemur langar leiðir til þess að deyja þarna eða líkin eru flutt til brennslu við Gangesfljót. Benares er ekki einungis mikilvægur staður fyrir Hindúatrúarmenn, heldur einnig fyrir Búddha- trúarmenn, því að það var í Sarnath, nokkrar míl- ur frá Benares, sem Búddha flutti fyrstu prédikun sína og kunngerði heiminum kenningar sinar. — Búddhatrúarmenn byggðu þarna kGnctur stup- ur, en rústir þeirra hafa verið grafnar upp. Stupa er haugur eða turn, holur að innan, og geymir helga dóma. Þær eru oft byggðar úr steini með ýmiss konar myndaflúri. Dhamekstupan er 150 fet á hæð. Þar mættum við fjórum Tíbetbúum, sem sennilega hafa verið pílagrímar og komið fótgang- andi að heiman. Þeir voru berfættir, í rifnum og bættum görmum, en feitir, pattaralegir og glað- legir. Einn þeirra var með smápoka í bandi um hálsinn, líklega undir skildinga. Einn pílagrím- anna, held ég, að hafi verið stúlka. Hún var feimin og hljóp burtu, þegar ég ætlaði að taka mynd af henni, en herrarnir voru hinir kátustu og báðu nhg um pening, þegar ég hafði fengið að taka af þeim mynd. Þeir voru alldökkir, sumir með hálf- sítt, úfið hár, grófgerðir í andliti með lítil augu. Lagði af þeim stæka ullarlykt. Nálægt Dhamek- stupunni er hvítt nútíma Búddhamusteri með há- um tui-num og mikilli sundurgerð. Umhverfis voru víðir vellir með ljómandi fallegu blómskrúði í öll- um regnbogans litum. Inni í musterinu var ungur 1 9. JUNI maður við guðræknisiðkanir. Fleygði hann sér flöt- um hvað eftir annað með jöfnu millibili fram á gólfið frammi fyrir geysilega stóru Búddhalíkneski, þangað til svitinn bogaði af honum. Þá tók hann sér smáhvíld, en byrjaði fljótlega aftur. Tíbet- búamir komu nú inn í musterið, en ég held helzt, að þeir hafi verið feimnir við gestina frjl Vestur- löndum. Á veggjum musterisins voru málverk eftir japanskan listamann, sem lýsa atburðum úr lífi Búddha. Benares hefur frá fornu fari verið aðsetur heim- spekinga og málfræðinga. Hindúaháskólann í Ben- ares sækja stúdentar hvaðanæva að á Indlandi og erlendis frá. Daginn, sem við heimsóttum háskól- ann, var skólahátið og samkomusalur skólans þétt- setinn glæsilegum ungum stúdentum og gestum. Nóbelsverðlaunaskáldið frá Islandi og kona hans voru kynnt fyrir stúdentunum af sviðinu. Bauð rektor háskólans þau velkomin með ræðu. Nem- endur sungu og léku indverska tónlist á ýmis inn- lend hljóðfæri, og fleira var til skemmtunar. f háskólanum er merkilegt málverkasafn, Bharat Kala Bhavan, frá ýmsum tímum indverskrar mál- aralistar. Eitt af þvi, sem Benares er fræg fyrir, er silki- vefnaður. Þar sá ég ákaflega fallega gullofna saría og sjöl. Vefnaðurinn er fjölbreyttur og mynztrin glæsileg. Hin stutta dvöl í fornu borginni Benares verður mér ógleymanleg engu síður en svo margt annað í stórkostlegri og fróðlegri ferð kringum hnöttinn. Halla Bergs. Taj Mahal. 33

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.