19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 36
RÖKKVR.
Við amma sitjum í rökkrinu og prjónum. Það
er ein þegsara dásamlegu rökkurstunda, þegar allt
er hljótt og kyrrt. Fólkið hefur lagt sig og sofnað,
hægur andardráttur þess heyrist. tJti fyrir glugg-
anum svífa snjókornin til jarðar, eitt og eitt —
það er vetur. Þannig höfum við amma oft setið
áður og skrafað. En núna langar mig í þulu eða
aevintýri, svo að ég bið ömmu að verða við þeirri
ósk.
„Auktu þá spori við leti mína og sæktu fyrir
mig mórauða hnykilinn rninn“, segir amma.
Þegar ég hef náð í hnykilinn, setjumst við, og
amma byrjar söguna.
Sagan er afar venjuleg. Kóngur og drottning
áttu sér dóttur, og karl og kerling áttu sér son.
Meira þarf ekki, þarna er efnið komið í góða sögu.
Óðar en varir er herbergiskytran hennar ömmu
orðin að ævintýrahöll, og með augunum hennar
ömmu sé ég gegnum holt og hæðir. Karlsson
berst við óargatröll og óvættir, frelsar að lokum
lokkaprúða kóngsdóttur, fær hana að launum og
hálft ríkið með.
Þessi endir kom mér raunar ekki á óvart, því að
amma segir mér aldrei önnur ævintýri en þau, sem
enda vel. Vonandi tekur hún ekki eftir, að stund-
um svífur á mig eins konar höfgi og ég gleymi
alveg að hlusta. Allar svipmyndirnar hverfa burt,
eftir situr aðeins gömul kona með prjónana sína
á rúmstokknum. Ég hnipra mig saman á skemlin-
um við fætur hennar og stelst til þess að horfa
á mjúkar snjóflygsurnar flögra fyrir utan glugg-
ann.
Eftir andartak réttir amma úr sér, prjónaskrjáfið
eykst, og ofurlítill titringur í rödd hennar vekur
vonir um, að eitthvað mikilvægt muni bráðum
gerast í frásögninni. Hún hefur þá fundið, hvað
mér leið, heimsk var ég að halda, að ég gæti blekkt
hana; ég ætti að vera farin að þekkja, að hún
amma getur séð mig án þess að horfa á mig, fundið
til mín án þess að vita af mér. Og ég gleymi mér
á nýjaleik, og ævintýrið heldur áfram að gerast
milli okkar ömmu. Ég bíð aftur í ofvæni eftir fram-
haldinu, sem ég veit þó, hvernig verður.
Ég finn vel nú, að það var ekki sagan sjálf, sem
ég var að sækjast eftir, heldur að vera í návist
Þórdís Þorgeirsdóttir.
ömmu, taka þátt í hugarheimi hennar, heyra
hana þylja fornar sögur og ævintýri og finna blæ-
inn, sem hvíldi yfir öllu, á meðan rökkrið seig
hægt og hægt yfir sveitina.
Þessu sama hafa flest íslenzk börn sótzt eftir
öldum saman, þessum hugljúfu stundum, sem
færðu birtu og ljóma ævintýranna til þeirra gegn-
um skammdegismyrkrið, sem annars hefði orðið
þeim óbærilegt.
Nú eru slíkar rökkurstundir óðum að hverfa úr
tilveru islenzkra barna með vaxandi gengi þjóðar-
innar. Nú geta flestir veitt sér að kveikja ljós,
óðar en dimmir, og er það vel. En eru börnin ham-
ingjusamari, megnar það ljós að kveikja eld sálar-
innar? Ég veit það ekki, en hitt er víst, að ekkert
getur komið í staðinn fyrir rökkurstundirnar við
fótskör hennar ömmu.
Arndís SigurÖardóttir.
34
1 9. JÚNÍ