19. júní


19. júní - 19.06.1958, Page 38

19. júní - 19.06.1958, Page 38
Við sjávarstrendur frá flæðarmáli niður á um en var samt ekki seljanleg. það bil 50—100 metra dýpi, eftir því hvar við er- um stödd á hnettinumu, vex mikill og fjölskrúð- ugur sjávargróður. Þessi gróður skiptist aðallega í þrjá flokka þörunga: grænþörunga, brúnþörunga og rauðþörunga. Mest er magnið af brúnþörung- um: þanginu, er vex frá flæðarmáli að fjörumarki, og þaranum, sem hér við land vex frá fjöruborði niður á 40—50 metra dýpi. Hinn stórvaxni þara- gróður og marinkjarninn hafa verið kallaðir trén á mararbotni. Efst í fjörubeltinu fyrir ofan þang- ið, þar sem birtan er mest, vaxa grænþörungamir, en innan um þang og þara og í skugga þeirra vaxa svo hinir rauðu þömngar. 1 þessum þömngagróðri er falin mikil auðlegð. Á seinustu áratugum hafa ýmsar þjóðir hagnýtt sér auðlindimar, og með aukinni tækni við vinnslu- aðferðir hefur iðnaðinum fleygt fram. Einkum þar- inn og vissar rauðþörungategundir innihalda verð- mæt efni til iðnaðar, en einnig er þangið mikil- vægt til fóðurmjölsframleiðslu. Það virðist eng- inn skortur á hráefnunum; t. d. hefur verið áætl- að, að strandlengja Skotlands, sem er 7455 km, gæti gefið af sér hráefni til þörungavinnslu, sem svaraði 15 millj. sterlingspunda tekna árlega. Þó að þessi nútímaiðnaður, sem að verulegu leyti byggist á lífrænum efnum, eigi sér ekki langa sögu, hafa þörungar verið notaðir frá alda öðli á hinn margvíslegasta hátt. 1 kínverskri kvæðabók, útgefinni á dögum Konfúsíusar milli 800 og 600 árum f. Kr., er í einu kvæðinu sagt frá konu, sem sýður þömnga til matar. Þeófrastes, grískur grasa- fræðingur, skrifar um það bil 300 f. Kr., að kon- Söl. urnar í Alexandríu hafi notað phycos, þ. e. þör- unga, sem fegrunarlyf og til heimilisþarfa. Með dálítið öðrum hætti er notkun sölvanna, eins og getur um í Egils sögu, er Þorgerður fær Egil föður sinn til að tyggja söl. Frásögnin í Egils sögu bendir til þess, að söl hafi verið þekkt hér á landnámsöld, þótt Egill Skalla-Grímsson hafi ver- ið alls ófróður um verkanir þeirra (sbr. það, sem síðar verður vitnað í úr Grasnytjum Björns Hall- dórssonar). Notkun þörunga mun hafa verið almenn á fyrri öldum í þeim löndum, er lágu að sjó. 1 norður- álfu virðist aðalnotkunin hafa verið til fóðurs, áburðar á tún og garða, manneldis og lækninga, og á þeim stöðum, er skortur var á eldsneyti, var þangið og þarinn þurrkaður og brenndur sem hita- gjafi. Þó er talið, að í Norður-Evrópu hafi fólk að- eins lagt sér þörunga til munns í hallærum og hungursneyð. 1 Kína og Japan þykja sumar tegundir þörunga herramannsmatur og eru almennt notaðar í allri matargerð. I Japan hefur eftirspurnin verið svo mikil, að ekki nægir það, sem sjálfkrafa vex við 36 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.