19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 38

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 38
Við sjávarstrendur frá flæðarmáli niður á um en var samt ekki seljanleg. það bil 50—100 metra dýpi, eftir því hvar við er- um stödd á hnettinumu, vex mikill og fjölskrúð- ugur sjávargróður. Þessi gróður skiptist aðallega í þrjá flokka þörunga: grænþörunga, brúnþörunga og rauðþörunga. Mest er magnið af brúnþörung- um: þanginu, er vex frá flæðarmáli að fjörumarki, og þaranum, sem hér við land vex frá fjöruborði niður á 40—50 metra dýpi. Hinn stórvaxni þara- gróður og marinkjarninn hafa verið kallaðir trén á mararbotni. Efst í fjörubeltinu fyrir ofan þang- ið, þar sem birtan er mest, vaxa grænþörungamir, en innan um þang og þara og í skugga þeirra vaxa svo hinir rauðu þömngar. 1 þessum þömngagróðri er falin mikil auðlegð. Á seinustu áratugum hafa ýmsar þjóðir hagnýtt sér auðlindimar, og með aukinni tækni við vinnslu- aðferðir hefur iðnaðinum fleygt fram. Einkum þar- inn og vissar rauðþörungategundir innihalda verð- mæt efni til iðnaðar, en einnig er þangið mikil- vægt til fóðurmjölsframleiðslu. Það virðist eng- inn skortur á hráefnunum; t. d. hefur verið áætl- að, að strandlengja Skotlands, sem er 7455 km, gæti gefið af sér hráefni til þörungavinnslu, sem svaraði 15 millj. sterlingspunda tekna árlega. Þó að þessi nútímaiðnaður, sem að verulegu leyti byggist á lífrænum efnum, eigi sér ekki langa sögu, hafa þörungar verið notaðir frá alda öðli á hinn margvíslegasta hátt. 1 kínverskri kvæðabók, útgefinni á dögum Konfúsíusar milli 800 og 600 árum f. Kr., er í einu kvæðinu sagt frá konu, sem sýður þömnga til matar. Þeófrastes, grískur grasa- fræðingur, skrifar um það bil 300 f. Kr., að kon- Söl. urnar í Alexandríu hafi notað phycos, þ. e. þör- unga, sem fegrunarlyf og til heimilisþarfa. Með dálítið öðrum hætti er notkun sölvanna, eins og getur um í Egils sögu, er Þorgerður fær Egil föður sinn til að tyggja söl. Frásögnin í Egils sögu bendir til þess, að söl hafi verið þekkt hér á landnámsöld, þótt Egill Skalla-Grímsson hafi ver- ið alls ófróður um verkanir þeirra (sbr. það, sem síðar verður vitnað í úr Grasnytjum Björns Hall- dórssonar). Notkun þörunga mun hafa verið almenn á fyrri öldum í þeim löndum, er lágu að sjó. 1 norður- álfu virðist aðalnotkunin hafa verið til fóðurs, áburðar á tún og garða, manneldis og lækninga, og á þeim stöðum, er skortur var á eldsneyti, var þangið og þarinn þurrkaður og brenndur sem hita- gjafi. Þó er talið, að í Norður-Evrópu hafi fólk að- eins lagt sér þörunga til munns í hallærum og hungursneyð. 1 Kína og Japan þykja sumar tegundir þörunga herramannsmatur og eru almennt notaðar í allri matargerð. I Japan hefur eftirspurnin verið svo mikil, að ekki nægir það, sem sjálfkrafa vex við 36 1 9. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.