19. júní


19. júní - 19.06.1958, Side 40

19. júní - 19.06.1958, Side 40
er það notað til pokagerðar og í annars konar efni, sem nauðsynlegt er að séu eldtraust. Löngu áður en E. Stanford uppgötvaði alginsýr- una, höfðu Japanir notfært sér lífræn efni rauðþör- unga til iðnaðar. Framleiðsluvaran agar agar varð fyrst kunn í Evrópu, er R. Koch uppgötvaði ágæti hennar árið 1883 við gerlarannsóknir, en áður hafði gelatín verið notað. Upp frá því varð mikill útflutn- ingur frá Japan til Evrópu og annarra heimsálfa, og notkunin varð almennari ekki aðeins við gerla- og svepparannsóknir, en líka í alls kyns iðnaði. Þegar dró úr útflutningi Japans vegna aukinnar notkunar innan lands og einkum eftir að heims- styrjöldin lokaði viðskiptunum, komst skriða á framleiðslu carrageens og annarra agar agar-likra efna, sem unnin eru úr rauðþörungum í öðrum löndum. Og með aukinni tækni hefur verið hægt að framleiða carrageen, sem á mörgum sviðum getur komið í stað agar agars. Hagnýting carrageens er margvísleg, eins og hinna fyrmefndu efna, alginata og agar agars, og á sama hátt og þau er það notað sem hleypiefni i alls konar matargerð og sem bindiefni í hvers kon- ar iðnaði. Fleiri efnasambönd þörunganna eru notuð til iðnaðar, t. d. maniít, laminarin, aukaefni við algin- sýruframleiðslu, og fucoid, en þau eru að minnsta kosti enn ekki eins mikilvæg og þau, sem að fram- an er getið. Eins og sagt var í upphafi þessa máls hefur fram- leiðsla á fóðurmjöli úr þangi mikið gildi. Rann- sóknir á mjölinu hafa leitt í ljós, að það er auðugt af mikilvægum efnum, svo sem vítaminum og steinefnum, og fóðurtilraunir hafa sýnt, að það er mjög heppilegt til fóðurbætis fyrir öll húsdýr. Hef- ur því markaður fyrir þangmjöl stóraukizt á sein- ustu árum. Norðmenn, sem flytja út mikið af fóðurmjöli auk annarra þörungaafurða, sendu fyrir nokkrum árum á markaðinn þangmjöl til manneldis. Þetta mjöl ber vörumerkið Vitalia, og fer notkun þess vaxandi. Við strandlengju Islands (ca. 6000 km) er gnægð af þörungagróðri, sem hefur ennþá ekkert verið nýttur, en á vegum rannsóknarráðs rikisins hefur verið hafin umfangsmikil rannsókn til að kanna möguleika á framleiðslu þaraafurða og þá helzt alginsýru hér á landi. Álit þeirra manna, er að rannsókninni unnu, liggur fyrir í ýtarlegri grein- argerð (1950—54). Af 60 ferkílómetra svæði, sem rannsakað var á Rreiðafirði, var 25 ferkílómetra svæði vel fallið til þaravinnslu, og á því svæði var magnið af þara 75000 tonn. Var álitið, að þara- svæði þetta gæti nægt verksmiðju, er notaði 10 þúsund tonn af þara árlega. Með þáverandi verði (1950) á fullverkaðri alginsýru reiknaðist árleg framleiðsla 10 millj. króna virði. Einnig voru ýtarlegar athuganir gerðar á því, hvort það mundi borga sig að reka slíkan iðnað við þær aðstæður, sem hér eru. Niðurstaða þeirra at- hugana var sú, að talið var líklegt, að þaravinnsla yrði arðvænleg, einkum ef nýtt væru bæði algin- sýra og önnur aukaefni. Var notkun jarðhita talin frumskilyrði. Þessi greinargerð var fengin 1954, en árið 1957 var borin fram þingsályktunartillaga, þar sem farið var fram á, að lokið yrði við þær athug- anir, sem gerðar hafa verið til að kanna mögu- leika á þang- og þaravinnslu hér á landi. Athuga skyldi, hvort ekki væri unnt að vinna þang og þaramjöl i þeim síldar- og fiskimjölsverksmiðjum, sem til eru í landinu. Einnig skyldi athugaður möguleiki á notkun jarðhita við framleiðsluna og hvort grundvöllur sé fyrir alginsýruframleiðslu. I greinargerð tillögunnar segir meðal annars, að Norðmenn hafi notað mikið síldar- og fiskimjöls- verksmiðjur til að fullhreinsa, þurrka og mala mjölið, og sé það sérstaklega athyglisvert fyrir Is- lendinga, er eigi fjölda slíkra verksmiðja, er skort- ir verkefni. Það væri æskilegt, að þessi þingsályktunartillaga yrði til þess, að lokasporið yrði stigið í þeim undir- búningi, sem er nauðsynlegur til að þörungavinnsla geti hafizt hið bráðasta hér á landi. Þjóðarbúskap- urinn hefur ekki ráð á, að þetta dragist öllu lengur. Þórunn ÞórSardóttir. Á góÖviðrisdegi ég gladdist með þér. Nú grœt ég þig eigi, þú gleymt hefur mér. Frá vetri ég vakna, er vorið mér hlœr, og sízt mun ég sakna sólar í gær. Valborg Rentsdóttir. 38 1 9. JÚNI

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.