19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 9
Framhald af bls. 0 Framhald af bls. 6 Aðalbjörg nnœgjulegt að sjá hvað stjúpbörnin mátu hana mikils og skildu, þrátt fyrir það þótt Aðalbjörg hafi alltaf verið sérstök í lífi sínu og háttum. Þegar ég barn var boðin eftir messu að Vina- minni með foreldrum mínum og frænkum, minnist ég þess að ég heyrði skæra rödd Aðalbjargar er hún var að lýsa hinum mörgu þroskastigum ein- staklingsins, sem þokaðist þrep af þrepi til full- konmunar og alsælu. Þegar ég kom út í tært og svalt vorloftið, fannst mér ég sjá á skýjaborgunum þrep af þrepi, sem biði manns, ef maður hegðaði sér rétt í lifinu. Nokkrum árum seinna var ég að gæta barna á Evrarbakka, þar sem Aðalbjörg var gestur með börnum sínum. Alla daga var setið og rædd vandamál lífsins, bæði pólitískt og bókmenntalega. Við börnin fylgd- umst aðeins lítillega með því sem þeir fullorðnu ræddu. Einu sinni sem oftar var setið við mat úti í garðinum, eins og siður var hjá Gísla lækni Pét- urssvni og Aðalbjörgu Jakobsdóttur, en þar var Aðalbjörg gestur með böm sín. 1 gegnum leik okkar hevrði ég Aðalbjörgu segja: „Hann hefur ákveðna meiningu með hverju orði, sem hann leggur Sölku litlu Völku í munn“. Sölku litlu Völku, hugsaði ég, hvaða manneskja er það. Eg dró mig nær og komst að raun um, hvað var rætt, þar með var áhugi minn vakinn. Þannig komst hún að merg málsins og vann trúnaðartraust þeirra, sem hiin átti að hjálpa og vinna fyrir. Allt þetta starf vann Aðalbjörg af ein- stakri óeigingirni og þeirri starfsgleði, sem ein- kennir hana svo mjög. Aðalbjörgu hitti ég lika síðar, þegar hún kom við á Bakkanum á ferðum sinum, þegar hún var að reyna að útvega dvalarstað einhverju umkomu- lausu bami, sem hún hafði tekið að sér, eða að hún var á fyrirlestraferð milli kvenfélaganna í Árnes- og Rangárvallasýslum. Ég hlustaði á frásagnir hennar, þegar hún af eldlegum áhuga reyndi að skýra og leysa vanda einhvers vesalings, sem hvergi átti samastað. Ég man hvernig hún lýsti fyrir okkur hve brýn nauðsyn væri orðin á að koma upp barnaheimili á Islandi. Aðalbjörg var skipuð í milliþinganefnd, sem átti að semja lög um barnavernd. Mörgum árum seinna lenti ég sjálf í barna- FRAMHALD á bls. 8. Svafa Árið 1910 lauk Svafa kennaraprófi við Kennara- skóla Islands eftir vetrardvöl þar. Áður hafði hún verið óreglulegur nemandi við Kvennaskólann á Blönduósi og lagt einkum stund á söng, orgelspil og ensku. Næstu árin kenndi hún heima í fæðingar- sveit sinni Axarfirði og víðar. — Árið 1913 gerðist hún skólastjóri barnaskólans á Bíldudal til 1916 að hún fluttist til Akraness. Ég var þá farin að heiman, en yngri systkini mín minnast oft með gleði námsáranna hjá Svöfu. Að vísu var hún stjórnsöm, það kom engum til hugar að „láta illa“ í timum hjá henni, en líka svo hjartahlý og hjálpsöm að það var alltaf óhætt að leita til hennar, ef vandræði báru að höndum. Svafa hafði, og hefur reyndar enn, ágæta söng- rödd, og kunni vel að stjórna söng. Söngtímarnir voru því sannkallaðir gleðitímar hjá börnunum. Ein systir mín syngur enn í dag millirödd í öllum þeim lögum, sem hún lærði í barnaskólanum, en þau voru mörg. Á Akrancsi varð Svafa skólastjóri við barnaskól- ann og unglingaskólann, og þegar Akurnesingar árið 1938 fóru að hugsa um að koma á fót iðnskóla, leituðu þeir til Svöfu með að koma honum á lagg- irnar. Hún færðist undan, kvaðst ekki hafa mennt- un til þess, en lét þó að lokum tilleiðast. Og skóla- stjóri iðnskólans var hún þangað til hún flutti til Reykjavikur árið 1944. Nú hafa Akurnesingar fyrir nokkru hengt mynd af henni á vegg í skólanum og telja sér sæmd að því, að fyrsti skólastjórinn skuli hafa verið kona. Það yrði langt mál, ef telja ætti upp öll þau félög og félagasamtök, sem Svafa hefur lagt lið. En óhætt er að segja að meðan hún dvaldi á Bildu- dal og Akranesi, voru ekki stofnuð félög þar án þess að hún kæmi þar við sögu. Svafa lagði heldur ekki félagsmálin á hilluna eftir að hún kom til Reykjavikur. Fyrstu fjögur árin var hún framkvæmdastjóri og gjaldkeri hjá kvenfélagasambandi Islands, sem þá var að endur- skipuleggja og auka starfsemi sina. Dáðist þáver- andi formaður Kvenfélagasambandsins, Ragnhild- ur Pétursdóttir mjög að skipulagsgáfu Svöfu og þakkaði henni, hversu vel hefði tekizt. Fulltrúi Sam- bandsins á fundum utan Reykjavíkur hefur hún verið til þessa dags. FRAMHALD á bls. 8. 19. JÚNÍ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.