19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 17
mín.“ Ég mændi á hana sárbænandi augum. Hún svaraði mér engu, fór að greiða síða, dökka hárið sitt og gaf mér homauga, stríðin á svipinn. „Æ, amma, vertu ekki að draga mig á þessu,“ kveinaði ég, „hvílíkur blámi í augunum á honum. Þekkt- irðu hann einhvern tima?“ — „Já, ég kynntist honum fyrir norðan; það er langt síðan,“ svaraði hún mér ósköp blátt áfram, ég beið spennt eftir áframhaldinu, en hún leit allt í einu eldsnöggt á mig og brosti með öðru auganum, en hitt var að- eins rakt, og hélt áfram: „En ég ætla að láta þig vita það, góða min, að hann afi þinn hafði ennþá fegurri og blárri augu, og gáfurnar hans — ég vildi óska að þú fengir jafngóðan eiginmann og ég fékk.“ — „Blá?“ hváði ég, „augun hans afa voru ekki blá, mamma hefur alltaf sagt mér, að þau hafi verið grá.“ Amma hló, skellti hendinni létt á hné mér og sagði: „Ætli það standi mér ekki næst að þekkja augun hans afa þíns sáluga, bless- aður veri liann. Og komdu þér nú í rúmið, dóttur- dóttir, og farðu að lúra.“ — Ég fór, þvi að ég vissi að meira fengi ég ekki að vita þetta kvöldið . Vikuna sem Hóla-Steini dvaldist hjá okkur, var veizlumatur og drykkur hvem dag. Hann sagði mér að hann héti Aðalsteinn frá Hól í Þingeyjar- sýslu, ég man ekki lengur nafnið á sveitinni hans. Hann hafði átt að erfa Hól, sem var stórbýli, en hann festi ekki yndi í heimahögum, hafði dvalizt að mestu leyti á Norðurlandi, farið bæ frá bæ, stundað húsasmíðar, verið fjármaður, eða dittað að húsum og amboðum. Hann gekk á engjar og sló með móðurbræðrum mínum, kaupakonan og ég vorum við raksturinn. I kaffitímanum, — ég sótti kaffið heim í bæ til ömmu og bar það til fólksins, — sat Hóla-Steini alltaf hjá mér. Einu sinni leit hann framan í mig og hló með sjálfum sér, gjóaði á mig sínum mildu augum og sagði: „Nú, þú ert þá græneygð. uss, jafnvel hættulegri en brún.“ — „Græneygð? Ég? Hættulegt?“ hreytti ég út úr mér. Mér var fjandalega við það, að talað væri um augun í mér. Hafði alltaf óskað, að ég væri blá-grá- eða brúneygð. Hann lét sig ekki. „Jamm og jæja, hættulegt------en fyrir hvaða eða hvern-------þú munt komast að því nógu fljótt, unga stúlka.“ „Ég er nú barasta stelpa“, sagði ég aulalega. Frændur minir og kaupakonan voru far- in að hlæja. „Jú, enn ertu það--------en græn- eygð kona verðurðu altént, og þá mega nú karl- mennirnir fara að vara sig, held nú það,“ sagði hann og kimdi framan í mig. I3að fór nú heldur að hvessa í mér, því að bræðurnir skellihlógu, en kaupakonan veltist máttlaus af hlátri upp á sátu. „Ég held það geri þá ekki neitt til,“ hvein í mér, „ætli það sé ekki margur karlmaðurinn, sem gert hefur konu svo ruglaða, að hún náði sér ekki allt sitt líf, eða var hálf skrítin og allt mögulegt,“ — „Æ, æ,“ hann hló enn, „eilthvað hefur hún heyrt, að karlmenn séu viðsjárverðir?" — „Bæði heyrt og lesið,“ svaraði ég roggin. F.n yfirleitt sat hann þegjandi hjá mér, og horfði á mig, það var svo þægilegt að þegja með honum. Á kvöldin þegar við komum heim að afloknu dagsverki, tók amma mín á móti okkur prúðbúin og mér fannst hún sporléttari en nokkru sinni, og alltaf þessi fíni matur. Já, hún amma var bara orðin eins og ung stúlka, hún flaug um húsið — dalurinn dýpkaði, vatnið varð bláina og skógurinn grænni. Og sólskin og brakandi þurrkur hvern einasta dag. En hún amma söng líka, og oftast var það sama visan, afi minn orti hana til hennar end- ur fyrir löngu: Þegar burt þú ferð mér frá, fer ég strax að sakna þín. Ég má aldrei af þér sjá, elskulega Björgin min. Og hún talaði mikið um afa minn, við okkur öll, á kvöldin, þegar ekki var hlustað á útvarpið. Hún og mamma höfðu oft sagt mér frá, hve vit- ur og viðlesinn hann hefði verið. Hann, bóndinn, bjó til lög, orti, kunni ensku, þýzku og latinu. Hún lét okkur heyra mikið um hann afa minn. Hóla- Steini varð glaðlegur á svipinn, en samt — það var eitthvað i augum hans skylt sársauka. Ég vissi ekki til, að þau töluðu saman ein, amma og hann, nema kvöldið sem hann kom. Kvöldið áður en Hóla-Steini fór frá okkur, lædd- ist ég inn til ömmu og spurði eins blíðlega og ég gat: „Amma mín, viltu nú ekki segja mér frá kynnurn ykkar Hóla-Steina?“ -— Hún leit til mín og horfði á mig sínum fallegu dökku augum, and- varpaði lítið eitt, brosti svo og sagði í lágum rómi: „Jú, dótturdóttir, ætli sé ekki bezt ég segi þér sög- una, en hún er ekki löng. Hann Aðalsteinn bað mig að giftast sér endur fyrir löngu. Ég var þá tuttugu og þriggja ára.“ — „Haa, hva, bað hann þín?“ Ég var eitt spurningarmerki i framan. — „Ójá, það gerði hann.“ — „Guð, kraup hann á FRAMHALD á bls. 28. 19. JÚNÍ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.