19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 31
Með Jiessum fáu línum, er ekki ætlunin að rita sögu Hall- veigarstaða, það verður gert seinna, heldur að sýna að byggingin er ekki lengur draumsýn eða vonarpeningur, heldur stórt og veglegt hús, sem er sannkölluð borgarprýði. Vitanlega olli það vonbrigðum að hverfa varð frá hinni upp- runalegu fyrirætlun að í Hallveigarstöðum yrði gistiheimili fyrir ungar stúlkur utan af landi, sem dveldu hér í Reykja- vik við nám. En ómögulegt reyndist að fá byggingarleyfi fyrir svo stóru húsi á lóðinni við Túngötu og Garðastræti, svo að það er fyrir löngu úr sögunni, enda hafa nú á síðustu áratugum verið reistir skólar viðsvegar um landið, svo að þörfin fyrir gistiheimili er ekki eins brýn og hún var fyrir 20 árum. Félagasamtök kvenna hafa aftur á móti eignast öruggan sama stað. Á þriðju hæð hússins er félagsheimili Kvenfélaga- sambandsins og Kvenréttindafélagsins. f kjalla hafa Hús- matðrafélag Reykjavíkur og Kvenskátafélagið prýðilegt hús- næði. Þar er einnig góður fundarsalur með tilheyrandi eld- húsi til afnota fyrir kvenfélög borgarinnar, sömuleiðis hár- greiðslustofa, geymslur og húsvarðaríbúð. Stór veitingasalur á fyrstu hæð hússins var á sinum tima auglýstur til leigu, en eins og tiðarandinn er nú, treystist enginn til að leigja hann með þeirri kvöð, að þar mættu ekki fara fram vínveitingar. Vegna fjárhagsörðugleika var þvi tekið það ráð að leigja Borgardómaraembættinu i Reykja- vík fyrstu og aðra hæð hússins um érabil eða þangað til að kvennasamtökin ættu húsið skuldlaust. Þá verður margt hægt að gera. Því er ekki að leyna að þó nokkrir steinar — að ég ekki segi björg — hafa orðið á veginum við þessa bvggingu, en henni liafa lika hlotnazte margar góðar gjafir. Sú allra stærsta þeirra er vandaður flygill, sem frú Marja Björnsson safnaði fé til i kvenfélagi Unítarasafnaðarins i Winnipeg. Reyndar grunar mig að hún hafi sjálf greitt bróðurpartinn í honum. — Margar konur hafa sýnt áhuga og fórnarlund í fjáröflun fyrir Hallveigarstaði, en margt vantar þó enn á, að þeir geti orðið það góða félagsheimili, sem nafninu ber. S. J. M. MatreiSslunámskeiS i húsakynnum HúsmæSrafélagsins. Funtiur í K. R. F. 1. Húsakynni Kvenskátafélagsins. H ALLVEIGARSTAÐIR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.