19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 23
ELÍN ÓLAFSDÖTTIR lífefnafræöingur Frá háskólaárum í Skotlandi Að nýloknu stúdentsprófi stefna hugir flestra hátt. Heimurinn stendur í sínum fegursta skrúða, reiðubúinn til átaka við hinn nýútskrifaða stúdent. Haustið 1959 hélt ég til Skotlands og hugðist leggja þar stund á lífefnafræði. Hafði ég heldur óljósa mynd af lífefnafræðinni, þegar ég valdi mér hana sem viðfangsefni. I menntaskóla höfðum við lítil sem engin kynni af þessari fræðigrein, en samt sem áður hafði ég þó hugmvnd um, að hún væri nokkurs konar efnafræðileg náttúrufræði og væri mjög að ryðja sér til rúms i heimi náttúru- og læknavísinda. Féll þessi hugmynd vel að áhuga- málum mínum, auk þess höfðu fáir Islendingar lagt stund á þessa grein og því nokkuð freistandi að leggja út á lítt rudda braut. Ferðinni var heitið til Glasgow og settist ég þar í háskólann um haustið. Skólagangan var allströng, og þótt margt nýtt væri að læra og sjá, svo sem tungumálið, umhverfið og hættir fólksins, þá gekk samlögunin tiltölulega átakalaust. Vorum við í skólanum mestan hluta dagsins, ýmist í fyrirlestr- um eða við verklega vinnu. Kennt var fimm daga vikunnar, en síðan lesið á kvöldin og um helgar svo sem kostur var á. F^^rstu háskólaárin var tímanum að mestu varið í undirstöðugreinar, eins og efnafræði, eðlis- og stærðfræði og nokkra grasafræði. Þessi ár bjó ég á kvenstúdentagarði og var þar í marglitum og fjörugum hópi. Flestar voru stúlkurnar brezkar, en þó voru allmargar frá Afríku, Asíu og hinurn ýmsu Evrópulöndum, var bæði gaman og fróð- legt að kynnast þar mismunandi viðhorfum manna og þjóða. Félagslifið í skólanum var fjölskrúðugt. Dans- leikir voru iðulega haldnir nokkrum sinnum í viku. Efnt var til fjörmikilla málfunda, sem stóðu gjarna langt fram á nótt. Iþróttafélag skólans starfaði með mildum blóma, og var unnt að leggja stund á flest- ar hugsanlegar íþróttagreinar innan véhanda þess. Auk þess var fjöldi smærri félaga, sem byggð voru á fræðilegum gnmdvelli. En flestir voru stúdent- arnir ötulir við námið og tók því hver og einn að- eins takmarkaðan þátt í félagslífinu. Skólaárið hófst í október og þvi lauk með vor- prófum í júnímánuði. Var oft sérlega fallegt i borginni og umhverfi hennar á vorin og haustin, en vesturströnd Skotlands er eitt úrkomumesta landsvæði Bretlandseyja, enda man ég ekki eftir vetrardegi öðnrvisi en blautum, gráum og köld- um. Þegar liða tók á námið jókst þáttur lifefnafræð- innar stöðugt. Dýr og plöntur voru nú aðalvið- fangsefni okkar í verklegum æfingum, unnum við ýmis efni úr vefjum og líffæmm dýranna og rannsökuðum síðan eiginleika og samstöðu þessara efna. Lífefnafræðin tók nú að skýrast og mótast bet- ur í hugum okkar, og því meir sem við lærðum, þeim mun meir jókst áhuginn og voru nú fræðin okkar loks orðin lifandi og skemmtileg. 1 stuttu máli má segja að lífefnafræðin fjalli um lifveruna, hvort heldur hún er bakteria, gulrót- eða maður, hvernig liún nærist og nýtir næring- una sér til vaxtar og viðhalds. Nú er almennt vitað, að t. d. maðurinn þarf eggjahvítuefni, svkur og fitu, auk hinna svonefndu bætiefna, til að hann vaxi og þroskist á eðlilegan hátt. Þó var það ekki fyrr en á þessari öld, að bæti- efnin voru uppgötvuð og mikilvægi þeirra til að halda góðri heilsu var skilið. I baráttunni gegn hungri í þróunarlöndunum er mjög stuðzt við þá lifefnafræðilegu eða nær- ingarlegu þekkingu, sem við búum vfir í dag. Þótt hungrið byggist að mestu á eggjahvituefna- skorti hjá lægri stéttum þessara landa, þá veldur viss bætiefnaskortur og aminosýruskortur í fæð- unni miklu heilsutjóni og jafnvel dauða. Má þó koma í veg fyrir slikar hörmungar með tiltölulega litlum kostnaði, með því að blanda réttu magni bætiefna í mjölið, sem fólkið neytir. Ýmis smádýr og plöntur eru mun þurftaminni heldur en maðurinn. Til dæmis nægir plöntunni að anda að sér lofti og sjúga vatn og steinefni úr moldinni til að lifa góðu lífi, að vísu er sólarljósið lífsskilyrði. tlr þessari einföldu fæðu býr plantan til sín eigin eggjahvítuefni, sykur og fitu auk margra bætiefna og hormóna. Því má segja, að plantan sé að vissu leyti fullkomnari en dýrin, Frh. á bls. 28 19. JÚNÍ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.