19. júní


19. júní - 19.06.1967, Síða 19

19. júní - 19.06.1967, Síða 19
urnbrot þessi hraun þau, sem einu nalni nefnast Tungnaárhraun og rekja má frá þessu svæði allt til sjávar milli Þjórsár og Hvítár. Tilvist Veiðivatna eða Fiskivatna eins og þau voru áður nefnd hefur vei'ið mönnum kunn frá fornu fari. Þeirra er fyrst getið í Njáls sögu. Þar segir svo frá ferð Flosa á Svínafelli og manna hans, er þeir voru á leið til Bergþórshvols til þess að brenna Njál og skyldulið hans: „Þeir riðu vestr til Skógahverfis ok kómu í Kirkjubæ. Flosi bað alla menn koma til kirkju ok biðjask fyrir; menn gerðu svá. Síðan stigu þeir á hesta sina ok riðu á fjall ok svá til Fiskivatna og riðu nökkru fyrir vestan vötnin ok stefndu svá vestr á sandinn“. Það er ekki fyrr en um 1700, að aftur er getið um Veiðivötn, eftir því sem ég bezt veit, en það er í frásögn Árna Magnússonar. Hann segir meðal annars: „í Fiskivötnum veiða þeir mest í Novembri (quod fieri non deberet), er nógur silungur. Skála- vatri, Langavatn og Fossvatn eru þau sérlegustu, sem i er veitt.“ Næstu heimildir um Veiðivötn er að finna í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá árunum 1752— 1757. Þar segir svo: „Fiskivötn. Þau liggja uppi á öræfurn á milli Rangárvalla- og Skaftafellssýslu, 10 mílur norður frá Heklu. Nú á dögum er sjaldan farið þangað af Suðurlandi, en fyrrum var þar veiðistöð, sem menn sóttu til bæði að sunnan og austan. Þar sjást enn rústir af veiðimannakofum og langir grjótgarðar, sem menn hafa hlaðið til að þurrka á fiskinn11. Fyrsti maður, sem lagði leið sína til Fiskivatna í rannsóknarskyni, var Sveinn Pálsson læknir. Dag- ana 26. ágúst til 3. september árið 1795 fór hann í öræfaferð ásamt einum fylgdarmanni, sem var þauikunnugur á þessum slóðum. Er ferðasaga hans öll hin merkasta og hefur að geyma einu raun- hæfu lýsinguna, sem til er af Stórasjó. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr ferðasögu hans: „Fiski- vötnin eru hópur eða þyrping af griðarmörgum stórum og litlum stöðuvötnum sem næst því í miðj- um óbyggðum landsins, um tvær dagleiðir úr byggð, NNA af Rangárvallasýslu. Þau draga nafn af hinni miklu silungsveiði, sem í fyrri daga var 19. JÚNÍ 17

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.