19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 41
Sigurbjörg Lárusdóttir,
Guðbjörg Brynjólfsdóttir,
Guðrún Heiðberg,
Kristín Sigurðardóttir,
Valgerður Gisladóttir.
Alþjóðafélagið hélt stjórnar- og formannafund í
Aþenu í byrjun sept. s. 1., en enginn fulltrúi fór
héðan.
Næsti alþjóðafundur verður haldinn í London
1.—10. ágúst í sumar. Aðalumræðuefni hans verð-
ur um mannréttindin.
Aðildarfélög geta sent allt að 12 fulltrúa á fund-
inn. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
félagsins, Hallveigarstöðum við Túngötu.
Tillögur og ályktanir:
Sent bréf til Mæðrastyrktarnefndar um lausn á
mæðraheimilismálinu.
I^ýst fylgi með ábendingum barnaverndarnefnd-
ar um útivist bama.
Sent Alþingi meðmæli með frumvarpi um fá-
vitastofnanir.
Sent Alþingi áskorun vegna hinna tiðu slysa á
dráttarvélum og tillö’gur til úrbóta.
Sent borgarstjórn Reykjavikur og stjórn Sumar-
gjafar mótmæli gegn breyttum lokunartíma barna-
heimila.
Send tilmæli til fullti’úaráðs stjórnmálaflokk-
anna hér í Reykjavilc um að konur séu í öruggum
sætum á framboðslistum.
Send umsögn um frumvarp: um aðstoð ríkisins
við rekstur almennra barnaheimila og fóstruskóla,
samkvæmt beiðni menntamálanefndar neðri deild-
ar Alþingis.
Fundur Kvenréttindafélags íslands, haldinn 21.
marz 1967, fagnar því, að síðasta áfanga laganna
mn launajöfnuð karla og kvenna var náð 1. janúar
1967.
Fundurinn telur tímabært, að framkvæmt verði
mat á þeim störfum, á hinum almenna vinnumark-
aði, sem eingöngu konur vinna.
Fundurinn lýsir eindi-egnum stuðningi sinum við
þá réttmætu kröfu talsímakvenna, að þær verði
hækkaðar úr 7. í 9. launaflokk, þar sem ýmsir aðrir
og betur launaðir starfshópar hjá landssímanum
hafa fengið tveggja launaflokka hækkun, svo sem
talsímakonur við útlönd, sem hækkuðu úr 9. í 11.
launaflokk.
Lára Sigurbjörnsdóltir.
Tillögur frá fulltrúaráösfundi
Kvenrettindafélags Islands 1966
Áttundi fulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags Islands um
réttindi barnsins, haldinn 4. og 5. iúní 1966, telur að upp-
vaxandi kynslóð eigi rétt á því að þjóðfélagið búi henni eins
mikið öryggi og hollt umhverfi og auðið er og lætur því
eftirfarandi álit í ljósi.
FUNDURINN TELUR:
1. að það sé skylda byggjenda og eigenda fjölbýlishúsa að
láta útbúa á lóðum húsanna leikvelli fyrir börnin, sem í
húsunum búa og ætti það að vera skilyrði fyrir byggarleyfi,
2. að öll börn í borgum, bæjum og þorpum eigi allt fram
að skólaaldri rétt á því öryggi, sem gæzluleikvellir, leik-
skólar og dagheimili veita. Fundurinn telur, að þann rétt
eigi börnin jafnt, þótt mæður þeirra vinni ekki utan heimilis,
3. að nauðsynlegt sé að vinnustaðir starfræki dagheimili
fyrir börn starfsliðsins,
4. að starfrækt verði við barnaskólana dagvistarheimili,
einkum fyrir þau börn, hverra foreldrar koma ekki heim frá
vinnu fyrr en eftir skólatíma og þau börn, sem búa við
þröng húsakynni. 1 dagvistarheimilinu gætu börnin átt at-
hvarf við nám og ieiki og þar æltu þau kost á að fá mat,
5. að þar sem skólaferðalög barna og unglinga fara mjög
i vöxt, jafnt til útlanda sem innanlands, þurfi eftirlit með
þeim að aukast og einkum beri að gæta þess, að leiðsögu-
menn séu reglusamir og stjórnsamir. Einnig að kostað verði
kapps um að ferðakostnaði sé jafnan stillt í hóf,
6. að starfrækja eigi æskulýðs- og tómstundalieimili í
hverju skólahverfi Reykjavíkurborgar, svo og i bæjum og
þorpum úti um land. 1 þvi sambandi vill fundurinn benda
á félagsheimilin,
7. að stuðla beri að því að fólk sérhæfi sig í æskulýðs-
leiðtoga-starfi og væri æskilegt að Kennaraskóli Islands eða
Háskóli Islands komi á fót námskeiðum i þessum tilgangi.
FUNDURINN TELUR ÞVl:
1. að auka þurfi eftrilit með uppeldi og heilsufari barna
á bernskuskeiði, m. a. með því að koma á skipulagsbundnu
eftirlili frá þvi ungbarnavernd sleppir og þar til heilsugæzla
í barnaskólum hefst,
2. að veita beri einstæðum mæðrum alla þá félagslegu að-
stoð, sem gerir þeim kleift að annast börn sin utan vinnu-
tíma, t. d. með því að fjölga dagvöggustofum, dagheimilum
og setja á stofn mæðraheimili,
3. að setja þurfi fleiri „systkinaheimili" á stofn, til þess
að börn þurfi aldrei að vera til langframa á dvalaivöggu
stofum og vistheimilum, enda verði að því unnið, að ung-
börnum, sem ráðstafa þarf, verði innan eins árs aldurs komið
fyrir á „systkinaheimili", í fóstur eða ættleiðingu eftir
atvikum,
4. að heimuvistarskóla og skólaheimili, sem jafnframt væru
vinnuskólar á sumrin, þurfi að setja á stofn fyrir börn, sem
vanrækja skólanám.
19. JÚNÍ
39