19. júní


19. júní - 19.06.1967, Page 27

19. júní - 19.06.1967, Page 27
AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR EIGUMVIDAÐ SITJA HEIMA? Hér í vetur einu sinni hringdi Hildur Kalman til mín og fór fram á að ég kæmi einhvern tima með eitthvert spjall í þættinum, „Við sem heima sitjum“. Ég svaraði að bragði: „Eigum við að sitja heima“. Og hún svaraði, að það gæti sannarlega verið þess vert að ræða það, svo að okkur kom saman um að gefa þessu spjalli mínu hér þetta nafn: „Eigum við að sitja heima?“ Hverjir eru það þá, sem sitja heima og hlusta fyrst og fremst á þáttinn: „Við sem heima sitjum“. Það mundu náttúrlega fyrst og fremst vera þeir, sem ekki komast að heiman, sjúklingar og gamal- menni og þeirra vegna ætti þessi þáttur að minnzta kosti að öðrum þræði að vera skemmtiþáttur, og hefur líka oft verið það, því að ég get vel lýst því yfir, að ég tel þáttinn vfirleitt hafa tekizt mjög vel og náð tilgangi sínum, og er þetta rabb mitt hér engin gagnrýni á þáttinn. En sá aðili, sem ég hygg að sé aðallega helgaður þessi tími til skemmtunar og fróðleiks, eru húsmæðurnar, sem af ýmsum ástæðum sitja heima, bæði til sveita og í þorpum og bæjum, því það eru ekki margir karlmenn, sem sitja inni við á heimilunum á milli klukkan 2—4 á daginn. Þátturinn hefur líka oft verið fræðsluþáttur fyrir húsmæður og sést á því, að hann er að minnsta kosti að nokkru leyti helg- aður þeim til þess að fræða þær og skemmta þeim við tilbreytingarlitil innanhússstörf. Við lifum á kvenréttindaöld. Konan hefur flutt verkahring sinn út af heimilinu að meiru eða minna leyti, og getur nú víðsvegar um heim unnið að starfsgreinum, sem áður voru ætlaðar karlmann- inum einum, ef hún kærir sig um. Ég veit ekki betur en konur sómi sér vel í hinum ýmsu stöð- um og störfum, sem þær hafa tekið að sér, bæði hér á landi og annars staðar, og leysi þau yfirleitt að hendi engu síður en karlmennirnir. Ég gæti meira að segja trúað því, að þan’ hefðu frekar meiri en minni ábyrgðartilfinningu gagnvart stöðu sinni og starfi, en þeir hafa. Að minnsta kosti minnist ég ekki að hafa heyrt eða lesið um þá mótbáru gegn starfi kvenna utan heimilis. Það er yfirleitt ekki illa séð, ef þjóðfélagið þarf á vinnu konunnar að halda utan heimilis, eins og er hér hjá okkur. Sjálfsagt verður annað uppi á teningnum, þegar kynin fara að keppa hvort við annað á vinnumark- aðnum, en þá koma líka mörg önnur sjónarmið til greina, sem ekki er tími til að ræða hér að sinni. Það, sem ég ætlaði að ræða hér er það, hvort það sé æskilegt, að konan, ef hún getur það vegna fjárhagslegra ástæðna, helgi sig eingöngu heimilis- störfum, uppeldi barna sinna og umhyggju fyrir eiginmanninum. Að hennar heimur og hugsun miðist sem sagt við hennar heimili og það, sem því er tengt, að minnsta kosti á meðan hún er að ala upp börnin og koma þeim frá sér. IJm þetta efni hefur allt frá upphafi kvenrétt- indahreyfingarinnar verið mildll ágreiningur og menn skipzt mér liggur við að segja í tvo öfga- flokka. Annar flokkurinn, þar á meðal flestar svæsnustu kvenréttindakonurnar halda því fram og fara hinum háðulegustu oi'ðum um þá, sem öðru- vísi líta á málið, að karl og kona séu sálarlega alveg eins sköpuð, hafi sömu þrár og fýsnir og sömu hæfileika í öllum greinum, ef þeir eru rækt- aðir. Það séu aðeins kringumstæðurnar og alda- gömul ræktun á ólíkum eigindum mannsins, sem framkalli þann mismun, sem talimt er vera á inn- ræti kynjanna. Hinn ílokkurinn er sannfærður 19. JÚNÍ 25

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.