19. júní


19. júní - 19.06.1967, Page 24

19. júní - 19.06.1967, Page 24
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Arsdvöl A hveravöllum I. Það er óneitanlega ólíkt að eiga heima í marg- menni og búa í óbyggðum árlangt — og þó kannski ekki eins og við mætti búast, þegar húsakynnin eru góð og þægindin hin sömu, rafmagn og hita- veita. En veðurathuganastöðin á Hveravöllum hefur upp á allt þetta að bjóða. Auk þess var þar talstöð, þótt hún reyndist léleg og erfiðlega gengi oft að ná sambandi við umheiminn, sérstaklega í svartasta skammdeginu. En nú er þar komin önnur og betri, sem reynzt hefur vel. IJtvarp höfðum við líka, en skilyrðin voru slæm. Þó náðum við oftast hádegisfréttum, en yfir vetr- armánuðina þýddi lítið að ætla að hlusta á kvöld- in, eða yfirleitt þegar skyggja tók. öll hljómlist var dauðadæmd vegna utanaðkomandi hljóða og gargs, sem blandaðist saman við. Raddir leikara heyrðust einnig mjög illa að undantekinni rödd Gunnars Eyjólfssonar. Oftast heyrðist það, sem hann sagði, þótt ekki væri hægt að greina orðaskil hjá öðrum. II. Margir hafa spurt, hvort okkur hafi ekki leiðst eða við orðið leið hvort á öðru að vera tvö ein svona langan tíma. En því er til að svara, að eng- inn tími var til að láta sér leiðast, hvorki tilveran eða hvort annað. Fram á haustið lögðu margir leið sína inn á Hveravelli, og fólk frá Veðurstofunni dvaldi þar um tíma við að leggja síðustu hönd á verkið áður en hin raunverulega veturseta byrjaði. Var þá líkara sem við rækjum þarna hótel en dveldum á öræfabýli. Síðan hélt bróðir minn uppi ferðum til okkar að meðaltali einu sinni í mánuði framan af vetri, eða meðan nokkur leið var að brjótast til okkar á jeppum. Tók ferðin upp í 18 klukku- tíma, þegar verst gekk. Um miðjan febrúar komst hann síðast alla leið, en um miðjan marz kom snjóbíll á vegum Sauðfjárveikinefndar. Svo kom lengsti timinn, sem við sáum engan, eða þrír og hálfur mánuður. Þá tókst bróður mínum að komast alla leið eftir ítrekaðar tilraunir. Var það síðari hlutann í júní, eða mánuði seinna en við höfðum gert okkur vonir um. Fannst okkur sá mánuður vera lengst að líða, sennilega Aregna þess að þá vorum við farin að búast við fólki. Oft höf- um við farið i gönguferðir til þess að kanna færð- ina í næsta nágrenni og ræstum þá fram tjarnir á veginum, sem vatnið náði ekki að renna úr. III. Mér eru sérstaklega minnisstæðir tveir óveðurs- dagar. Annar var um hausdð. Þá skall á rok og svo ofsaleg rigning að líkast var sem öldur skyllu á lúðunum, enda héldu gluggarnir ekki öllum þeim ósköpum, þótt þéttir væru. Regnið smeygði sér með undraverðum mætti inn með körmunum. En það var nú ekki það versta. I nokkurri fjarlægð er dæluhús, og dælan þar dældi vatni í ibúðarhúsið. Þegar líða tók að hádegi, hvarf allt vatn úr krön- unum. Vissulega meinleg örlög að vera vatnslaus inni með allan þennan beljanda úti. Okkur þótti trúlegt að vatn hefði komizt inn um opiö á dæluhúsinu og stöðvað dæluna. Við klæddum okkur í regngalla og héldum beinustu leið niður brekkuna að dæluhúsinu, vopnuð föt- um og skóflum. En langt höfðum við ekki farið, þegar jörðin tók að gefa eftir undir fótum okkar, og ef við stöldruðum við, héldum við áfram að síga niður. Eina leiðin var að vera nógu fljótur að kippa fótunum upp, nema mann langaði þá til að líta við í neðri byggðum. Að endingu komumst við þó alla leið. Hafði þá veðurofsinn hrúgað mold og grjóti fyrir hurðina, svo að varla sá í hana. Var erfitt verk að moka það allt í burtu og mega aldrei standa í sömu sporum til þess að festast 22 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.