19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 29
ekki nýtilkomið, að konan hafi hjálpað manninum til þess að vinna fyrir heimilinu, það hefur hún ævinlega gert í okkar fátæka þjóðfélagi, en fram undir siðustu tíma ekki Jjau störf kallað hana burtu af heimilinu, og þegar Jiau gera það, óttast margir að það verði til þess að eigin heimili og börn séu vanrækt og stafi þvi af Jrví þjóðfélagsleg hætta. Eins og ég tók fram áðan hafa heitustu kven- réttindakonurnar haldið því fram, að enginn mun- ur væri á karli og konu, að því er snertir hæfi- leika, starfsgetu og önnur andleg eigindi og væri of langt mál að fara út í það. A þessum grund- velli unnu amerískar konur sína stóru sigra i upp- hafi, og bjuggust við að útrýma smátt og smátt öllum þessum mismun kynjanna á andlega svið- inu. En eftir því, sem einni forustukonu þeirra nú, Betty Fredman, segist frá, hefur þetta farið nokkuð öðruvísi. Hún segir orðtak nútímans vera: „Kona, farðu heim aftur“, og síðan sé hún lokuð inni á heimilinu eins og í gamla daga. Er of langt mál að fora mikið út í það kerfi, sem hún byggir upp máli sínu til stuðnings, en mesta sök telur hún sál- fræðingana eiga, og er það þá fyrst og fremst Freud og lærisveinar hans, sem telja konuna eigin- lega ekkert annað en kynveru, sem leiti ekki ann- ars en einhverrar fullnægju á því sviði. Síðan taka skólar og uppeldisfröinuðir við. Konan á ekki að hafa áhuga á öðru en sínum sérgreinum, heimili og börnum og svo að ganga í augun á karlmann- inum, og til þess þarf hún ósköpin öll af alls konar tilhaldsmeðulum. Hún Jiarf því að fá sérstakt upp- eldi innan skólanna, sem fullnægir þessum þörf- um hennar og þrám, og það er sannarlega látið í té. Þá tekur verzlun og viðskipti við: Bandaríkin eru full af kvennablöðum og skemmtitímaritum fyrir konur. ÖIl dekra þau við þessar sérstöku kvenlegu eigindi, sem búið er að slá föstu að heyri kvenkyninu til. Nenni ég ekki að fara nánar út i þetta, vil aðeins minna á tízkuna á öllum svið- um, sem gerir konurnar að viljalausum Jirælum, af J)ví að þær Jiora ekki að vera öðruvísi en aðrir. Og allt er þetta verzlunarvara, rekin í gróðaskyni af karlmönnum, því að jafnvel kvennablöðin eru gefin út af karlmönnum. Og hver verður svo út- koman af öllu dekrinu við þetta sérstæða kveneðli. Að Jiví er Betty Fredman segir: taugaveiklun hjá konunum, sem sitja heima og fara eftir öllum ráð- um sérfræðinganna í tizku, kynlifi og lifsháttum öllum, svo að nálgast geðveiki og þá er leitað til læknanna, sálfræðinganna sérstaklega, sem geta þá við lítið ráðið. Auðvitað getur þetta ekki verið nema viss hópur kvenna og þá sérstaklega innan efnaðri stéttanna, þar sem konan þarf ekki að vinna fyrir heimilinu, en svona eru lífsgæðin stundum misnotuð. Nýlega hef ég heyrt, að búið sé að stofna nýja tegund kvenréttindafélaga í Ameríku, beinlínis til þess að vinna á móti þeim öfuguggahætti í uppeldi konunnar, sem hér hefur verið sagt frá. Auðvitað er ástandið hér á landi ekkert likt Jiessu, ef rétt er frá skýrt. Jafnrétti við karlmann- inn er nú fengið í lögum, líka launajafnrétti, og þjóðfélagið þarf á vinnu allra sinna þegna að halda. Það er því konunni í sjálfsvald sett, samkvæmt efnum og ástæðum, hvort hún situr heima eða vinnur úti að meiru eða minna leyti, og ætti hvor- ug að halla á hina. Eitt vildi ég þó benda á, kon- unni, sem heima situr, hún má gæta þess vandlega, að láta ekki einangrast. Allt er á ferð og flugi, tímarnir breytast á nokkrum árum meir en þeir gerðu áður á heilum mannsaldri. Það er ekki um annað að gera, en að breytast sjálfur með nýjum viðhorfum, annars dagar okkur uppi og við verð- um að nátttröllum. Þar stendur konan, sem er úti á straumkastinu betur að vígi, jafnvel í vanda- málum heimilisins og samskiptum við eiginmann- inn. Og í öllum viðbiögðum lífsins kemur mennt- unin að miklu gagni. Þess vegna á konan, hvar sem hún lifir í þjóðfélaginu, að halda áfram að reyna að auðga anda sinn og víðsýni sitt með lestri góðra bóka og félagslegu starfi, sem alls staðar kallar á hana til starfa. Hún má aldrei láta sér nægja sitt eigið litla heimili, hversu vndislegt sem það er, hún er jafnframt þegn þjóðfélagsins og borgari í ríki jarðlífsins. Fyrir hennar atbeina verður lífið í kringum hana annað hvort ofurlitið betra eða verra, en hún hefði ekki verið til og það er mikil ábyi'gð. Fyrir mörgum árum sá ég bréf frá hér- lendri menntakonu, sem stundað hafði sjálfstæða atvinnu, áður en hún giftist, en gaf sig síðan ein- göngu við heimili, börnum og eiginmanni. Hún skrifaði: „Sál mín er að drukkna í börnunum“. Þessum orðum hef ég aldrei gleymt, en auðvitað var engin hætta á ferðum fyrir þessa konu, því að hún hafði opin augun og sá að hún bjargaði einnig börnunum bezt með því að halda sambandi við hið streymandi, lifandi líf. 19. JÚNÍ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.