19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 32
PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR kennari HLUTVERK KONUNNAR Á TÆKNIÖLD Willst du genau erfahren, was sich ziemt. So frage nur bei edlen Frauen an. (J. W. Goethe: Torquato Tasso.) Um leið og þeirra er minnst með þakklæti og virðingu, sem áttu frumkvæðið að því að bæta að- stöðu konunnar og auka rétt hennar, er ástæða til þess að staldra við og athuga hvert stefnir, hvort við e. t. v. kaupum jafnréttið of dýru verði, hvort við missum sjónar á aðalhlutverki okkar, að vera móðir og kona, og hvort uppeldi dætra okkar er svo háttað, að þær séu færar um að taka að sér það hlutverk, sem bíður þeirra flestra. í'.g valdi að einkunnarorðum setningu úr einu leikriti Goethes: Viljir þú vita hvað er sæmandi, spyrðu göfuga konu (lauslega þýtt). Þegar ég heyrði þessi orð Goethes í fyrsta sinn fyrir meira en 20 árum, varð ég hreykinn af því að vera kona, að tilheyra því kyninu, sem meiri kröfur voru gerð- ar til um hegðun, og sem hafði staðizt þær kröfur svo vel, að taka mætti til fyrirmyndar. Mér fannst það háleitt og eftirsóknarvert takmark fyrir kon- una, að viðhalda þeirri skoðun, að hegðun göfugrar konu væri ákvarðandi fyrir mat á því, hvað þætti mannsæmandi framkoma. En það er sjálftsagt ástæða til að hugleiða, hvort orð Goethes geti enn- þá verið í gildi á dögum jafnréttis kynjanna, hvort við viljum láta líta upp til okkar, hvort við vilj- um uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra, sem taldar eru til fyrirmyndar og hvort uppeldið i dag stefnir að því að konan uppfylli þessar kröfur, eða hvort það leggur fyrst og fremst áherzlu á jafn- rétti kynjanna. Stutt grein getur enganveginn gert þessu yfir- gripsmikla og flókna efni næg skil, það snertir bæði viðkvæmustu mannleg samskipti og þjóðfélagsleg og efnahagsleg vandamál, en það var svo heillandi og ásækið viðfangsefni, að ég gat ekki stillt mig um að hreyfa því á þessum vettvangi. Ég viðurkenni að viðhorf mitt er persónulegt og huglægt, og dregið mjög skýrum dráttum og ekki tekið tillit til þess, að mismunandi manngerðir við margbreytilegar aðstæður gætu e. t. v. með góð- ur árangri brugðist öðruvisi við vandamálunum, en ég geri í þessari grein. Mér er ekki kunnugt um neinar rannsóknir á því að hvaða leyti eðlisgerð konu er frábrugðin eðlis- gerð karlmanns, og að hve miklu leyti sá mismun- ur, sem gætir í greind konunnar, hugsunarhætti, viðhorfum og hlutverkum, er áunninn gegnum ald- irnar. Sagan getur frætt okkur um þann mismun, sem hefur verið á stöðu kynjanna, en hún segir okkur ekki hvað er eðlislægt, sígilt eða nauðsyn- legt í þeim mismun, sem fram kemur á ýmsum tímum meðal mismunandi þjóða. Því verðum við sjálf að leitast við að gera okkur grein fyrir. Það þykir orðið sjálfsagt í okkar þjóðfélagi, að konan fái tækifæri til að mennta sig og auðvitað á hún að gera það, hún er skynsemi gædd vera eins og maðurinn og er áskapað að þroskast við marg- vísleg viðfangsefni. Hjónahand og barnauppeldi krefst líka menntunar, skilnings og víðsýnis, þrosk- aðs og sveigjanlegs persónuleika. Að engin fræði- grein gefur fullnægjandi leiðsögn í þessum efn- um, byggist ekki á því, að það sé sjálfsagður hlut- ur að vita hvað gera skuli, heldur á hinu, að upp- eldi sjálfs sín og annarra er hið vandasamasta hlutverk, sem manninum er lagt á herðar. Að auki svo fjölbreytilegt, að aldrei verður hægt að gefa almennar tæmandi reglur. Það er heldur ekki nóg að vita með skynseminni hvað við á, þekkingin þarf að verða hluti af persónuleikanum, svo að upp af henni vaxi háttvísi, samúð og hógvært við- mót. Með öðrum orðum, það er engin ein náms- grein, sem kennir hjúskapar- og uppeldislist, en menntun — öll sönn menntun — stuðlar að mann- skilningi og auknu manngildi. Einkunnarorð skólanna, að þeir eigi að búa undir lífið en ekki próf á einstökum, afmörkuðum svið- um, verður vonandi að raunveruleika í náinni framtíð, svo að dætur okkar geti sótt þangað margt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.