19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 42
Áttundi fulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags Islands tel- ui það rétt barnsins, að það sé verndað gegn þeirri hættu, sem geðheilsu þess stafar af, að horfa á glæpa-, leynilög- reglu- og kúrekamyndir, hvort heldur er í kvikmyndahúsi eða i sjónvaipi. Fundurinn vill minna á frétt frá rannsóknum um þessi mál á vegum sameinuðu þjóðanna, en þar koma í ljós, að hættan stafaði ekki aðeins frá beinum áhrifum frá ofbeld- inu, sem myndirnar sýna, heldur væri það djúptækara og alvailegra vandamál, sem felst i spennunni og óróleikanum, sem slikir dagskrárliðir skapa og viðhorfunum til þjóðfélags- ins, sem þeir vekja hjá börnunum. Vill fundurinn mótmæla því, að erlent sjónvarp skuli hafa fengið að dreifa slíku efni til ótrúlega mikils fjölda af ís- lenzkri æsku. Fundurinn skorar því á menntamálaráðherra að sjá um, þegar islenzka sjónvarpið hefst, að ekki verði slíkir dag- skrárliðir fluttir þar. Fundurinn telur að banna beri innflutning, tilbúning og sölu á hvers konar leikföngum, sem stefna að ófriði í leik og vekja áhuga á styrjöldum og að herða verði á eftirliti með gerð á sprengjum, sérstaklega um áramótin. Ennfrem- ur að strangt eftirlit þurfi að hafa með þvi, að börn og ungfingar búi ekki til og leiki sér að ýmsum hættulegum leikföngum, svo sem teygjubyssum og loftbyssum. Fundurinn telur, að það sé réttur barnsins að vera vernd- að gegn andlegri og likamlegri hættu, sem af slikum leikj- uin og leikföngum stafar. Fundurinn skorar á foreldra og aðstandendur barna að gæta barna sinna, að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur, fyrir áhrifum striðshyggju og hvers konar ómenn- ingar, t. d. með því að láta þeim aldrei í hendur eða að liða að þeim séu gefin leikföng, sem eru eftirlíkingar dráps- og slríðstækja, láta þau aldrei sjá vissa sjónvarpsþætti eða kvikmynd, sem þeim eru bannaðar. Fundurinn telur, að það sé réttur barnsins, að foreldrar þess og aðstandendur reyni sérstaklega að vernda það gegn stríðshyggju og annarri ómenningu. Fundurinn vill vekja athygli foreldra á þvi, að efling kristindómsfræðslu og kristileg áhrif ó uppeldi barna er það bezta, sem gert er til að verja þau fyrir illum áhrifum efnis- hyggjunnar, og beiti þeir því áhrifum sínum til þess að lögð verði meiri óhrezla á kristindómsfræðsluna allt skyldu- námsstigið. Fundurinn þakkar jafnframt allt starf, sem unnið er á þessu sviði á vegum kirkjunnar og annarra, en þó telur hann, að starf þetta þurfi að efla. Fundurinn skorar á foreldra og aðra uppalendur að gera allt, semí þeirra valdi stendur, til að búa börnum og ungl- ingum heimili, sem er þeim þægileg vistarvera og ákjósan- legur dvalarstaður til tómstunda. Fundurinn skorar á foreldra og aðra uppalendur að gæta þess að hafa ekki um hönd eða neyta áfengis á þeim heimil- um, sem börn og unglingar eru og að vanda framferði sitt í hvivetna, svo að þeir verði börnunum sú fyrirmynd sem þeir ber skylda til. Áttundi fulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags Islands vill enn vekja athygli á því, að það virðist heyra undantekn- ingum til, að konur séu tilnefndar í opinberar nefndir, má þar nefna UNESCO-nefndina og nefnd þá, sem á að undir- búa 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, svo og hina árlegu lijóðhátiðarnefnd Reykjavíkurborgar. — Beinir fundurinn því jieim tilmæluni til ríkisstjórnarinnar, að hún skipi konur í fyrrgreindar nefndir, og til borgarstjórnar Reykjavikur að kjósa konur jafnt og karla í hátíðanefndii. Fundurinn fagnar jiví, að skýrt er tekið fram í lögum um vernd barna og ungmenna, að í barnaverndarnefndum skuli jafnan vera bæði konur og karlar, en telur miður farið, að ekki skuli vera sama ákvæði um barnaverndarróð Islands. Fundurinn skorar því á meimtamálaráðherra að skipa a. m. k. eina konu i ráðið, og sé hún móðir. Áttundi fulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags Islands bein- ir Jiví til orðunefndar, að á meðan það er talinn virðing að fé orðu, sem viðurkenningu á vel unnu starfi, jiá verði þess framvegis gætt, að konur séu ekki sniðgengnar við orðuveit- ingar, þvi að varla mun liægt með réttu að segja, að konur ræki hlutverk sitt verr en karlar. Áttundi fulltrúaráðsfundur K. R. F. 1. vill vekja athygli á hættu þeirri, sem barnshafandi konum stafar af „rauðum hundurn". Skv. fréttum dagblaðanna nýlega voru 15 börn fædd heyrnarlaus af þeirra völdum eftir að þeir gengu síðast. Konurnar þurfa sjálfar að vera vel ó verði, og ef þær fá „rnuða hunda“ í byrjun meðgöngutímans, að fá þá læknis- vottorð um það, jió fæst fóstureyðing framkvæmd. skv. lögum. Áttundi fulltrúaróðsfundur K. R. F. Í. felur stjórn félagsins að athuga á hvern liátt megi skipuleggja samstarf kvenfé- laganna og K. R. F. 1. Felur fundurinn stjórninni að leggja fyrir næsta landsfund tillögur í málinu. Til útsölumanna blaðsins 19. júní Eins og að undanförnu verður 19. júní, blað Kvenréttindafélags Islands, sent kvenfélögum og öðrum þeim, sem hafa haft útsölu blaðsins út um land. Sölulaun 15% dragast frá útsöluverðinu eins og meðfylgjandi reikningar sýna. Auk þess má draga frá sendingarkostnað þeirra peninga, sem inn koma og er æskilegt að þeir verði sendir í póst- ávísun og er þá nóg að laka póstkvittun, svo að ekki þurfi að senda sérstakar kviitanir til útsölu- manna. Ekki er nauðsynlegt að binda sölu blaðs- ins við 19. júní, þótt góður söludagur sé, það má geyma óseld blöð til haustsins, þegar félagsstörf hefjast, en senda greiðslur sem fyrst fyrir það sem selst og gera skil ekki seinna en i nóvember vegna ársreikninganna. Afgreiðsla 19. júní er nú á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, skrifstofu K.R.F.I., og er hún opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kltikkan 16—18. Simi: 18156. 40 19. Júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.