19. júní


19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1967, Blaðsíða 11
Launajafnrétti í framkvæmd Frh. at us. 5 I samningi félagsins við Vinnuveitendasamband Islands frá 25. marz 1953 náðist ákvæði um að kvennavinna við fiskflökun skyldi greidd með kaupi Dagsbrúnarmanna í almennri dagvinnu. Ári síðar eða 22. marz 1954 varð samkomulag milli sömu aðila um að undir þetta kaupákvæði skyldi einnig falla kvennavinna við upphengingu skreiðar í hjöll- um, uppþvottur á skreið og vinna við að hlaða skreið á bíla. Hinn 19. jan. 1955 gerðu verka- kvennafélögin Framsókn í Reykjavík og Framtíðin í Hafnarfirði nýtt samkomulag við Vinnuveitenda- samband Islands um grunnkaup og vinnutima- breytingu. Fengu félögin þá viðurkennt að meta skyldi kvennavinnu við „hreistrun, blóðhreinsun á fiski til herzlu og uppspyrðingu á fiski til herzlu“, jafnt og almenna vinnu karla. Sömu aðilar semja enn 13. maí 1957 um að „vinna við vöskunarvélar“ (himnudráttur og blóð- hreinsun) skuli falla undir hæsta kauptaxta, þ. e. greiðast með kaupi karla. Hinn 26. ágúst 1959 undirrita sömu aðilar enn nýtt samkomulag, og færast þá upp í hæsta taxta (karlakaups) vinna við: „mötun í karfaflökunar- vélar“ og „. . . . aðalhreingemingar í bátum, skip- um og húsum (vor- og hausthreingerningar)11. 1961 taka nýir samningar gildi hinn 1. júní, og færast þá enn til viðbótar i hæsta taxta (karla- kaup) vinna við söltun hrogna og við saltsíld í tímavinnu, mötun í þorskflökunarvélar og vinna í gor klefum. Eftir tæpt ár eða 29. maí 1962, eru með samningi færð í hæsta taxta „öll vinna við óverkaðan, óvaskaðan saltfisk, þar með söltuð þunn- ildi og söltuð fiskflök, söltun og talning frá vaski, söltun síldar frá hausunarvél og framleiÖsla á súr- sild i tunnur“. Hinn 19. nóv. s. á. er enn bætt við „vinnu við heilfrystingu á síld“. Nokkur breyting varð þó á þessu með samkomulagi gerðu 27. júní 1963, þann- ið að vinna sú, sem er auðkennd með undirstrik- uðu hér að framan var ásamt „mötun í síldar- flökunarvél" færð í sérstaxta, sem var 50 aurum lægri pr. vinnustund en I. taxti (karlakaup). Við samningsgerð 1965, dags. 9. júlí þ. á. færð- ist I. taxti fyrrgreindra verkakvennafélaga til jafns við II. taxta verkakvennafélaganna. Og 1. jan. 1967 er allt kaup verkakvenna miðað við I. og II. taxta verkamanna. KAUPGJALDSÞROUN HJÁ VERKAKON UM Alvinnuleg og félagsleg aðstaða kvenna í höfuð- borginni hefir leitt til þess að sögulega er litið á V. K. F. Framsókn sem forystufélag í baráttunni fyrir launajafnrétti kvenna móts við karla. I 50 ára afmælisriti félagsins birtist yfirlit um þróun kaupgjalds samkv. tímakaupstöxtum þess annars vegar og V. M. F. Dagsbrúnar hins vegar. Yfir timabilið frá stofnun félagsins 1914 til árs- loka 1961 lítur sagan um launamun kvenna og lcarla þannig út í hlutföllum: KAUPTAXTAR FÉLAGSINS I hinum fyrstu aukalögum, er voru samþykkt á fundi 28. nóv. 1914, var settur kauptaxti fyrir verkakonur. Félagið steig fyrsta sporið í kaupgjalds- baráttunni af dirfsku og sanngirni. 191T—16 25 aurar ........... 71.4 1916— 17 40 — .......... 80.0 1917— 18 36 — 60.0—48.0 1919 30/4 55 — .......... 61.0 1920 1/4 97 — .......... 74.6 1921 70 — .......... 58.3 1925 marz 90 — . ........ 64.2 1926 26/3 80 — .......... 57.1 1927 1/4 70 — .......... 58.3 1930 14/5 80 — .......... 58.8 1937 sept. 90 — .......... 62.0 1942 14/9 1,40 kr.............. 66.6 1944 14/5 1,64 — .......... 66.9 1946 7/3 1,77 — .......... 67.0 1947 28/3 1,85 — .......... 66.0 1949 23/3 2,00 — .......... 64.9 1949 11/7 2,20 — .......... 71.4 1953 25/3 6.60 — .......... 71.4 1955 19/1 7,00 — .......... 68.8 1955 30/6 7,70 — .......... 75.7 1956 5/3 7,83 — .......... 74.3 1958 29/8 8.84 — .......... 74.8 1958 9/10 9.22 — .......... 78.0 1961 24/6 18,95 — .......... 83.3 1962 29/5 21,35*— .......... 86.0 1963 27/6 24,90 — .......... 88.0 1963 21/12 28,38 — .......... 89.7 1964 2/7 30,81 — .......... 91.1 * Kauphækkun skv. lögum um launajöfnun hófst 1.jan. 1962. FRAMHALD á bls. 11. 19. JÚNÍ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.