19. júní - 01.10.1994, Síða 8
„Fékk ekki starf hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins"
— þrátt fyrir sérþekkingu varðandi meðferð mála við kyn-
ferðisbrotum gegn börnum
Sigrún Sigurðardóttir lagði inn umsóknir um starfhjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og lögreglunni á Ak-
ureyri í febrúar s.l. þar sem hún var að hætta lögreglustörfum á ísafirði. Hún fékk starfvið sumarafleys-
ingar hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri en frétti þá afþví að afleysingastaða væri að losna hjá RLR
þar sem einn lögreglumanna þar væri að fara í ársleyfi og ítrekaði því umsókn sína. Henni var lofað svari
síðast í ágúist, sagt að hún hefði ágæta möguleika en í lok október var henni tilkynnt að það væri búið að
ráða annan í starfið. „Það hefur oft verið talað um að það séu fáar konur í RLR og það afsakað með því að
það sæki svo fáar konur um. Samkvæmt þingsályktunartillögu frá sl. vetri skal stefnt að því að fjölga kon-
um í RLR og því er ég ekki sátt við þetta, sérstaklega með tilliti til þess að ég hefkynnt mér meðferð varð-
andi kynferðisbrot á börnum erlendis og get hvergi nýtt mér þá reynslu betur en innan RLR."
öðrum húsum. Mikil áhersla er lögð á að
ná trúnaði barnsins og að viðmælandi
kynnist því. Þá voru sýnd myndbönd þar
sem rætt er við börn og m.a. sýnt hvað þau
geta verið lokuð hvað varðar þá misbeit-
ingu sem þau hafa orðið fyrir, börn sem
eru jafnvel ekki nema 3-4 ára gömul og
opin á öllum öðrum sviðum. Mikil sam-
vinna er meðal hinna ólíku stétta sem fást
við þessi mál í Bandaríkjunum, svo sem
geðlækna, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræð-
inga og lögreglunnar. Þegar ég kom hingað
heim sá ég hvað við stöndum aftarlega á
þessum sviðum hér á landi. f Lögregluskól-
anum er t.d. ekki minnst á kynferðisbrot
gegn börnum eða hvernig rannsaka eigi
þau mál.
Mig langaði til að fá að nota þekkingu
mína innan RLR en þangað berast kærur
varðandi kynferðisafbrot. Fyrstu ferð mína
til Bandaríkjanna fór ég í janúar og síðar
átti að vera vikunámskeið í apríllok og í
september. Ég fór aftur í apríl og bað þá
það fólk sem ég hafði kynnst þarna að at-
huga hvort ég gæti nýtt ferðina til að afla
frekari upplýsinga um þessi mál. Þau
bjuggu dl dagskrá fyrir mig og að lokinni
vikudvöl í Alabama fór ég til Boston og var
þar á vikunámskeiði um sömu málefni.
Þaðan fór ég til Dallas og var í starfskynn-
ingu í viku á sérdeild lögreglunnar þar sem
fjallað er um ofbeldi gagnvart börnum.
Deildin er tvískipt, annars vegar er fjallað
Sigrún byrjaði í sumarafleysing-
um í lögreglunni á ísafirði, fór
síðan í Lögregluskólann og
vann á ísafirði þar til nú á þessu
ári er hún fór að vinna sem
rannsóknarlögreglukona á Akureyri frá
júní fram í október.
Hún vinnur nú við afleysingar í tvo til þrjá
mánuði við almenn lögreglustörf á Höfn í
Hornafirði.
Hún hefur mikinn áhuga á að bæta
meðferð mála varðandi kynferðisbrot gegn
börnum. Fyrsta námskeiðið sem hún fór á
var haldið á vegum Kvennaathvarfsins í
Reykjavík haustið 1992. „Ég kostaði mig
sjálf á námskeiðið, var þá á ísafirði og
þurfti að kaupa mér flugfar suður og greiða
kostnað við námskeiðið. Þar fékk ég inn-
sýn í ferli heimilisofbeldis og viðtalstækni
við börn sem búa við ofbeldi innan veggja
heimilisins. Ég fékk áhuga á að kynna mér
þetta frekar og haustið ’93 var haldin
nokkra daga námsstefna hér á landi þar
sem Charles B. Chutson dómari hélt fyrir-
lestur um ofbeldi gegn börnum. Ég frétd
af þessari námstefnu í gegnum frænku
mína, sem er barnahjúkrunarfræðingur, og
borgaði kostnað við ferðina suður sjálf. Þar
var fjallað um nýjungar í sambandi við við-
talstækni við börn og hvernig lagakerfið
hefur reynt að aðlagast börnum til að þau
eigi auðveldara með að tjá sig. Það er t.d.
mikið lagt upp úr því að börnunum líði vel
við yfirheyrslur. Ég ræddi við Chutson að
loknum fyrirlestri og sagði honum að ég
hefði áhuga á að kynna mér þessi mál frek-
ar en það væri erfitt fyrir mig sem lög-
reglumann að finna eitthvað áhugavert hér
á landi.
Stuttu seinna fékk ég bréf frá honum
þar sem hann kynnti fyrir mér námskeið
sem haldið yrði í Huntsvill í Alabama. Ég
skrifaði þangað og fékk mjög jákvætt svar
um að koma og kynna mér það sem fram
færi. Þetta var vikunámskeið fyrir sálfræð-
inga, hjúkrunarfólk, lækna, dómara, lög-
reglumenn og félagsráðgjafa hvaðanæva að
úr Bandaríkjunum.
Texti: Valgerður Katrín Jónsdóttir
Ég fékk styrk úr starfsmenntunarsjóði lög-
reglumanna og frá Dómsmálaráðuneydnu
en það dugði aðeins fyrir námskeiðsgjald-
inu. Þarna opnaðist algjörlega nýr heimur
fyrir mér. Námskeiðið sótd háttsett fólk úr
öllum stéttum, geðlæknar, félagsráðgjafar
og lögreglumenn.
Dúkkur notaðar í viðlöluni
Þarna var kynnt viðtalstækni sem notuð er
þegar rætt er við börn, m.a. notaðar dúkk-
ur, börnin látin teikna og notað dúkkuhús
dl að láta börnin segja frá og sviðsetja at-
burði sem gerðust heima hjá þeim eða í
8