19. júní


19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 15

19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 15
Konur í Tíbet: Óæskilegt að þær eignist böm Eitt pað mikilvægasta sem konur gerðu á Nordisk Eorum var að kynnast lífi og starfi kvenna í öðrum löndum - gleði peirra og sorgum. Sumar konur komu á ráðstefn- una gagngert í þeim tilgangi að ná til annarra kvenna. Þannig var því varið með fulltrúa land- flótta tíbetskra kvenna, Dicki Ladmark, sem nú býr í Sviss, en í Turku sagði hún blaðamanni 19. júní frá því hvers vegna hún vildi hitta konurnar á Nordisk Forum. „Aðaltilgangurinn með komu minni bingað er að reyna að fá sem flestar konur til að þrýsta á kínversk stjórnvöld að leyfa tíbetskum konum að mæta á alþjóðlegu kvennaráðstefnuna í Bejing á næsta ári,“ segir Dicki. „Kínverjar segja að vísu að tíb- etskar konur séu velkomnar á ráðstefnuna. En lestin sem þær kæmu með myndi áreið- anlega bila á leiðinni og ekki takast að gera við hana (yrr en að ráðstefnunni lokinni — eða eitthvað annað kæmi íyrir sem gerði það að verkum að tíbetsku konurnar kæmust ekki. Þess vegna er svo mikilvægt að sem flestar konur viti að við erum að reyna að komast á ráðstefnuna til að láta í okkur beyra varðandi aðstæður kvenna í Tíbet en að allt er gert til að hindra okkur!“ - Hvers vegna vilja kínversk stjórnvöld ekki að konur frá Tíbet mæti á ráðstefnuna? „Vegna þess að þau vilja ekki að heimur- inn komist að því hvernig farið er með kon- urnar í Tíbet. Kfnverjar hertóku landið okk- ar árið 1959 og strax í mars það sama ár fóru 5000 tíbetskar konur í mótmælagöngu og báðu Kínverja að fara til síns heima. Þessu var að sjálfsögðu ekki vel tekið og leiðtogar kvennanna voru handteknir. Kon- urnar í Tíbet gáfúst samt ekki upp á því að rnótmæla og stofnuðu með sér Samtök tí- betskra kvenna en þegar búið var að taka bæði karla og konur af lífi svo þúsundum skipti gáfust þær að lokum upp. Fjölmargir flýðu til Indlands og þaðan til landa um all- an heim og ég er ein af þeirn. Samtökin hafa síðan verið endurreist utan Tíbets og starfa í nokkrum löndum en meðlimir eru nú um 7000. Okkar hlutverk er að kynna fólki um allan heim við hvaða aðstæður harlar, konur og börn í Tíbet búa.“ Þvingaðar í iósliireyðiiigu - Hvað er það sem ykkur finnst aðallega þarfnast úrbóta? „Konur í Tíbet eru t.d. þvingaðar til að fara í fóst- ureyð- ingar það er lagt að að fara í ófrjós- emisaðgerðir. Að- fluttir Kínverjar í Tíbet eru nú um 7Zi millj- ón, Tíbetbúar eru 6 milljónir og eru þar af leiðandi orðnir minnihlutahópur í eigin landi. Kínverjar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fýrir að tíbetska þjóðin fái að lifa og dafna. Þær konur sem ekki samþykkja að fara í ófrjósemisaðgerð eiga á hættu að fá hvorki matarskammt né menntun fyrir fleiri börn en tvö. Þau börn sem fæðast þannig fá í raun ekki að tilheyra þjóðfélaginu — eru eins konar „Non-Person“. Karlmenn eiga ekki að kvænast undir Texti: Bryndís Kristjánsdóttir þrítugu og kona á ekki að vera yngri en 25 þegar hún giftist. Hjón eiga svo ekki að eignast barn fyrstu fjögur árin og síðan eiga að líða fjögur ár þar til þau eignast það næsta. Konur sem verða ófrískar undir 25 ára aldri eru þvingaðar í fóstureyðingu, ef þær eignast barn undir þeim aldri þá fá þær ekki matarskammt og þurfa að borga sekt að auki. Konur sem verða ófrískar í leyfisleysi geta átt á hættu að verða neyddar í fóstureyðingu og fóstureyðing er talin lögleg svo framarlega sem einhver hluti af barninu er enn í leggöngunum — höfuðið má vera komið! Konur eru þvingaðar í ófrjósemisað- gerðir og þar er ekki farið fínt í hlutina — kon- um jafnvel smalað af ökr- unum upp í sérútbúna sendibíla - sumar hafa ver- ið öryrkjar til æviloka eftir þessa aðgerð! Við erum líka hrædd urn unga fólkið okkar. Kínverjar hafa nijög ódýrt áfengi á boðstólunum fyrir það og í Tíbet er nú allt yfirfullt af spila- sölunr og diskótekum fyrir unga fólk- ið — og ungum stúlkum er ýtt út í vændi. Það er varla til áhrifameiri, en jafnframt auðvirðilegri leið, til að drepa niður bar- áttuviljann hjá unga fólkinu. Við verðum að ná til þessa unga fólks og opna augu þess fyrir gildrunni sem það er að falla í!“ Styðjuiii kynsysLur okkar í Tíbet í frásögn sinni var þessi fallega kona frá Tíbet lágmælt og yfirveguð en kannski þess vegna var það sém hún sagði svo áhrifaríkt: Það hitti blaðamann beint í hjartastað. Hvernig getum við hér heima verið að kvarta yfir öllu því smávægilega sem okkur finnst vera að - það nær því varla að vera rykkorn miðað við það líf sem konum í Tíbet er boðið upp á. Að vísu heyrum við hér aðeins aðra hliðina en þeim mun meiri ástæða er til þess að báðar hliðar komi fram opinberlega. Það er ekki víst að það verði mjög rnargar ís- lenskar konur sem taka þátt í kvennar- áðstefnunni í Bejing en þær - og allar aðrar — eru beðnar að muna að tala máli hinna tíbetsku kynsystra okkar og leggja sitt af mörkum svo þær fái að láta rödd sína heyrast á alþjóðaráðstefnu kvenna; ráðstefnu þar sem allar konur eru vel- komnar — eða hvað? 15

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.