19. júní - 01.10.1994, Síða 18
Hvernig verður lcynbundinn
launamunur til?
F.v. Ragnheiður, Sigurður, Sigríður, Guðbjörg Andrea, Rannveig, Gylfi og Eiríkur.
Fréttir af störfum tölfræðihóps
Fljótlega eftir að starf við Norræna jafn-
launaverkefnið hófst óskaði þáverandi
verkefnisstjórn eftir því við félagsmála-
ráöherra að skiþuö yrði nefnd sérfræð-
inga á sviði launatölfræði. Verkefni
nefndarinnar skyldi vera að móta tillög-
ur um hvernig mætti betrumbæta þær
aöferöir sem nú eru notaðar við öflun
launahagtalna þannig aö unnt yrði að
fylgjast betur með þróuninni í launamál-
um karla og kvenna en nú er mögulegt.
Nefndin átti einnig að vera til ráðgjafar
um framkvæmd kannana og athugana
sem gerðaryröu á vegum Norræna jafn-
launaverkefnisins.
Þar sem þess er nú ekki langt að
bíöa að nefndin skili af sér þótti okkur
ekki úr vegi að kynna bæði nefndar-
menn og þau verkefni sem unniö hefur
verið að á tímabilinu. Nefndin hefur nú
starfaö í þrjú ár, en í daglegu tali geng-
ur hún undir nafninu tölfræðihóþurinn.
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur
hjá BSRB, er fulltrúi Kjararannsóknar-
nefndar oþinberra starfsmanna og jafn-
framt formaður tölfræðihóþs. Aðrir í
hóþnum eru Siguröur Snævarr, hag-
fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, Sigríð-
ur Vilhjálmsdóttir, félagsfræðingur hjá
Hagstofu íslands, Eiríkur Hilmarsson,
stjórnunarfræðingur hjá Kjararannsókn-
arnefnd, en hann var skipaöur í hópinn
sem óháöur sérfræðingur og Gylfi Ar-
björnsson, hagfræöingur hjá ASÍ, skip-
aður fulltrúi Kjararannsóknarnefndar.
Ragnheiður Harðardóttir hefur unnið
með hópnum eftir að Jafnréttisráö tók
við verkefnisstjórn Norræna jafnlaun-
verkefnisins.
Umfangsmesta og tímafrekasta verk-
efni tölfræðihópsins undanfarið eitt og
hálft ár er vegna rannsóknar á launa-
myndun og kynbundnum launamun.
Enda þótt því sé stundum haldiö fram
aö búiö sé að rannsaka launamun kynj-
anna nægilega vel, geta sérfræðingar á
þessu sviði alls ekki tekiö undir slíkar
fullyrðingar. Tölfræðihóþurinn vakti at-
hygli verkefnisstjórnar launaverkefnisins
á að mikil þörf væri á því að kanna nán-
ar launamyndunarferlið sjálft - nauðsyn-
legt væri að öðlast dýþri skilning á
þessu fyrirbæri og þá um leiö hvernig
launamunur kynja yrði til og hvernig hon-
um væri haldið við. Niöurstaðan varð sú
að Jafnréttisráð ákvað aö láta gera rann-
sókn á launamyndun og kynbundnum
launamun í Ijórum ríkisstofnunum og
fjórum fýrirtækjum á einkamarkaði.
Rannsóknin er gerð meö Ijárstuðningi
frá Félagsmálaráðuneytinu og er það
reyndar hluti af framkvæmdaáætlun rfk-
isstjórnarinnar í jafnréttismálum aö ráð-
ast í slíkt verkefni. Ákveðiö var að fela
Félagsvísindastofnun Háskóla íslands
framkvæmdina, en tölfræðihóþurinn
lagði línurnar um hvernig uþþlýsingaöfl-
un skyldi háttaö. Þar sem hópurinn hafði
ekki áhuga á að gerö yröi enn ein könn-
unin sem leiddi I Ijós hver væri launa-
munur kvenna og karla var ákveöiö að
fara inn á nýja braut og beita aöferð sem
ekki hefur veriö reynd í slíkum könnun-
um hérlendis til þessa (sjá nánar um að-
ferðina annars staðar á síðunni).
Öflun upplýsinga lauk í júlf s.l. og hef-
ur veriö unniö af kappi við úrvinnslu
þeirra undanfarna mánuði. Ljóst er að
mikil þörf er fyrir nýjar og ööruvfsi upþ-
lýsingar um þessi mál ef marka má
þann mikla áhuga á rannsókninni sem
starfsmenn skrifstofunnar veröa varir
viö. Reynt hefur verið eftir megni að
hraða úrvinnslunni þannig að unnt verði
að kynna niöurstöður fyrir áramót.
Samhliða vinnunni við rannsóknina
hefur tölfræöihóþurinn unnið við aö
gera tæmandi yfirlit um hvernig launa-
tölfræði er unnin hér á landi. Verið er
að leggja síðustu hönd á skýrslu um
þetta efni þegar þessi orð eru rituö. í
skýrslunni verða tilgreindir þeir aðilar
sem afla upþlýsinga um launamál,
hvaöa gögn liggja til grundvallar, hvern-
ig þeirra er aflað og hvað hefur verið
birt á prenti. Sem stendur er engin
launatölfræði til sem nær til alls vinnu-
markaðarins og alveg undir hælinn lagt
18