19. júní


19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 19

19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 19
Fjölskyldur hvort hægt er aö greina tengsl kynferö- is og launa í þeirri tölfræöi sem fyrir er. Mikilvægasti kafli skýrslunnar verður þó tillögugerö tölfræöihópsins um hvernig nota megi launatölfræöina þannig aö hægt veröi aö fylgjast meö kynbundinni launaþróun. Ný nálgun við launamuninn í launarannsókninni er leitast við að svara nokkrum meginspurningum: 1. Hver eru raunveruleg laun kvenna og karla á viðkomandi vinnustað og hvert er vinnuframlagið í formi vinnutíma? 2. Hvernig eru laun og kjör ákvöröuö? 3. Hvert er inntak starfs og hvers er krafist af starfsmanni til að sinna starfinu? 4. Hvernig fara mannaráðningar, stöðu- breytingar og tilfærslur í starfi fram? 5. Hvaöa áhrif hafa einkahagir fólks á möguleika þeirra á vinnumarkaöi? Aö mati tölfræöihópsins gefur hefö- bundin spurningakönnun ekki fullnægi- andi svör viö þessum spurningum. Meiri Ifkur eru til þess að varpa Ijósi á hina fjölmörgu og margvíslegu þætti sem ákvaröa laun og stöðu á vinnu- markaöi meö því aö eiga ítarleg viötöl viö tiltölulega fáa einstaklinga. Slík við- töl hafa nokkuð aörar áherslur en hinar þekktari spurningalistakannanir. Mark- miö þeirra er ekki aö safna upplýsing- um um staðreyndir, þ.e. fjöldatölur og prósentur. Markmiöið er aö spyrja viö- mælendur hverjar þeir telja orsakir eöa ástæöur fyrir rikjandi viðhorfum eöa ástandi. Þannig gefst tækifæri til aö spyrja ítarlegri spurninga en í stöðluö- um spurningalistum. Tilgangurinn er að fá mynd af óskráöum reglum og viðhorf- um sem hafa áhrif á framamöguleika einstaklingsins á þessum tiltekna vinnustað. Ekki eru allir starfsmenn á vinnustað teknir í viötal heldur eru viö- mælendur valdir meö tilliti til sérþekk- ingar sinnar. í þeirri rannsókn sem hér um ræöir var einkum rætt viö yfirmenn og aöra þá er taka ákvarðanir um laun og stööuhækkanir. í rannsókninni er því megináherslan lögö á viötölin, en til þess aö þau mættu nýtast sem best var ákveðið aö leggja spurningalista fyrir sem flesta starfsmenn á þeim vinnustööum sem tóku þátt f rannsókninni. Loks var ósk- aö eftir upplýsingum frá launaskrifstof- um vinnustaðanna um starfsheiti, kyn, aldur og laun allra starfsmanna. Gögnin sem stuðst er við eru því þrenns konar, þ.e. svör við spurningalistum, viðtöl viö valda yfirmenn og nokkra almenna starfsmenn og grunnupplýsingar úr launaskrám viökomandi vinnustaöa. R.H. (fyrir) lcarla Helgina 1. og 2. okt. síöast liöinn var hald- in ráöstefna f Danmörku. Yfirskriftin var Fjölskyldur karla (Men’s families). Hér var ekki verið að Ijalla um fjölskyldur þar sem karlar væru annað hvort einir eöa með börnum sínum - heldur fyrirbærið fjöl- skylduna og hlutverk karla þar. Fyrir mig var þetta mjög áhugaverð og lærdómsrík helgi. Hér veröur drepið á nokkur atriöi sem vöktu sérstaklega áhuga minn. Þetta er í þriöja sinn sem ég sæki karlaráö- stefnu á Norðurlöndum en fyrir nokkrum árum var ég skipuð í ráðgjafahóp sem var starfsmanni norræna verkefnisins „karlar og fæöingarorlof" til halds og trausts. Starfsmaður danska jafnréttisráös- ins, Sören Carlson, vann verkefniö, en þaö fólst fyrst og fremst í aö kanna hvernig staðið væri aö skipan fæðing- ar- og foreldraorlofs á Noröurlöndum og hvort og þá hvernig feöur nýttu sér þann rétt. Þessu verkefni lauk nú í haust. Ráöstefnan „Men's families" varö til í kjölfar þess og var styrkt af norrænu ráöherranefndinni en var jafnframt sam- starfsverkefni hennar og nýstofnaös tengslanets karla sem stunda karlarann- sóknir á háskólastigi. Ráöstefnan var fjöl- menn og sóttu hana einstaklingar frá 9 þjóðlöndum. Heimilisstörf aðalatriðiö Þeir sem þarna voru reyndu m.a. aö gera sér grein fyrir af hverju þátttaka karla í heimilisstörfum er ekki meiri en raun ber vitni. Hvaö þaö væri sem hindraöi þá og konur sem í raun vilja deila verkum og ábyrgö af meiri jafnrétti en þau gera í raun. Fram til þessa hefur veriö leitað skýringa í skrifuðum og óskrifuðum reglum um rétta og ranga hegöun á vinnumarkaöinum, þ.e. leitað skýringa út fyrir veggi heimilisins. í kjöl- far þess hefur verið krafist breytinga á ýmsum reglum sem gilda á vinnumark- aöinum. Aö mati karlanna er allt sem bendir til aö þessar heföbundnu skýr- ingar og þær aðgerðir sem gripiö hefur veriö til í kjölfar þeirra - væru ekki nægjanlegar - þaö yröi aö Ifta nær. Það yröi að horfa á og skilgreina samskipti karla og kvenna og þaö yröi að skoöa og endurskilgreina karlmennskuhugtak- iö og fyrirbærið fjölskyldu. Glerhurðin Þvt var m.a. haldiö fram aö fjölskyldan væri í eðli stnu og uþþbyggingu kven- læg (feiminin). Ég er ekki viss um aö ég hafi alveg áttað mig á því í hverju þetta kvenlægi birtist. Ég trúi varla að helsta birtingarform hennar sé aö flest verk sem unnin eru innan veggja fjölskyld- unnar séu endalaus eöa fari f hring (rúmiö er jafn óumbúiö í dag og það var ! gær) og að það sé andstætt karleðlinu aö taka ábyrgð á slíkum verkum. Þeim sé eölislægt að taka fyrir eitt afmarkað verkefni I ttma og rúmi, svo sem aö mála eld- húsiö og Ijúka því og þess vegna gangi þeim svo illa aö axla ábyrgö á daglegum verkefnum heimilis- haldsins. Auk þess sem heimishald og fjölskyluábyrgð sé alls ekki þaö sama. Einn þátttakend- anna talaði um gler- hurð - þ.e. hurö sem líktist hinu fræga gler- þaki sem konur reka sig upp undir þeg- ar þær eru aö klifra uþp metoröastig- ann á vinnumarkaðinum. Aö hans mati rekast karlarnir á þessa glerhurö þegar þeir vilja inn á heimilin. Honum var mik- iö t mun aö undirstrika að þetta væri alls ekki sök kvenna - þær væru alls ekki meðvitað aö loka á karlana. Auk þess aö hlusta á fyrirlestra var starfað í vinnuhópum þar sem m.a. voru kynntar niðurstöður rannsókna- verkefna og þær ræddar. Annan daginn var ég í hópi þar sem fjallað var um hvernig börn uppliföu feöur sína. Mér þótti þaö nokkuö merkileg niðurstaða aö helsta gagnrýni drengja á feður sfna var að þeim fannst þeir sinna sér of lít- iö; að þeir ættu aö skamma þá minna og leika meira við þá. Stelpurnar aftur á móti gagnrýndu feður sína helst fyrir að sinna heimilinu og sameiginlegum verk- efnum þess allt of lítiö, þeir lægju of mikiö upp í sófa f staö þess aö hjálpa til. Þegar upp var staðið reyndist það vera hin hefðbundna kjarnafjölskylda - pabbi, mamma, börn og bíll - sem karlarnir horfðu til og ræddu. Ein og ein konurödd benti þeim á þá staðreynd og baö þá vin- samlegast aö horfa á fjölskyldu dagsins í dag - ekki þá sem þeir ólust sjálfir upp t á 6. áratugnum - en þaö tókst ekki. S.T. 19

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.