19. júní


19. júní - 01.10.1994, Qupperneq 20

19. júní - 01.10.1994, Qupperneq 20
LANDSFUNDUR JAFNRETTISNEFNDA: Gerum jafnréttisnefndirnar \1rkar - fulltrúar úr jafnréttisnefndum 25 sve'rtarfétaga halda fund í Reykjavík Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfé- laga var haldinn í Reykjavík dagana 21. og 22. október. Er það í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn en fyrsti fundurinn fór fram á Akureyri vorið 1993. Að þessu sinni mættu fulltrúar frá 25 sveitarfélögum, úr jafnréttis- eða félagsmálanefndum, en það er mikil aukning frá því á fundinum á Akureyri, þegar 10 sveitarfélög sendu fulltrúa. Jafnréttisnefndum hefur fjölgað tals- vert eftir að sveitarfélögum með yfir 500 íbúa var gert skylt að skipa jafn- réttisnefndir í endurskoðuðum jafnrétt- islögum sem samþykkt voru 1991. 54 sveitarfélög falla undir þá skilgreiningu en ekki hafa þau öll uppfyllt þessa skyldu. í lok síðasta kjörtímabils hafði Jafnréttisráði verið tilkynnt um skipan jafnréttisnefnda í 37 sveitarfélögum en víða er félagsmálanefndum ætlað að sinna jafnréttismálum „þegar þau koma upþ“ eins og oft er komist að orði. Yfirskrift landsfundarins var „Jafn- réttisnefndir í mótun" og var dagskráin miðuð við að kynna nýju fólki hlutverk og störf jafnréttisnefnda. Margt nýtt fólk hefur tekið sæti í jafnréttisnefnd- um eftir sveitarstjórnarkosningar sl. vor og kom fram almenn ánægja lands- fundarfulltrúa með fundinn og þá inn- sýn sem hann gaf í störf jafnréttis- nefnda. Fundurinn var haldinn I Ráðhúsi Reykjavíkur og setti forseti borgarstjórn- ar, Guörún Ágústsdóttir, fundinn. Minnti hún á að oft væru jafnréttisnefndir tald- ar óþarfar og látnar mæta afgangi I skipan nefnda hjá sveitarfélögum en því þyrfti vissulega að breyta. Því næst ávarpaði Lára V. Júlíusdóttir, formaður Jafnréttisráðs, fundinn og fagnaöi þeirri kvennabyltingu sem oröið hefur í yfir- stjórn Reykjavíkurborgar frá því Þórunn Gestsdóttir, þáverandi formaður jafn- réttisnefnar Reykjavíkur, bauð til þessa fundar á síðasta landsfundi. Yfir hádeg- isverði spjallaði Ragnhildur Vigfúsdóttir, ritstjóri Veru, við fundargesti og lýsti m.a. upplifun sinni af kvenréttindabar- áttunni þegar hún var stelpa. Kvennafrí- dagurinn 1975 haföi svo mikil áhrif á Ragnhildi að síðan hefur hún talað um fyrir eða eftir Kvennafrídaginn eins og aðrir tala um fyrir eða eftir Krist! Stefanía Traustadóttir og Sesselja Ámadótt- Jóhanna Magnúsdóttir, jafhréttisfulltrúi ir lögfrteðingur í Félagsmálaráðuneytinu. Reykjavíkur í rœðustól. Valgerður Bjarnadóttir, jafhréttisfidltrúi á Akureyri. Að setja langtímamarkmið „Fræðsla og umræður um sveitar- stjórnarmál með tilliti til stöðu jafnrétt- isnefnda sveitarfélaga," var yfirskrift dagskrár fyrri fundardagsins. Stefanía Traustadóttir, frá Skrifstofu jafnréttismála, lýsti stöðu og hlutverki skrifstofunnar, m.a. gagnvart jafnréttis- nefndum sveitarfélaga. 1976 voru fyrstu jafnréttislögin samþykkt og lög um Jafnréttisráð. í kjölfar þess var oþn- uð skrifstofa og ráöinn framkvæmda- stjóri. Þessi lög þóttu ekki nógu mark- viss og hófst endurskoöun þeirra 1981. 1985 voru samþykkt endurskoöuð lög og aftur 1991 en með þeim lögum var kærunefnd jafnréttismála sett á laggirn- Stefanía lýsti 3. grein laganna sem kveður á um að sérstaklega skuli bæta stöðu kvenna en það kom fyrst fram I jafnréttislögum 1985. „Þarna er heimild til að beita jákvæðri mismunun en þetta ákvæði er umdeilt og það hefur ekki enn verið nýtt," sagði Stefanía og brýndi fyrir fulltrúum jafnréttisnefnda að þekkja lög- in og þar með skyldur sínar. í 12. grein jafnréttislaga stendur að I nefndir og ráð á vegum hins opinbera skuli leitast við að hafa jafnt hlutfall kvenna og karla. „í nefndum á vegum rlkisins eru konur aðeins 16% fulltrúa en hlutfallið er eitthvað betra I sveitar- stjórnum. Rlkisstjórnin setti sér mark- mið til 4 ára þess efnis aö I lok tíma- bilsins væri hlutur kvenna kominn upp I 30% en þessari áætlun lýkur 1995,“ sagði Stefanía. Um jafnréttisnefndir sveitarfélaga sagði hún: „Víöa eru jafnréttisnefndir ekki virkar. Þær eiga við ákveðna tilvist- arkrepþu að stríða því mörgum finnst hlutverk þeirra og verkefni óljós. í vinnu að jafnréttismálum gildir að vinna hægt og sígandi og setja sér langtíma mark- mið.“ Til gamans sagði Stefanía frá for- múlu Sigríðar Stefánsdóttur, bæjarfull- trúa á Akureyri, fyrir því hvað þyrfti að vera til staðar til þess að jafnréttis- nefnd gæti verið virk: 1. Áhugasamir einstaklingar. 2. Fjármagn til aðgerða. 3. Að minnsta kosti ekki mikil mót- staða I sveitarstjórninni sjálfri. Þvl næst fjallaði Sesselía Árnadóttir frá félagsmálaráöuneyti um sveita- stjórnarstigið, valdsvið þess og hlut- verk. Skýrði hún út hvernig úthlutun verkefna fer fram á milli ríkis og sveitar- félaga og að hvaða verkefnum sveita- stjórnum ber að vinna samkvæmt lög- um en þróun hefur orðið I þá átt að valdsvið sveitarfélaga hefur aukist með auknum verkefnum. Horfa á lífið með jafnréttisgleraugum Ragnheiður Harðardóttir frá Skrif- stofu jafnréttismála talaði slðan um hindranir I starfi jafnréttisnefnda og 20

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.