19. júní - 01.10.1994, Side 24
AHA ÁVAXTASÝRUR:
ÆSKAI
KRUKKUM?
aðurinn heíur sennilega
ætíð viljað viðhalda æsku-
blóma sínum og hreysti,
og gert ýmsar ráðstafanir
til þess - með misjöihum
árangri! Með aukinni þekkingu og tækni
hafa komið ffam á sjónarsviðið ýmis efiii
og snyrtivörur sem flestar eru framleiddar
með það að markmiði að þjóna þeim ósk-
um mannsins að halda sér unglegum. Fyr-
ir rúmu ári komu á markaðinn svokölluð
AHA krem en sumir hafa lýst þeim sem
byltingu í meðferð húðarinnar, byltingu
sem gerir það að verkum að húðin verður
sléttari og hraustari, en síðast en ekki síst
fallegri. 19. júní fór á stúfana og ræddi við
Ellen Mooney húðsjúkdómalækni um
AHA og hvort loksins sé komin töfralausn
í baráttunni við EIli kerlingu.
„Nei, hreint ekki, en óneitanlega hefur
AHA meðferð jákvæð áhrif ef rétt er staðið
að hlutunum,“ segir Ellen. Hún segir að
AHA (skammstöfun fyrir alpha hydroxy
acids) sé í grundvallaratriðum ávaxtasýrur
(fyrst og fremst glycolic sýra í húðvörum)
sem unnar eru m.a. úr sykurreyr og ýms-
um ávöxtum. „AHA meðferð á mannshúð
er ekki nýjung sem slík vegna þess að vitað
hefur verið um áhrif þess á húðina um ára-
tuga skeið. Það var, hins vegar, ekki fyrr en
í fyrra að AHA krem komu fyrir alvöru á
almennan markað því þá féll einkaleyfi á
uppfmningunni úr gildi, ef orða mætti það
svo.“ Aðspurð um áhrif AHA meðferðar
Ieggur hún áherslu á að ekki sé um að ræða
töfralausn á húðvandamálum eða hrörnun-
areinkennum húðarinnar.
„I hnotskurn eru áhrif AHA þau að los-
að er um dauðar húðfrumur á yfirborðinu
og við brottnám þeirra og breytinga í leð-
urhúð verður húðin mýkri, og það sléttist
úr grunnum hrukkum en ekki djúpum,
t.d. milli augnbrúna, við munnvik o.s.fv.
AHA meðferð losar einnig um dauðar
frumur og úrgangsefni sem loka hársekkja-
opum húðarinnar og hefur því áhrif gegn
myndun fílapensla." Það kemur fram í
máli Ellenar að áhrif AHA meðferðar séu
mismunandi eftir styrkleika ávaxtasýranna
í kremunum. Flokka megi meðferðina í
þrjú stig, þ.e.a.s. krem sem fást í snyrti-
vöruverslunum, síðan meðferð á snyrtistof-
um undir handleiðslu snyrtifræðinga, og
að lokum meðferð hjá læknum en AHA
styrkleikinn er mestur í þeim efnum sem
hinir síðastnefndu nota. „Veikasti styrk-
leikinn, sá sem við getum keypt í snyrti-
vöruverslunum, virkar í raun sem raka-
krem er sýnir öllu jöfnu áhrifm á tveimur
eða þremur vikum. Áhrifunum verður þó
að viðhalda með reglulegri notkun AHA
krema því úr þeim dregur ef svona krem
eru ekki notuð. Næsta skref, þ.e. aukinn
styrkleiki, er að losað er um hornlagsfrum-
ur en síðasta skrefið, mesd styrkleikinn, er
síðan meðferðin hjá húðlæknum. Meðferð
hjá húðlæknum hefur meiri áhrif en þau
að vera hornlagsleysandi því hún virkar á
leðurhúðina sem er undir yfirhúðinni. I
leðurhúðinni er kollagenið og elastínið en
þau gefa húðinni teygjanleika. AHA með-
ferð í þeim styrkleika sem við notum gefur
húðinni meiri fyllingu og sléttir úr vissum
hrukkum.“ Ellen segir jafnframt að önnur
áhrif AHA meðferðar séu að hún fjarlægi
suma brúna bletti sem stundum eru í húð
einstaklinga, t.d. kvenna á meðgöngu eða
vegna notkunar getnaðarvarnarpillunnar.
„Ég hef ekkert á móti AHA húðmeð-
ferð, hún getur verið gagnleg, en undir-
strika að hún er ekki varanleg nema henni
sé haldið við og að fara verður að öllu með
gát,“ bætir hún við. „Ofnotkun á AHA
kremum getur leitt til bruna á húðinni ef
of langt er gengið í meðferðinni. Mælt er
með því að notað sé sólvarnarefni ef fólk er
í sól á sama tíma og á meðferð stendur.
Einnig verður að gæta þess hvað sett er á
húðina eftir AHA meðferð, t.d. á snyrti-
stofum. Húðin er viðkvæmari en ella og
gæti skaðast ef sterk krem eru borin á hana
strax eftir meðferð.“
Erum við semsagt ekki komin með eilífa
asku í krukku?
„Nei, hún fæst ekki í krukkum,“ segir
Ellen Mooney að lokum.
E.I.
PUNKTA-
FRÉTTIR
Þrumuræða Gro
Kaíró og sterk
viðbrögð
Á mannfjöldaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í
Kaíró hélt Gro Harlem
Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs,
þrumuræðu sem fór illilega íyrir brjóstið á hörð-
ustu andstæðingum fóstureyðinga eins og mörg-
um er ininnisstætt. Fór svo að norskum yfir-
völdum þótti ekki stætt á öðru en að efla lífvörð
um forsætisráðherrann sinn eftir heimkomuna
vegna reiði heittrúaðra múslíma.
Sjálf lét Gro sér fátt finnast um allt írafárið,
hafði bara sagt það sem henni bjó í brjósti og
segir að það hafi verið nauðsynlegt. Hún segir
líka viðbrögðin við ræðu sinni hafa verið mjög
jákvæð, einnig frá íslömskum löndum eins og
Egyptalandi, og menn verði að gera sér það ljóst
að þeir sem halda á lofti öfgafyllstu skoðunun-
um tali ekki alltaf fyrir munn meirihluta þjóðar
sinnar.
Síðan ráðstefnan var haldin hefur mikið vatn
runnið til sjávar og hafa ekki borist fréttir af að
forsætisráðherrann hafi verið hætt kominn. Hún
hefur hins vegar orðið að taka á honum stóra
sínum í alls kyns pólitískum deilumálum heima-
fyrir enda mikilvægar kosningar um hvort Norð-
menn æski inngöngu í EB ofar í huga Gro Har-
lem Brundtland nú á haustdögum en einhverjir
óþekktir eldibrandar úti í heimi.
Island 14. í árlegri skýrslu Þróun-
besta^ ríki í araætlunar Sameinuðu
. . . þjóðanna í ár reyndist
helm' ísland vera í 14. sæti
hvað varðar þau lífsgæði sem þar eru talin.
Margt kemur okkur til góða, ekki síst hvað
landið, loftið og vatnið er hreint og heilnæmt og
hvílík gnótt er af því öllu fyrir landsmenn.
Kannski er langlífi íslendinga afleiðing af þess-
um gæðum, þeir eru í næstefsta sæti á eftir Jap-
önum. Og Reykjavík er talin vera lang heilnæm-
asta borg í heimi ef tekið er mið af loftmengun.
íbúar á hvern ferkílómetra lands eru t.d. ekki
nema 3 en í Danmörku, svo dæmi sé tekið, eru
þeir 120 og Hollandi 410. Endurnýjun fersk-
vatns er langmest á íslandi en hins vegar er
vatnsnotkunin ekki nema 330 rúmmetrar á
mann á ári þegar t.d. Norðmenn nota 330 rúm-
metra og Bandaríkjamenn 2.160.
Staða kvenna hér á landi mælist mjög góð í
samanburði við önnur iðnríki, en sæmileg sé
borið saman við önnur Norðurlönd. Skilnaðar
tíðni er langlægst hér á landi af Norðurlöndun
um en fæðingartíðni sú hæsta. Og þegar í Ijós
kemur að eign á sjónvarpstækjum og útvarps-
tækjum er mun minni hér en hjá flestum vest-
rænum þjóðum er álitin hugsanleg skýring sú að
fjölskyldur hér eru stærri en þar og minna um
að fólk búi einsamalt. Hvort það er líka skýring-
in á því að við póstleggjum færri bréf en aðrar
þjóðir er ekki gott að segja.
Það eru sem sagt margvíslegar fróðlegar og
skemmtilegar upplýsingar í þessari skýrslu sem
kannski koma að þeim notum sem þeim er ætl-
að, þ.e. að sýna fram á aðstöðumun milli iðn-
ríkja og þróunarríkja á ýmsum sviðum, milli
karla og kvenna og ástand umhverfismála.
24