19. júní


19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 4

19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 4
• STJÓRNMÁL_____________ Steinunn Jóhannesdóttir: Staðan að loknum kosningum 1995 Niðurstaðci síðustu kosninga urðu jafn- réttissinnuðum konum og körlum von- brigði. Konum fjölgaði ekkert á þingi, þær eru fimmtán og voru fimmtán, aðeins ein kona situr í ríkisstjórn og embœtti for- seta alþingis, sem konur hafa gegnt s.l. tvö kjörtímbil, er nú aftur komið í hlut karlmanns. Konur fara aðeins með for- mennsku í þremur þingnefndum af tólf. Þrjár konur gegna þingflokksformennsku. Alþýðuflokkurinn hefur eina konu á þingi, Rannveigu Guðmundsdóttur. Alþýðu- bandalag hefur tvœr, Margréti Frímanns- dóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Fram- sóknatflokkurinn hefur þrjár, Ingibjörgu Pálmadóttur, Siv Friðleifsdóttur og Val- gerði Sverrisdóttur. Ingibjörg er auk þess eina konan sem gegnir embœtti ráðherra. Kvennalistinn hefur þrjár þingkonur, Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Kristínu Ást- geirsdóttur og Kristínu Halldórsdóttur, Sjálfstœðisflokkurinn hefur fjórar konur, Arnbjörgu Sveinsdóttur, Láru Margréti Ragnarsdóttur, Sigríði Önnu Þórðardótt- ur og Sólveigu Pétursdóttur. Þjóðvaki hefur þrjár konur, Jóhönnu Sigurðardótt- ur, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Svanfríði Jónasdóttur. Þetta nýja stjórn- málaafl er eini blandaði stjórnmálaflokk- urinn sem lýtur forystu konu og sá eini þar sem konur eru í meirihluta í þing- flokki. Það má kalla einu stórtíðindin á sviði jafnréttismála sem tengjast síðustu alþingiskosningum en í heild batnar staða kvenna ekki neitt. Óbreytt hlutfall Hlutfall kvenna á þingi er það sama og síð- asta kjörtímabil eða tæp 24% og í ríkisstjórn aðeins 10 %. Miðað við stöðuna annars staðar á Norðurlöndum er þessi niðurstaða öldungis óviðunandi aðeins fimm árum fyr- ir aldarlok. í Svíþjóð nálgast konur það að hafa náð markmiði sínu um helmingaskipti hins pólitíska valds því þær eru nær helm- ingur þingmanna og fullur helmingur (50 %) ráðherra í hinni nýju stjórn jafnaðar- manna. í Noregi hefur kona árum saman verið forsætisráðherra og a.m.k. þrír stjórn- málaflokkanna þar hafa kosið konu sem for- mann. í Finnlandi er staðan svipuð og í Nor- egi og Svíþjóð en nokkuð lakari í Dan- mörku. Allir einlægir jafnréttissinnar hljóta að spyrja sig hvers vegna íslenskum konum gangi svona miklu verr að ná jafnrétti á við karla en kynsystrum okkar á meðal frænd- þjóðanna. Er það eitthvað í þjóðfélagsgerð okkar og ytri aðstæðum sem gerir baráttu ís- lenskra kvenna svona miklu örðugri og seinfærari? Eru það baráttuaðferðirnar sem eru lélegri? Er hugmyndafræðin röng eða á villigötum? Eða eru íslenskir karlmenn svona ntiklu fastari fyrir? Eru þeir seinni að taka við sér? Konur og aðstæður barna Lítum fyrst á þjóðfélagsaðstæðurnar. Þeir eru fáir sem ekki sjá að kjör kvenna eru afar nátengd börnum, barnafjölda og aðbúnaði barna. A Islandi, sem og í öðrum þróuðum löndum, hefur barneignum á hverja konu farið fækkandi alla öldina, einkum þó eftir hana miðja með tilkomu pillunnar og ann- arra öruggra getnaðarvarna. Um nokkurt árabil hefur talan verið að meðaltali um tvö börn á konu. Sú tala er svipuð annars staðar á Norðurlöndum og víða í Evrópu þólt merkjanlegar séu smásveiflur upp eða niður á einhverjum árabilum mismunandi eftir löndum. Konur í þessum löndum eru því ekki almennt að berjast með mikla ómegð. En þær geta verið bundnar við uppeldi þess- ara fáu barna sinna í einhverja áratugi, ef þjóðfélagið býður ekki upp á þjónustu eins og góða og örugga dagvistun og vel skipu- lagða skóla. Þar að auki geta andlegar og líkamlegar sérþarfir barna verið af margvís- legu tagi og því er læknis- og heilbrigðis- þjónusta við börn einnig lykilatriði fyrir mæður þcirra. Með öðrum orðum, því meiri peningum sem varið er af almannafé í þjónustu við börn, þeim mun frjálsari eru konur og lík- legri til þess að geta nýtt sér hæfileika sína og getu á öðrum sviðum en uppeldis- og umönnunarsviðinu. ísland - önnur Norðurlönd Munurinn á íslensku samfélagi og öðrum norrænum samfélögum er löluverður á ýms- um sviðum. Það eru mun færri stoðir undir efnahagslífi fámennrar fiskveiðiþjóðar eins og Islendinga en hinna háþróuðu iðnaðar- og þjónustusamfélaga frændþjóðanna. Veiðimannasamfélagið er á vissan hátt frumstæðara og hefðbundnara í viðhorfi sínu til hlutverka kynjanna, en fjölþættari og rótgrónari iðnaðarsamfélög. Viðhorf til menntunar og menningar er annað og lýsir sér m.a. í því að hér á landi er mun minni fjármunum varið til dagvistar- og skólamála barna en á hinum Norðurlöndunum. Því kann sú brcyting sem í bígerð er á íslensku skólakerfi með einsetningu og heilsdags- skóla að hafa meiri áhrif á stöðu kvenna í framtíðinni en margvísleg jafnréttisákvæði sem konum hefur ekki tekist að nýta sér fyllilega til þessa. Það er því ekki ástæða til einberrar svartsýni vegna útkomunnar úr kosningunum, hún gæti orðið skárri næst, el aðstæður kvcnna skána að þessu leyti. Ólíkar baráttuleiðir Víkjum þá að baráttuaðferðunum. Það er augljós munur á baráttuaðferðum íslenskra kvenna og kynsystra þeirra í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á síðari árum. Það er aðeins á Islandi sem hefur verið grip- ið til jafn róttækrar aðgerðar og þeirrar að stofna sérstakan stjórnmálaflokk kvenna. Su aðgerð skilaði greinilega árangri á sínum tíma, þótt sprengikraftur Kvennalistans se ekki lengur fyrir hendi og mjög hafi fjarað undan honum. A hinum Norðurlöndunum hafa konur beitt femínískum aðgerðum ' kvennahreyfingum innan hinna hefðbundnu stjórnmálanokka. Einkum hefur verið unnið markvisst að jafnréttismálum í flokkum jafnaðarmanna, vinstri llokkum og frjáls- lyndum miðllokkum. Auk þess hal'a sterkar þverpólitískar og fagpólitískar kvenna- hreyfingar öðru hverju gegnt miklu hlut- verki í umræðunni. Konur hafa myndað áhrifamikla þrýstihópa. í ljósi kosningaúr- slitanna og hins óhagstæða samanburðar við hin Norðurlöndin hljóta íslenskar konur, 4

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.