19. júní


19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 21

19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 21
Konum veitir ekki af því að halda þeim litlu launum sem þær hafa til ráðstöfunar. þessi mál. Börnin vilja ekkert endilega að mamma sé lækn- ir og pabbi prófessor ef þau eru aldrei heima og mega ekk- ert vera að því að sinna þeim. Ég er mjög svartsýn og finnst ekkert vera að gerast í þessum málum. llj' 1 nn • Mér finnst þú vera komin í þversögn við sjálfa J—/Iðci. þig Guðrún. Þú ert að tala um mikilvægi móð- urhlutverksins, en samt gengur konum illa úti á vinnu- markaði af því að þær þurfa alltaf að vera að hlaupa heim. Jafnréttisbaráttan gengur auðvitað ntjög illa ef það er vitað að annað foreldrið verði frá vinnu í ákveðinn árafjölda vegna barna og fleira þess háttar. Við þurfum að gera það upp við okkur hvort við viljum njóta þeirra forréttinda sem felast í því að vera móðir eða hvort við viljum að þa,ð sé lit- ið á kynin sem jafnréttháa einstaklinga, sem þýðir þá vænt- anlega að við þurfum að gefa eitthvað á móti, þurfum að hleypa feðrunum inn á þetta einkasvið sem konur hafa haft, að eignast og ala upp börn. Og það er ekkert vafamál, eins og Þórunn var að segja, að efnahagslegt sjálfstæði skiptir meginmáli fyrir fjölskyld- una. Launin eru það lág að fólk er að vinna tvö til þrjú störl'. Og þú varst að tala um skattpíningu Guðrún. Ég held að eitt helsta hagsmunamál kvenna væri að lækka skatta. Í^tI 1 Ariln * V*1 ganga enn lengra, mín skoðun er * sú að það eigi að vera ókeypis að hafa barn á leikskóla. Það er ekkert vit í því að fólk greiði þús- undir fyrir það eitt að börn séu á leikskóla. Barneignir eru ekkert einkamál, ég er tilbúin að taka þátt í því að ala upp næstu kynslóð þó að ég sé búin að ala upp börnin mín. TUrÝmrm * Mér f*nnst eðlilegt að einhver fari heim x^Ol Llllll. t>a.rnið er veikt, að það þurfi alltaf að vera konan finnst mér óeðlilegt. Mér finnst að atvinnurek- endur eigi að meta það við sitt starfsfólk að það hugsi vel um fjölskyldu sína. Þannig að fólk í fyrirtækjum viti að þú átt þessi þrjú litlu börn sem stundum verða veik, jafnvel öll í einu. Við þurfum að gera karla jafnóæskilega á vinnu- markaðinum og konur og það gerum við bara með því að setja þá í fæðingarorlof. Þeir eiga ekki að hafa neitt val, þeir eiga að taka fæðingarorlof í þrjár vikur eða þrjá mán- uði, það gerist ekkert í þessum málum fyrr en þeir eru farn- ir að taka fæðingarorlof. • Vantar ekki heildstæða fjölskyldustefnu í okkar samfélag? Í^tI 1 Ariln * bara hvernig þetta þjóðfélag er að UUl LUl. yerða f laginu Ganda fólkið er í gettói, ég hef alltaf haldið því fram að það sé ekki verk tveggja manneskja að ala upp börn, hvað þá einnar. Það er talað um að íslendingar hafi svo mikil fjölskyldutengsl, ég held þetta sé bull, a.rn.k. hér á Reykjavíkursvæðinu. Mér finnst það ætti að gera fólki kleift með einhverjum stjórnvaldsað- gerðum að hafa foreldra sína t.d. í húsinu. Fólk sem orðið er 67 ára vill gjarnan taka einhvern þátt í lífinu, í stað þess að vera einhvers staðar í háhýsi og fara í rnatsal og borða, föndra og fara í hárgreiðslu. Viljum við svona þjóðfélag? Ekki ég að minnsta kosti. c; criirr^lir* Forsen(lurnar tíl að þetta breytist eru Ol^UiUU1. að hætta að skilgreina þessi fjöl- skyldu- eða mjúku mál sem kvennamál. Karlar verða að taka virkari þátt. Það er t.d. furðulegt til þess að hugsa að nú fyrir skömmu hai'i verið skipað Jafnréttisráð sem ein- göngu er skipað konum. Það þarf að breyta þessu þannig að það sé augljóst úti í samfálginu að bæði kynin standi að jafnréttismálum. Að bæði kynin beri ábyrgð á jafnréttinu og hafi áhuga á því. Annars er svo auðvelt fyrir karla að afgreiða þessi málefni sem kvennamálefni. Karlar hafa þó komið inn í þessa urnræðu á forsendutn kvenna. Öll hugtök og málfar er komið frá konum og karl- ar eiga jafnvel erfitt með að skilja þetta. Æ fleiri karlar vilja fá að vera meira með börnum sínum. Karlar rekasl líka á veggi inni á heimilunum líkt og konur þekkja úti í at- 21

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.