19. júní


19. júní - 01.06.1995, Page 16

19. júní - 01.06.1995, Page 16
• RANNSÓKNIR___________________________ Ný sýn á frœðigreinarnar Fléttur -fyrsta rit í ritröð Rannsóknastofu í Kvennafrœðum komið út. Þórunn Sigurðardóttir forstöðumaður Rannsóknarstofu í Kvennafrœðum. Rannsóknastofa til starfa árið 1991 samkvæmt reglugerð frá menntamálaráðuneytinu. Forstöðu- maður stofunnar er Þórunn Sigurðar- dóttir en í stjórn hennar eru Guðný Guðbjörnsdóttir dósent, Helga Kress prófessor, Kristín Björnsdóttir dósent, Guðbjörg Jóhannesdóttir stúd. theol, Rannveig Traustadóttir lektor og Sig- ríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur. Rannsóknastofan er til húsa skammt frá Tæknigarði í húsi sem ber hið stór- brotna nafn Sumarhöll. 19. júrti sótti Rannsóknastofuna heim til að grennsl- ast fyrir um starfsemina. Þórunn fékk áhuga á kvennafræðum er hún var við nám í íslensku og almennri bókmenntasögu við Háskóla Islands. „Það var Helga Kress bókmenntafræð- ingur sem hélt fyrsta námskeiðið í kvennafræðum við Háskóla íslands skólaárið 1980-1981 og ég var í hópn- um sem tók það. Við mynduðum les- hring og höfum hist reglulega síðan, um það bil einu sinni í mánuði, nú í fimmt- án ár, og lesið saman kvennabókmennt- ir. Þegar ég var nýkomin heim frá Bandaríkjunum 1992, þar sem ég hafði verið við störf á íslenska bókasafninu í Cornellháskóla, Fiskesafninu, var ég beðin um að vinna við gagnagrunn um íslenskar kvennarannsóknir sem Rann- sóknastofa í kvennafræðum hafði hrundið af stað. Lætur nærri að nú séu um 300 titlar, bækur og greinar, komnar í gagnabankann.“ Að auki hefur Þórunn unnið við stjórn- sýslu á vegum stofunnar og útgáfustörf, en fyrirlestrar eru haldnir reglulega og fréttabréf gefin út þrisvar á vetri. Sam- starf er einnig við rannsóknastofur er- lendis, samtök kvennafræðinga í Evr- ópu, WISE, en samtökin eru opin ein- staklingum og stofnunum sem áhuga hafa á kvennafræðum. WISE gefur út þverfaglegt tímarit ársfjórðungslega og fréttabréf fjórum sinnum ári. Auk þess er starfandi samráðshópur um norrænar kvennarannsóknir og á Rannsóknastof- an fulltrúa í honum. Hópurinn starfar á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og kom tímaritinu NORU af stað. „Á Nordisk Forum í fyrra voru svo mynduð samtök kvennafræðinga, Foreningen NORA, og þau gefa nú tímaritið NORU út, en það birtir greinar á sviði kvenna- fræða á ensku. Helga Kress prófessor er í ritstjórninni fyrir íslands hönd, en cnn sem komið er hefur engin grein birtst eftir íslenska konu og vil ég hér með hvetja íslenskar konur til að senda grein til NORU,“ segir Þórunn. í undirbúningi er nú ráðstefna um ís- lenskar kvennarannsóknir sem haldin verður í samvinnu við Mannréttinda- skrifstofu Islands. Ráðstefnan er haldin í tilefni þess að 10 ár eru nú liðin síðan fyrsta ráðstefnan var haldin um íslensk- ar kvennarannsóknir. Ráðstefnan verður þverfagleg og á að endurspegla stöðu íslenskra kvennarannsókna árið 1995. Verður bæði boðið upp á fræðilega fyr- irlestra og erindi úr kvennabaráttunni. í lok ráðstefnunnar er fyrirhugað að gefa út ráðstefnurit. Ráðstefnan verður hald- in í húsnæði Háskólans helgina 20.-22. október. Á vegum Rannsóknastofunnar kom hingað til lands Claire Ann Smearman, lögfræðingur og kennari í kvennafræð- um við Towson State University í Baltimore. Hún hélt á haustmisseri námskeið sem bar yfirskriftina „femin- ist legal theory“ en auk þess flulti hún opinberan fyrirlest- ur um kynferðislega áreitni og leiddi vikulega málstofu um feminískar fræðikenningar. Þórunn segir veru hennar hér hafa ver- ið vítamínsprautu fyrir starfsemina, einkum með tilliti til vaknandi áhuga stúdenta, og nú sé í undirbúningi að gefa nemendum við HI kost á 30 ein- inga þverfaglegu námi í kvennafræðum, að öllum líkindum frá hausti 1996. „Kvennafræðin er rannsóknarstefna sem kemur með nýja sýn á hinar hefð- bundnu fræðigreinar. Viðfangsefnið er skoðað frá ákveðnu sjónarhorni - kvennafræðilegu sjónarhorni, en þar er „kynferði“ eitt af lykilhugtökunum. Rannsóknir í kvennafræðum stefna m.a. að því að skilja og skýra mismunandi stöðu kvenna og karla í þjóðfélaginu og fjalla þannig alveg eins um karla og konur. Það er mikil gróska í kvenna- rannsóknum víða um heim og íslensk fræðimennska þar alls ekki undanskilin. Islenskar kvennarannsóknir hafa verið með miklum blóma undanfarinn áratug og lengur“. I Fléttum, fyrsta riti í ritröð Rannsókna- stofunnar, er að finna greinar el'tir Sig- ríði Þorgeirsdóttur heimspeking, Helgu Kress bókmenntafræðing, Ragnhildi Richter bókmenntafræðing, Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðing, Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðing, Kristínu Björnsdóttur hjúkrunarfræð- ing, Rannveigu Traustadóttur félags- fræðing, Guðrúnu Jónsdóttur félagsráð- gjafa og Guðnýju Guðbjörnsdóttur upp- eldissálfræðing. Greinarnar eru ýmist unnar upp úr fyrirlestrum sem fluttir hafa verið á vegum Rannsóknastofunn- ar eða samdar sérstaklega fyrir ritið. Viðtal: Valgerður Katrín Jónsdóttir • Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir 16

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.