19. júní


19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 10

19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 10
• BÆKUR Myrkviðir kvenlíkama og -sálar Karin Johannisson Den mörka kontinenten Norstedts Förlag 1994 Það er þekkt staðreynd að konur leita til lækna í mun ríkara mæli en karlar vegna eigin heilsu. Jafnframt hefur lengi verið vitað að ýmsir sjúkdómar eru mun tíðari meðal kvenna en karla (og öfugt) og að ýmsir krankleikar tengjast konum einum, eða hinir svokölluðu kvensjúkdómar. Kvensjúkdómar í merkingunni sjúkdómar sem einkum koma fram hjá konum og tengjast ekki aðeins móðurlífinu eiga sér langa sögu. í þeirri bók sem hér er til um- fjöllunar tekur höfundurinn, Karin Jo- hannisson, sér fyrir hendur að skoða tíma- bilið frá miðri 19. öld og fram undir 1930, þ.e.a.s. tíma kvenréttindabaráttunnar, út frá sjúkdómum og líðan kvenna en þá bar mjög mikið á veikindum meðal kvenna, þannig að talað var um þau sem sérstakt vandamál á meginlandi Evrópu. Karin Jo- hannisson byggir bók sína fyrst og fremst á sænskum heimildum, hún gruflar í bréf- um, ævisögum og bókmenntaritum, jafn- framt skýrslum og tölfræði yfir skráða sjúkdóma, en leitar einnig til bóka sem um þessi mál hafa verið skrifaðar í öðrum löndum, gamalla fræðirita og annarra heimilda. Sjónarhornin fímm Karin Johannisson skoðar verkefnið út frá fimm sjónarhornum sem hún dregur sam- an í lokakafla bókarinnar. I fyrsta lagi horfir hún á samfélagið, breytingar sem urðu á seinni hluta 19. aldar, einkum á stöðu kvenna í borgarastétt, en þær gerðu að verkum að stór hópur kvenna var meira og minna innilokaður á heimilum og hafði ekki annað hlutverk en að fæða börn sem þær fengu svo vart að annast, 10 auk þess að taka þátt í samkvæmislífi. Af- leiðingin varð hrikaleg einangrun, ófull- nægja og vörn gegn sífelldri hættu á þungun sem braust út í alls konar sjúk- dómum, en líka í kvenfrelsishreyfingunni sem reyndar bjargaði mörgum konum úr þeim þrönga stakki sem þeim var skorinn. í öðru lagi fjallar höfundur um sjúkleik- ann út frá menningunni og þeim hug- myndum sem voru á kreiki um konur, m.a. innan læknavísindanna, og það hvernig konur áttu að vera, nokkuð sem sumar konur kunnu að notfæra sér en aðr- ar kiknuðu undan. I þriðja lagi er það svo sjónarhorn læknavísindanna, konan sem frávik frá hinu eðlilega sem var auðvitað karlmaðurinn. Því tengist sú þekking sem til var um líkama og sálarlíf kvenna og þær nýjungar sem fram komu, t.d. með uppgötvun á egglosi kvenna og tíðar- hringnum en ekki síður framlagi kappa eins og Freuds sem sat lon og don við hlið kvenna sem lágu á bekknum hjá honum í sálarnauð. í fjórða lagi var svo sjálf líf- fræðin, hlutverk einstakra líffæra og allt það sem snéri að þungun barnsburði, hormónum kvenna, hvers vegna svo margar konur fengu berkla eða aðra smit- sjúkdóma o.s.frv. I fimmta og síðasta lagi er það svo einfaldlega tilvera (existens) kvenna eða sjónarhorn kvennanna sjálfra, hvernig þeim leið og hvernig þær ýmist voru raunverulega veikar (t.d. af berklum) eða gerðu sér upp sjúkdóma til að komast út úr húsi til læknanna sem þær elskuðu og dáðu margar hverjar, til að fá athygli og til að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Móðurlíf á ferð og flugi Á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir síðustu aldamót var mikið rætt og ritað um slæmt heilsufar kvenna, hvort sem þær tilheyrðu útslitnum hópum verka- kvenna, virðulegum húsmæðrum eða dætrum góðborgara. Bréf, dagbækur, skáldskapur, skýrslur lækna, málverk og ljósmyndir endurspegla endalaus leiðindi, vanlíðan og alls konar sjúkdóma, andlega og líkamlega. Læknabiðstofur, baðstaðir Evrópu og heilsuhæli voru full af konum í leit að betri heilsu, ef þær ekki lágu í rúm- inu heima. I kringum þessar veiku og van- sælu konur urðu til mikil „læknavísindi11 sem m.a. leiddu til þess að til varð hópur kvensjúkdæmalækna, sálfræðinga og sál- greinenda sem reyndu að krylja „kvenna- vandamálið“ til inergjar í þess orðtaks fyllstu merkingu. Að huta til áttu þessi „vísindi" rætur að rekja til gamalla og furðulegra hugmynda um konur, eins og t.d. þeirrar að móðurlífið væri á hreyfingu og gæti valdið alls konar vandræðum með þrýstingi á önnur líffæri. Þá komu til sögu nýjar uppgötvanir og kenningar í lækna- vísindum sem voru prófaðar á konuin og svo loks það að læknar notfærðu sér ástandið í stórum stíl, urðu tískulæknar sem sinntu konum með viðtölum og af- greiddu þær með einhverri einfaldri sjúk- dómsgreiningu. Á tímabili var vinsælt að gera tilraunir á konuin, oft í stórum söl- um frammi fyrir hópum lækna og annarra áhorfenda og vakti mikla athygli, einkum þegar sálsýki átti í hlut sem verið var að lækna t.d. með dáleiðslu. Blóðleysi og inni- lokun Til að gera langa sögu stutta er þar skemmst frá að segja að hugmyndir um konur á síðari hluta 19. aldar gerðu þeim lífíð vægast sagt leitt, þótt þær gerðu sér líklega sjaldnast grein fyrir orsökum, ef

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.