19. júní


19. júní - 01.06.1995, Page 18

19. júní - 01.06.1995, Page 18
• HRINGBORÐS UMRÆÐ UR viðhorfið í þjóðfélaginu sem skiptir öllu máli. Það hver situr í hvaða nefnd er kannski ekki aðalmálið því þeir sem þar eru vinna eftir því umhverfi sem þeir eru staddir í á hverjum tíma. Og meðan umhverið er þannig að konur sem fara í póli- tík taka á sig þriðju vaktina, þær eru í vinnu, sjá um heimilið og eru svo í stjórnmálum, þá er ekkert skrýtið þó að konur hiki við að fara út í þetta. Ástæðan fyrir því að það eru fleiri karlar en konur í pólitík er sú að karlarnir hafa ekki sömu ábyrgð og konurnar inni á heimilunum og hafa þess vegna nægan frítíma til að taka þátt í þeim leik sem pólitíkin er. Ég held að það sé alveg sama hvaða mál við nálgumst, launamál eða hvað sem er, við komum alltaf að hlutverkskiptingu kynjanna. Meðan við gerum ekki gangskör að því að breyta verkaskiptingunni inni á heimilunum, gera báða for- eldra ábyrga fyrir uppeldi barna sinna, þá gerist ekkert mikið meira í þessum efnum. i Ari1 n • ^að er ^ara a^1 sem v>nnur gegn Iilut- VJLIVJIU.I1. verkabreytingunni. Jafnréttisbaráttan hefur verið háð af nokkurs konar lúxusklúbbi, miðstéttar- klúbbi. Konunum sem eru að vinna í fiski úti á landi kemur þessi barátta ekkert við. Þær vinna bara vinnuna sína og hugsa um heimilin eins og þær hafa alltaf gert. Mér finnst meira spennandi að vita hvað Sigurður segir um þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi, sem hefur alist upp við mikla vinnu beggja foreldra. Börnin læra ekki að tala nema það sé ein- hver heima til að tala við þau. Er málþroski menntaskólanema jafn góður og hann var? Grunn- skólakennarar kvarta mikið yfir því að börnin kunni ekki ís- lensku. Það er frumskylda okkar að skila af okkur næstu kynslóð í sómasamlegu ástandi. Það er ekkert merkilegra eða mikilvægara og þá ábyrgð verðum við að taka, helst saman auðvitað. Sigurður: Við sem höfum unnið í framhalds- skólum verðum mjög mikið vör við það að sum ungmennin eru afar illa undirbúin. Menn liafa komið í menntaskóla varla læsir eða skrifandi, en það eru líka mun fleiri úr hverjum árgangi sem fara í framhalds- skóla, þannig að vandinn er ekkert endilega nýr - bara orð- inn sýnilegur. Það er búið að fresta sjokkinu allt of lengi, menn eru komnir í framhaldsskóla þegar raunveruleikinn 18 blasir við. Mér finnst samt mikill meirihluti þessa unga fólks býsna þroskaður, þó það sé ef til vill sumt illa skrif- andi, þá á það auðvelt með að tjá sig munnlega. Þessir krakkar hafa verið aldir upp við meiri jafnréttisumræðu en kynslóðin á undan. Ég hef verið að reyna að athuga hvort það sé mikill munur á þeim og manni sjálfum þegar maður var á þessum sama aldri og ég er ekki frá því að þetta sé að þokast í áttina. Það er þó ekki eins rnikil breyting og ég hefði getað búist við miðað við þá byltingu sem foreldra- kynslóðin gekk í gegnum. Elsa: Er ekki vandinn sá að foreldrarnir taka ekki jafna ábyrgð á barninu, ekki það að þau vinni utan heimilis. Breyttar uppeldisaðstæður í dag leyfa ekki að ábyrgðin sé eingöngu á móðurinni. Konur eru ekkert á leið aftur inn á heimilin. Th 1 c o • er e*mrntt þetta dæmigerða viðhorf sem i—/1 oCl. Guðrún talaði um sem þarf að breyta, að vinna mæðranna komi niður á börnunum. Ég vildi miklu fremur ræða um vinnu foreldra frá heimilunum, því börnin eiga tvo foreldra þó sumir búi hjá einstæðum foreldrum. Guðrun. veruleikinn, faðirinn hefur alltaf unnið úti. Vinna mæðranna kemur niður á börnunum meðan ekkert ann- að kemur í staðinn. ii Avii r» • e§ t>enda þér á að í landinu eru 6 vJ LliJl LI11. þúsund sjómenn og þar er faðirinn í burtu frá börnunum stóran hluta árs, ég þekkti föður minn sáralítið. Hann var aldrei heima, en guði sé lof þá var móð- ir mín heima. Og það eru 10 þúsund börn í þessu landi sem alast upp hjá einstæðu foreldri, aðallega mæðrum sínum, og þær deila engri ábyrgð með neinum. Maður lítur alltaf út fyrir að vera svo afturhaldssamur þegar maður fer að ræða þessa hluti. Ég tel æskilegt að konur geti verið heima hjá börnum sínum að minnsta kosti fyrsta árið, það getur t.d. ekki nema annað foreldrið fóðrað barnið. Ég vorkenni konum ekkert að taka nokkur ár í það að eignast börn. Ég sé ekki neina aðra lausn nema við viljum að þjóð- inni snarfækki. Frá þjóðhags- legu sjónarmiði verðum við að halda áfram að eignast börn, fyrir nú utan hversu indælt það er. Það sem ég held að við höf- um gert rangt allan tímann, kvenfólkið, er að horfast ekki í

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.