19. júní


19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 8

19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 8
• STJÓRNMÁL____________________ 19. júrií 1915 STÓR DAGUR í SÖGU ÍS- LENSKRAR KVENNABARÁTTU Kvenréttindafélag íslands, sem var stofn- að árið 1907, barðist frá upphafi ötullega fyrir stjórnmálalegu jafnrétti kvenna og karla, enda var það eitt helsta markmið með stofnun félagsins, „að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmála- jafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og at- vinnu með sömu skilyrðum og þeir“ eins og segir í fyrstu lögum félagsins. Konur héldu umræðunni vakandi inni á þingi þar sem þær áttu nokkra öfluga talsmenn. Haldnir voru fundir um málið þar sem þingmönnum var gefinn kostur á að koma og skýra afstöðu sína til kosningaréttar og kjörgengis kvenna og til kvenréttinda yf- irleitt. 19.júní 1915 19. júní 1915 er merkisdagur í sögu ís- lenskrar kvennabaráttu en þá fengu konur fyrst kosningarétt og kjörgengi til Alþing- is íslendinga, þegar Kristján X. konungur Islands og Danmerkur staðfesti nýja stjórnarskrá. I ár eru því liðin 80 ár frá því að konur náðu þessum mikilvæga áfanga hér á landi. Reyndar var réttur þeirra takmarkaður í fyrstu, umfram al- menn skilyrði fyrir kosningarétti, en að- eins þær konur sem voru 40 ára og eldri fengu kosningarétt árið 1915, á meðan karlar fengu hann 25 ára. Hugmyndin var sú að rétturinn skyldi koma smám saman, þannig að fyrsta árið fengu aðeins 40 ára og eldri að kjósa, árið á eftir skyldi bæta við þeim sem væru 39 ára og svo fram- vegis, þannig að aldursmarkið skyldi lækka um eitt ár í senn með hverju árinu sem leið. Konur þurftu þó ekki að bíða í 15 ár eftir því að fá kosningarétt á sama aldri og karlar, því með sambandslögun- um frá 1918 var þessi aldurstakmörkun kvenna lögð niður. Kvenlegir og karllegir eiginleikar Helstu rök þingmanna fyrir takmörkun á kosningarrétti kvenna voru þau að mikið skorti á að konur væru undir það búnar að takast á við þær skyldur sem kosninga- réttinum fylgdu, þær þyrftu að fá tíma til 8 að laga sig að þessum nýju réttindum. Sumir þingmenn drógu hins vegar í efa að konur væru ver til þess fallnar en karlar að taka þátt í stjórnmálum og vildu að kosningaréttur og kjörgengi væru engum skilyrðum háð nema lögaldri og andlegu heilbrigði. Enn aðrir töldu fráleitt að kon- ur fengju þessi réttindi yfirleitt. Þeim félli betur að vera inni á heimilunum og sinna börnum og búi, þær byggju ekki yfir þeim eiginleikum sem nauðsynlegir væru til að taka þátt í stjórnmálum. Gamalkunnur tónn Málflutningur af því tagi sem hér er lýst er jafn fráleitur í dag og hann var árið 1915. Greining hæfileika fólks og per- sónulegra eiginleika þess niður í óskil- greinda karllega og kvenlega þætti er not- uð enn í dag, en hún segir okkur ekki neitt nema það að þar fari fram lýsing á hefð- bundnum hlutverkum karla og kvenna og sýnir viðhorf þess sem talar til þeirra hlut- verka. Ráðherra jafnréttismála á Islandi lét nýlega hafa eftir sér í blaðaviðtali að konur væru almennt betur fallnar til heim- ilisstarfa en karlar. Ef ráðherrann telur sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni, eins og að þrífa heimili sitt og bjarga sér við matseld, vera háð kvenlegum eiginleik- um, þá segir mér svo hugur að aðrar skoð- anir hans á kvenlegum og karllegum eig- inleikum og hlutverkaskiptingu kynjanna gætu verið eftirtektarverðar. Ekki síst er þetta athugunarefni í ljósi þess að ríkis- stjórnir hér á landi eru fyrst og síðast skipaðar körlum. Þó er það reynsla síð- ustu ára að meðal ráðherranna er ein kona, sem maður fær sterklega á tilfinn- inguna að hafi fyrst og fremst það hlut- verk að bjarga ásýnd stjórnarinnar. Það er skiljanleg viðleitni þar sem það þykir ekki fínt í dag að setja ríkisstjórnir saman ein- göngu úr körlum. Þetta er þó síst sagt til lasts þeim ágætu fimm konum sem farið hafa með ráðherraembætti á íslandi. Staða kvenna í stjórn-mála- flokkunum Margt hefur áunnist í málefnum kvenna frá 1915. Engu að síður er það staðreynd að konur hafa sjaldnast haldið um valdataumana í íslenskum stjórnmála- llokkum á þessum 80 árum frá því að þær fengu kjörgengi og kosningarrétt. Þær eru almennt ekki valdar til forystu, ef undan eru skilin yngsta stjórnmálaaflið, sem er stofnað að tilstuðlan konu, og eðli málsins samkvæmt Kvennalistinn. Konur fá gjarnan það hlutskipti að vera vara- skeifur þeirra karla sem sitja við stjórn- völinn, í stað þess að ganga í sjálfu fylk- ingarbrjóstinu, þar sem margar þeirra eiga heima, ekki síður en pólitískir samferða- menn þeirra af karlkyni. Margt hefur ver- ið rætt og skrifað um þessa staðreynd, en hver sem ástæðan kann að vera þá er raunveruleikinn jafn blákaldur eftir sem áður. Eru konur sáttar? í kjölfar Alþingiskosninganna í vor mátti heyra háværar óánægjuraddir hjá konum í stjórnarflokkunum, sem vildu ekki una hlutskipti sínu í tengslum við ráðherraval og trúnaðarstörf. Því miður virðist reynsl- an vera svipuð hjá konum í öðrum stjórn- málallokkum og þær eru víða ósáttar við sinn hlul. Kvennalistakonur hafa leyst þetta með því að bjóða eingöngu fram konur, en útkoma listans úr síðustu kosn- ingum bendir ekki til þess að sú leið sé til langframa vænleg til árangurs. Það er kannski kominn tími til fyrir okkur ís- lenskar konur að taka upp siðu forvera okkar sem börðust fyrir stjórnmálajafn- rétti á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar, og kalla forystumenn flokkanna og hátt- virta ráðherra fyrir og spyrja þá um af- stöðu þeirra til kvenréttinda og grundvall- aratriða jafnréttisbaráttunnar? Munurinn á aðstöðu okkar og forveranna er hins vegar sá að fyrir þeirra baráttu njótum við nú kosningaréttar og kjörgengis til jafns á við karla og getum þannig varið atkvæði okkar í samræmi við stefnu og áherslur flokkanna í jafnréttismálum. Hvort stjórnmálalegu jafnrétti er náð í reynd, eins og stefnt var að, læt ég liggja á milh hluta í bili. Bryndís Hlöðversdóttir formaður KRFÍ

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.