19. júní


19. júní - 01.06.1995, Side 37

19. júní - 01.06.1995, Side 37
• ATHAFNAKONA tók sumarfríið mitt í barneignafrí, því það voru engin barneignarfrí á þessum tíma. Ég varð því að nota mánaðarsumarfrí til að eiga barnið og hélt svo áfram með ný- fætt barnið í burðarrúmi í bíinum. Stopp- aði bílinn svo einhvers staðar á góðum stað og gaf barninu að drekka. En ég hætti eftir að ég átti fimmta barnið, enda nóg að gera heima fyrir. Ég hef ver- ið fremur ströng móðir, hef lagt mikla áherslu á að halda aga og að börnin séu kurteis og ég veit að það hefur komið þeim vel.“ BROTIÐ ILMVANTSGLAS VAR KVEIKJAN Það var algjör tilviljun að Aslaug Hall- dórsdóttir fór að flytja inn snyrtivörur fyr- ir 15 árum, en fyrirtækið hefur vaxið og er orðið umfangsmikið. „Ég hafði flogið með Finnair og keypt mér ilmvatnsglas í vélinni, en ilmvatnið hét því skemmtilega nafni „Diamond in a snow“. Yngsti sonur minn braut glasið óvart þegar heim var komið og ég fór að reyna að ná mér í ann- að eins. Þetta fékkst ekki hér svo ég skrif- aði út og áður en ég vissi af var ég komin með umboð fyrir Lumene snyrtivörurnar en þær eru framleiddar hjá þriðja stærsta lyljafyrirtæki Evrópu. Börnin mín hafa hjálpað mér gríðarlega mikið. Ég hef tekið börnin mikið með lil útlanda, bæði til sólarlanda, Englands og Sviss en þar hafa þau verið í skóla á sumr- in. Það var mikil ábyrgð lögð á dóttur okkar að passa alla strákana, en það gerði hún með sóma. Síðustu árin hafa strák- arnir hjálpað mikið við fyrirtækið og séð alveg um það þegar ég hef farið utan.Ég hef mjög gaman af að ferðast, hef farið margar heimsreisur.“ - Við erum að fjalla um föðurhlutverkið í þessu blaði. Var bóndi þinn duglegur að hjálpa þér með börnin'? „Já, hann hafði börnin í körfunni sín meg- in á næturnar og vaknaði til þeirra, rétti mér þau ef þau þurftu að drekka. En ég hef ekki viljað að hann hjálpaði mér við húsverkin, hann hefur varla fengið að koma inn í eldhús, það er mitt svæði. Við höfum haft ákveðna verkaskiptingu þótt við höfum stundum skipt á störfum, eins og þegar ég keyrði fyrir hann vörubílinn á leiðinni heim úr vegavinnu um árið. Ég tók að mér að elda ofan í 12 vegavinnu- karla einn mánuð þegar unnið var að Lár- ósum í Grundarfirði. Það voru erfiðar að- stæður þarna, hvergi rennandi vatn og ekkert rafmagn, en karlarnir voru yndis- legir, alltaf búnir að ná í vatn fyrir mig á morgnanna. Það var mikið að gera, ég vaknaði yfirleitt klukkan 6 á morgnanna og fór ekki að sofa fyrr en tvö á næturnar. Ég átti þrjú börn þá, tvö þau elstu fóru í sumarbúðir en Jón Kjartan, 5 ára, fór með mér, hann kallaði alla vegavinnukarlana „pabba". Síðasta kvöldið var haldin veisla og þar sem bóndinn, sem var einn al’ vegavinnu- körlunum, hafði skemmt sér eins og hinir og þar sem ég var með meirapróf fannst honurn betra að ég æki bílnum suður til Reykjavíkur og gekk það vel, enda farið hægt. En það er ógleymanlegur akstur! Eftir að dóttir mín fór að heiman, en hún er gift þriggja barna rnóðir í dag, hafa strákarnir verið mjög duglegir að hjálpa til við húsverkin, hafa gengið í öll verk og sinnt yngri bræðrum sínum. Þeir hafa tek- ið þá á morgnana og baðað og gengið í öll verk. 1 dag eru barnabörnin 7 frá 3 -18 ára. Amma reynir að hafa smá aga, þó hún láti kannski meira eftir þeiin en sínum eigin börnum. Ég held alltaf sambandi við Jónas Bjarnason, Andrés Asmundsson og hana Þórdísi mína. Þeim öllum á ég mikið Fréttir úr starfi KRFI Vorblót KRFÍ Gróðursetning í Vorblót var haldið á skrifstofu KRFÍ að Hallveigarstöðum þann 19. maí. Þar fögnuðu núverandi og fyrrver- andi stjórnarkonur sumri, en vorblót- ið var haldið í tilefni af formanns- skiptum félagsins. Boðið var upp á léttar veitingar og hljómuðu margar fagrar söngraddir um nágrenni Hall- veigarstaða þegar líða tók á kvöldið. • Kvennaráðstefn- an send út í sveit Undirbúningur að NGO ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking er í fullum gangi. Ráðstefnan var flutt til Huairou en einnig verður fjarskipta- miðstöð í Peking í nágrenni við hina opinberu ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Tekið verður á móti öllum skráðum þátttakendum, sem voru um 36 þúsund talsins 30. apríl sl. Allir skráðir þátttakendur iá vegabréfsá- ritun og geta ráðið því hvort þeir dvelja á hótelum í Huairou eða Pek- ing. A þriðja tug íslenskra kvenna hefur látið skrá sig. Séð verður um að hafa næg farartæki til að flytja þátttakendur milli Huairou og Pek- ing. Samkomulag um þessi atriði náðist milli Irene Santiago fram- kvæmdastjóra og kínverskra yfir- valda. Heiðmörk Hin árlega gróðursetningarferð var farin í Heiðmörk þann 4. júlí. Þátt- takendur létu aftakaveður ekki á sig fá og gróðursettu 170 plöntur í rign- ingu og roki! Herdís fékk styrkinn Menningar- og minningarsjóður kvenna veitti Herdísi Dröln Bald- vinsdóttur 50 þúsund króna styrk, en Herdís vinnur nú að doktors- rannsókn sinni í Bretlandi. Herdís lauk BA-prófi frá HÍ 1986 og MA frá Lancaster University 1987. Doktors- rannsókn hennar tjallar um þróun samskipta og tengsla aðila á ís- lenskum vinnumarkaði, þ.e. verka- lýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og ríkisins, sem átt hefur sér stað frá tímum viðreisnarstjórnarinnar með tilliti til valds og ákvörðunartöku. 37

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.